Vikan


Vikan - 25.01.2000, Blaðsíða 4

Vikan - 25.01.2000, Blaðsíða 4
lesandi. Kvenna kökumót M'ér skilst að engin sé kona með konwn nema hún kunni að baka sörui: Það mun vera ákveðin gerð af smákökum sem hefur verið að ryðja sér til rúms með sífellt meiri látum hin síðari ár. Fyrirjól keppast ís- lenskar konur hver við aðra um að töfra fram bragðbestu sör- urnar og er það hversu vel tekst til með baksturinn, orðinn eins konar mœlikvarði á hversu myndarleg húsmóðir viðkomandi kona sé. Þar sem ég baka aldrei og varla getur heitið að ég mat- reiði þá telst ég vönuð kona hvað myndarskapinn varðar. I desember eru sumar konur að baka og bardúsa langtfram á nœtur, jafnvel eftir langan vinnudag, til þess að fjölskyldan eigi nú örugglega hreint heimili ogfái nóg að narta í yfir hátíð- ina. Þœr segja margar að þœr hafi gaman afþessu. Eg held Itins vegar að samfélagið sé búið að steypa hugsunarhátt og lífs- stíl kvenna í kökumót sem hent- ar karlvœnu umhverfi. Dóms- og kirkjumálaráðuneyt- ið gaföllum KVENKYNS starfsmönnum sínum frí á aðfangadag og gamlársdag og þar á bœ var gefin út sú yfirlýsing að konur hefðu að öllu jöfnu fleiri heimilisverkum að sinna en karlpeningurinn. Þessi staðhœfing er þjóðfélagið þess efiiis að það sé óumflýjanleg skylda kvenna að sinna heimilisverkum. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sagði hins vegar að það vœri „einstök heiðursmennska" ráðuneytis- stjóra sem réði þessari ákvörðun. Mér þykir það seint teljast til heiðursmennsku að gefa konum fií frá störfum til þess að fara heim og þrífa. Öllu nœr hefði verið að gefa karlkyns starfsmönn- umfrí til þess að sinna heimilisverkum og leyfa konunum að vinna í friði. Vita karlmenn virkilega ekki enn að það er hátíð að vera í vinnunni, laus undan kvöðam eilífra heimilisverka? Að sjálfsögðu eru þó ýmsir sem hafa einskœran áhuga á matar- gerð og telja hana jafnvel til áhugamála sinna. Sumum finnst slík iðja afslappandi. Eg er ein afþeim sem er þakklát fyrir frítíma minn og leitast œv- inlega við að njóta hans sem best, ekkiföst við eldavélina, taugatrekkjandi bakstur eða saumandi. Nei, ég œtlast til að fá annað og meira lit lir tíma mínum en það. Eg panta rjúkandi heita pizzu á leiðinni heim úr vinnunni og spara þar með dýr- mœtan tíma sem annars fœri í matarinnkaup, eldamennsku og uppvask. Tíma mínum er betur varið í félagsskap barnsins míns eða einhvers annars sem mér þykir gefa lífinu gildi. Ég kaupi grjónagraut frá 1944 og er stolt afþví! Mérfinnst líka svolítið gaman að storka þreyttu og stressuðu konunum sem standa í biðröðinni við kassann í búðinni, þœr eiga svo bágt með að fela hneykslun sína á þessari ómyndarlegu konu með tilbúin grjóna- graut í innkaupakerrunni. Þœr eru sko alvörukonur og taka sitt eigið blóðuga slátur. Halda að þœr séu kvenlegri, meiri konur, fyrir vikið. Ég bíð spennt eftir að 1944 fari að framleiða frosnar sörur. Húrra fyrir sjálfstæðum Islendingum! auðvitað ekkert annað en karlrembuháttur og skýr skilaboð lit í Hrund Steingerður Margrét V. Ingunn B. Guðmundur Hauksdóttir Steinars- Heigadóttir Sigurjóns- Ragnar ritstjóri dóttir blaðamaður dóttir Steingrímsson blaðamaður auglýsinga- Grafískur a stjóri hönnuður Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson. Sími: 515 5515. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar: Anna B. Þorsteinsdóttir og Ingunn B. Sigurjónsdóttir. Vikanaugl@frodi.is. Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrímsson. Verð í lausasölu 459 kr. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. pr eintak. Ef greitt er með gíróseðli 390 kr pr. eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Áskriftarsími: 515 5555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.