Vikan - 25.01.2000, Blaðsíða 56
L ífsrey ns lusaga
Mömmustrákur
Það var eínmitt núna um jólin sem ég gafst upp. Mér var
nég boðið begar hann stéð upp frá jóiaborðinu til að
snatta fyrir mömmu sína. Kannski er hún búin að vínna, en
mér er alveg sama - ég get ekki meira.
Við Gunnar kynnt-
umst þegar við
vorum bæði tví-
tug. Ég varð rosa-
lega hrifin af honum því hann
var svo sætur og myndarlegur.
Gunnar hafði að vísu ekkert
skopskyn og ég saknaði þess
oft því að í minni fjölskyldu
grínast fólk mikið og hlær.
Hann var greinilega ekki van-
ur slíku og varð oft feiminn og
vandræðalegur þegar hann var
innan um okkur systurnar eða
aðra úr minni fjölskyldu.
Ég var samt hrifin af skap-
lyndi hans og mér fannst gott
hvað hann var góður og
hrekklaus drengur. Ég varð
ástfangnari af honum eftir því
sem ég sá hann oftar, hann var
svo góður og blíðlyndur og ég
var umvafin ást þegar ég var
með honum.
Þegar við höfðum verið saman
í nokkra mánuði fór ég með
honum heim til hans. Hann
var kominn af vel stæðu fólki
og var yngri af tveim bræðr-
um. Eldri bróðirinn var löngu
fluttur að heiman enda miklu
eldri en Gunnar. Foreldrar
hans voru bæði heima og það
var tekið ágætlega á móti mér.
Pabbi Gunnars var næstum
tuttugu árum eldri en mamma
hans og orðinn gamall maður,
en mamma hans var hin hress-
asta og það kjaftaði á henni
hver tuska. Hún var reyndar
mjög ópersónuleg við mig en
spurði mig mikið um ættir
mínar og uppruna og ýmislegt
sem mér fannst reyndar ekk-
ert koma henni við. Hún gaf
okkur kaffi og kökur og
kvaddi mig kurteislega áður
en Gunnar keyrði mig heim.
Það leið langur tími þangað til
ég sá fólkið hans aftur og ég
saknaði þess ekki. Mig grun-
aði samt ekki að það væri af
neinni sérstakri ástæðu.
Gunnar talaði ekkert um fjöl-
skyldu sína, en ég varð oft vör
við að hann væri í fjölskyldu-
boðum, að hann væri að dytta
að einhverju heima eða að
sendast eitthvað fyrir mömmu
sína.
Við opinberuðum trúlofun
okkar rúmu ári eftir að við
kynntumst og það var um
Verslunarmannahelgi. Gunnar
var búinn að segja foreldrum
sínum frá þessu og mér var
boðið í kvöldmat heim til hans
það sunnudagskvöld. Það var
ekki þægilegt kvöldverðarboð
og ég fann kulda frá tilvon-
andi tengdamömmu minni. Ég
reyndi að vera kurteis og sýna
mínar bestu hiiðar, bauðst til
að hjálpa til við matargerðina
eða að leggja á borðið en það
var afþakkað. Eftir matinn
bauðst ég til að hjálpa til við
uppvaskið en þá komst ég að
því að það var hlutverk Gunn-
ars á heimilinu og ég fékk að
hjálpa til við það. Þegar upp-
vaskinu var lokið fórum við
inn í stofu og settumst niður
við sjónvarpið með kaffibolla.
Tendamamma stjórnaði
greinilega öllu á þessu heimili
og það urðu allir að sitja og
standa eins og hún vildi. Ég sá
á Gunnari að það var ekki
heldur leyfilegt að stökkva
burt strax eftir kvöldmat og
við sátum þarna þegjandi í
klukkutíma áður en við höfð-
um okkur á braut. Ég ræddi
þetta ekkert við Gunnar, ég
tók þetta ekkert sérstaklega
nærri mér á þessum tíma.
Tíminn leið og ég kynntist
fjölskyldu hans betur. Jólin
voru alger martröð því Gunn-
ar fór í fjölskylduboð hvern
einasta dag en mér var ekki
boðið með, sennilega af því að
við höfðum þekkst í svo stutt-
an tíma. Ég sá hann varla öll
jólin og áramótin og ég var
mjög sár. Gunnar sagði að
þetta væri bara svona í sinni
fjölskyldu og þetta mundi allt
lagast þegar við værum gift.
Um vorið varð ég ófrísk og
við fórum að hugsa um að
byrja búskap. Um þetta leyti
var mér orðið Jjóst að tengda-
mömmu var ekkert sérlega
um mig gefið þótt hún talaði
ekki illa um mig. Ég fann bara
að henni var illa við mig og
kuldann lagði frá henni. Ég
varð því mjög hissa þegar hún
bauð okkur að láta innrétta
kjallarann svo við gætum byrj-
að að búa þar. Ég var svo inni-
lega grunlaus að ég hélt að nú
væri hún að mildast þegar von
væri á barni uppáhaldsstráks-
ins hennar.
Við fluttum inn í íbúðina um
haustið og það fór vel um
okkur,- þangað til að ég skildi
hvers vegna tengdamamma
vildi fá okkur inn. Það var ein-
faldlega til að geta haft Gunn-
ar áfram undir hælnum.
Við vorum ekki búin að vera
þar lengi þegar hann var far-
inn að eyða meiri tíma uppi
hjá mömmu sinni en í eigin
íbúð. Mamma hans var allt í
einu orðin svo mikill sjúkling-
ur (að eigin mati) að hann
þurfti sífellt að skreppa hitt og
þetta fyrir hana, vaska upp,
þvo gólfin, flytja húsgögn eða
mála.
Ég var verulega sár og svekkt
og eitt kvöld sprakk ég og grét
og kveinaði yfir því að mér
finndist hann sinna mömmu
sinni meira en mér. Gunnar
varð alveg eins og aumingi og
gat eiginlega engu svarað,
hann tautaði eitthvað um að
mamma hans ætti svo bágt,
hún væri svo einmana og lasin
og þar fram eftir götunum. Ég
sá þetta kvöld að Gunnar
myndi aldrei losna undan
áhrifamætti mömmu sinnar
meðan hann væri svona ná-
lægt henni.
Togstreíta
Tíminn leið og dóttir okkar
fæddist. Hún er nauðalík
pabba sínum og það líkaði
tengdamömmu. Mér fannst
eins og þetta væri hennar barn
en ekki mitt, hún ætlaði bók-
staflega að taka barnið af mér.
Hún keypti föt og vagn og
rúm og í staðinn fyrir þetta
vildi hún fá að hafa barnið
eins og henni sýndist. Hún
gekk meira að segja svo langt
að koma niður um miðjar næt-
56 Vikan