Vikan - 25.01.2000, Blaðsíða 13
Skilnaður okkar gekk svo
sannarlega ekki hljóðalaust fyr-
ir sig og eftir margra vikna rifr-
ildi um skiptingu eigna féllst ég
á að eftirláta honum húsið okk-
ar. Hann færði þau rök fyrir
þeirri skiptingu að hann gæti
borgað mér helminginn af and-
virði þess en ég myndi eiga erf-
iðara með að standa við svo háa
peningagreiðslu. Eg var svo
sannarlega ekki sátt við það,
enda var þetta draumahúsið og
ég hafði innréttað það algjör-
lega eftir eigin smekk. Mér
fannst líka óréttlátt að ég þyrfti
að flytja þar sem hann var sá
sem hafði brotið af sér, ekki ég.
Eina helgina, eftir að hafa
drukkið nokkur rauðvínsglös,
hringdi ég í vin okkar sem vann
við að keyra ís um borð í togar-
ana og bað hann að fara strax á
mánudeginum með heilt hlass
heim til míns fyrrverandi og
sturta því í heimkeyrsluna.
Þetta gerðu gárungarnir stund-
um til að stríða nýgiftum hjón-
um í bænum og ég sagði honum
að ég vildi kveðja eiginmanninn
á léttum nótum. Á mánudegin-
um hringdi maðurinn minn
fyrrverandi í mig í vinnuna og
sagði að hann hefði hugsað
málið. Fyrst mér væri svona
mikið í mun að fá húsið væri
best að svo yrði og auk þess
hentaði það börnunum okkar
betur að þurfa ekki að flytja út.
Hann lofaði einnig að sýna mér
tillitssemi varðandi greiðslurn-
ar. Ég reyndi auðvitað að af-
panta ísinn en það var of seint.
Þegar ég flutti aftur inn í húsið
mitt fékk ég því kaldar kveðjur
þar sem heilt vörubílshlass af ís
var að bráðna í heimkeyrslunni
hjá mér."
Ekki er flas lil fagnaðar
Ekki eru það eingöngu
tryggðarrof eða svik sem fá fólk
til að leita hefnda. Hrekkja-
brögð eru yfirleitt þess eðlis að
þeir sem fyrir þeim verða telja
sér skylt að gjalda líku líkt. En í
þeim málum, eins og öðrum, er
betra að flýta sér hægt.
„Þegar ég varð fyrir því að fá
send í pósti nokkur eldheit ást-
arbréf og pöntunarlista frá versl-
un sem sérhæfir sig í ýmsum
leikföngum fyrir ástfangna grun-
aði mig strax að góðvinur minn
væri að stríða mér. Bæði var það
að hann er þekktur af svipuðum
uppátækjum og svo það að ég
hafði hreykt mér af því við hann
stuttu áður að hjónaband mitt
væri svo traust að hvorugt okkar
myndi nokkurn tíma gruna hitt
um græsku. Ég gekk meira að
segja svo langt að fullyrða að
konan mín treysti mér svo fylli-
lega að hún fengist aldrei til að
trúa neinum misjöfnu um mig
nema hún hreinlega kæmi að
mér við aðstæður þar sem neit-
un væri tilgangslaus. Hann vildi
meina að hægt væri að læða inn
örlitlum efa hjá flestum og
þrættum við um þetta í ákveðinn
tíma.
Þessi vinur minn er einhleyp-
ur og ég afréð í samráði við
konu mína að gera honum ær-
legan grikk í hefndarskyni. Við
fengum vinkonu konu minnar,
sem er fráskilin og ákaflega
glæsileg kona, til að hringja í
hann og gera sig mjög líklega.
Hún þóttist vera frekar hífuð og
sagði honum að sér hefði litist
vel á hann lengi en nú væri hún
orðin þreytt á að bíða eftir því
að hann þyrði að stíga fyrsta
skrefið. Hún bauð honum út og
ákveðið var að þau hittust helg-
ina á eftir. Hvað úr yrði þegar
þar að kæmi var ekki almenni-
lega ákveðið en eitthvað ætluð-
um við að bræða saman til að
koma honum á óvart.
í vikunni gerðist það hins veg-
ar að vinnufélagi minn spurði
mig hvort ég hefði ekki fengið
neitt óvenjulegt í póstinum að
undanförnu og þá áttaði ég mig
á því að vinur minn hlyti að vera
alsaklaus af póstsendingunum
furðulegu. Ég hringdi umsvifa-
laust í konurnar, sem höfðu að-
stoðað mig, og síðan í vin minn.
Ég skammaðist mín óskaplega
og leið lengi illa þegar ég fann
að það urðu honum ákveðin
vonbrigði að ekki yrði af stefnu-
mótinu sem ákveðið hafði ver-
ið."
Heiftin og hefndarþorstinn
getur rekið fólk út í furðuleg-
ustu uppátæki Ifkt og má sjá hér
að framan en boðskapur þessara
sagna er kannski að best sé að
láta forsjóninni hefndina eftir,
enda segir enskt máltæki að
myllur Guðs mali hægt en þær
mali einstaklega smátt.
Vikan 13