Vikan


Vikan - 07.12.1999, Page 18

Vikan - 07.12.1999, Page 18
„Núna búa bara eftirlaunabegar og furðulegir prófessorar hérna. Sumir kom- ast aldrei út í úthuerfin og eru hér alla æui. Aðrir gifta sig, búa í einbýlishúsi með börnum, hundum og öllu saman og koma suo aftur hingað hegar einbýl- ishúsið er orðið alltof stórt og barnabörnin nenna ekki að koma í heimsókn." Svona rekur Suzanne Zook, sjálf diplómat á eftirlaunum, gang lífsins í fjölbýlis- húsunum í heldrimanna- hverfum Washington. Fljótt á litið gæti þetta svo sem verið saga fjölbýlishúsa hvar sem er í heiminum; í Árbæn- um eða á Melunum, en það er ekki svo. Alls ekki. Fjölbýlishúsin í Wash- ington, höfuðborg Banda- ríkjanna, eiga sér sérstæða sögu, sem tekur á móti nýj- um íbúum strax í útidyrun- um. Engir grænir póstkassar, engin illa lyktandi röndótt nælonteppi, engar spónlagð- ar hurðir með skóförum yngstu kynslóðarinnar og engin hvítmáluð járnhandrið o með svörtum plastkanti of- j2 an á. ;b | llmur liðinna daga * Nei, anddyrið er hlaðið « þungum rókokkóhúsgögn- ® um. Það eru ullarteppi á for- :g stofunni - sem við mælingu £ reynist vera 180 fermetrar! - £ og á veggjum speglar og o gömul málverk. Gerðarlegar ■g ljósakrónur í loftum og hús- |2 vörður sem býður góðan 18 Vikan daginn og greinir skilmerki- lega frá hvort póstur hafi borist í dag. Og á borði hús- varðar liggur matseðill dags- ins. „Kokkarnir okkar eru frægir um alla borg," segir Suzanne um matseðilinn. Nú já, svo þetta er hótel en ekki blokk. Á kannski að dansa hér í kvöld? Ha? „Nei, ekki í kvöld en hér hafa verið haldin böll, al- vöru dansiböll," segir Suzanne og hlær. Samt er þetta blokk. Fjölbýlishús þar sem fólk kaupir íbúðir eða leigir til langs tíma. En and- rúmsloftið minnir meira á gamalt hótel, sem muna má sinn fífli fegurri. Hótel eins og fyrir Jack Nicholson og brjálaða rithöfundinn í kvik- myndinni The Shining. Hér ómar enn í fjarska gömul danstónlist. Fjölmennt starfslið Suzanne býr hér og á sína íbúð í blokkinni, en henni leiðist að vera diplomat á eftirlaunum og þess vegna vinnur hún hálfa vinnu sem húsvörður. Þannig er allur hefðarbragur að hverfa. Áður höfðu íbúarnir þjóna en nú eru bara um 30 eftir sem vinna í blokkinni. Þrjátíu manns í vinnu í blokk? Já, fólk sem vinnur í þvottahúsinu, á skiptiborð- inu, í móttökunni í hverjum stigagangi og svo rafvirkinn og burðarkarlarnir. Bara tveir núna. Og það er hægt að fá buxur styttar í þvotta- húsinu - og bensín á bílinn í bakgarðinum. Þá er þetta hótel. Nei, íbúarnir eiga þetta og íbúðirnar eru 140 fermetrar með eldhúsi og líta út eins og íbúðir en ekki hótelherbergi. Við erum stödd í The Westchester, einni af mörg- um fjölbýlishöllum sem risu

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.