Vikan


Vikan - 25.01.2000, Blaðsíða 39

Vikan - 25.01.2000, Blaðsíða 39
andi (tamas) fæða. Hún er mikið unnin (sýrð, söltuð, niðursoðin o.s.frv) og letur fólk til athafna, það verður feitt og síþreytt. Allt gos, sælgæti og hvítt hveiti fellur t.d. undir það að vera tamas eða letjandi. Ef við getum ekki fengið ferskar matvörur skulum við frekar sætta okkur við frosna matvöru en niður- soðna, sultaða eða sýrða. Einföld fæða og einföld fæðusamsetning hentar lík- amanum betur en mikið samansull og meðlæti. Hrein fæða stuðlar að réttri losun eiturefna sem er nauðsynleg til að ná há- marksupptöku líkamans á nauðsynlegum bætiefnum úr fæðunni. Einn frægur jógi mælti þau fleygu orð að hinn vestræni heimur væri ofalinn, en vannærður. Vest- urlandabúar borða mikið af mat sem er letjandi, fá lítið af bætiefnum úr honum og eru almennt séð of feitir. Sameinuðu þjóðirnar hafa greint offitu sem eitt stærsta heilbrigðisvandamál hins vestræna heims á eftir reyk- ingum og eyðni. Sumir sjúkdómar eru velmegunar- sjúkdómar og það vekur vissulega upp spurningar um þau lífsgæði sem þjóðir státa sífellt af. Hvernig við borðum Eins og fram er komið skiptir vissulega máli hvað við borðum en það skiptir ekki síður máli hvernig við borðum. Jógafræðin mæla með algjörri athygli við borðhald. Við reyn- um að sitja við máltíðir, Einfaldar ráðleggingar jógafræðanna: • Lærðu að anda djúpl. Súrefnið er grundvallarorkugjaf- inn og meðal annars undirstaðan að góðri meltingu. • Reyndu að borða hrein og fersk (sattva) matvæli. Forðastu sérstaklega letjandi fæðu. • Lykilspurning sem vert er að hafa í huga við innkaup: Hversu nálægt upprunanum er þessi fæða? • Sýndu matarvenjum þínum fulla alhygli. • Sýndu matnum virðingu og mundu að þú erl hluti af líf- keðjunni. • Góðir hlutir gerasl hægt. Breyttu smátt og smátt unt mataræði. • Berðu saman þær upplýsingar sem þú hefur um matar- æði og lagfærðu þær að þínum þörfum með allt það besta í huga. T.d. blóðflokk, matarsamsetningu, líkams- gerð og hreinleika matar. horfa ekki á sjónvarp eða lesa um leið og við borðum og njóta þess sem ofan í okkur fer. Allt of margir líta á munn sinn sem rusla- tunnuop og fleygja inn í hann hverju sem er án þess að veita því athygli. Með því að sýna líkamanum og fæð- unni þá virðingu sem fylgir fullri athygli og meðvitund náum við meiri næringu úr matnum. Við borðum hægar og jafnvel minna, því þegar við hlustum á líkamann seg- ir hann okkur hvenær við höfum fengið nóg. Ef við hlustum ekki, belgjum við okkur oft út og öll orka Iíkamans fer í að melta, við verðum þreytt, bætum á okkur kílóum og líður al- mennt ekki nógu vel. Samkvæmt jógafræð- unum á að hálffylla magann af mat og skilja einn fjórða eftir fyrir vatn og einn fjórða fyrir loft. Rannsóknir vís- indamanna hafa sannreynt þessar leiðbeiningar því ein besta leiðin til að halda heilsu virðist vera að borða minna. Því markmiði náum við aðeins ef við borð- um með algjörri athygli. Við vitum t.d. alltaf hvenær við erum södd - ef við hlustum eftir því. Kjötlaust fæði Jógafræðin mæla með kjötlausu fæði. Fyrir því eru margar ástæður. Þau segja mann- inn illa búinn til kjötáts. Við erum með tennur eins og grænmetisæt- ur, milt munnvatn, mildar magasýrur, langa þarma (kjötætur eru með stutta), þegar kjöt meltist verður til þvagsýra á móti mjólkursýru við meltingu á grænmeti. Hins vegar mæla þau einnig með því að hver þjóðfélags- hópur nýti þær náttúruauð- lindir sem bjóðast og við ís- lendingar geturn því borðað fisk án þess að ganga gegn jógamataræðinu. Allar breytingar þurfa þó að ger- ast hægt og safna þarf upp- lýsingum áður en kjötlaust fæði er tekið upp. Jógafræð- in mæla ekki með öfgum - sama í hvaða átt þær eru. Nýjustu upplysingar Jógafræðin eru mörg þúsund ára gömul og hafa staðist tímans tönn. Það er hins veg- ar ekki hægt líta alveg fram hjá þeim nýju upplýs- ingum sem hafa safnast um næringu og mataræði síðustu árin. Tökum sem dæmi nýjar upplýsingar um fæðusamsetningu sem Harvey og Marilyn Di- amond settu fram í bók sinni, I Toppformi. Nýjar upplýsingar um rétt matar- æði fyrir þinn blóðflokk eru mjög spennandi og út- skýra hvers vegna eins manns matur getur ver- ið annars manns eit- ur. Ayurveda fræðin eru líka mjög merkileg sérstaklega í nútímalegu samhengi Dr. Deepak Chopra. Aðal- atriðið er að nýta okkur þessar upplýsingar. Þær hafa allar eitthvað fram að færa og jafnvel er hægt að nota fleiri aðferðir saman. Höfundur er jógakennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.