Vikan


Vikan - 25.01.2000, Blaðsíða 57

Vikan - 25.01.2000, Blaðsíða 57
ur ef barnið grét og ætlaði að taka hana með sér upp. Gunn- ar hélt áfram að sinna tveim heimilum og hann fór fljótlega að hlaupa með barnið milli hæða til að geðjast okkur tengdó til skiptis. Það sló í brýnu með okkur Gunnari þegar átti að finna nafn á barnið, hann vildi að hún yrði skírð í höfuðið á mömmu sinni, en ég vildi skíra hana eftir móðursystur minni sem ég var í sveit hjá sem barn. Það endaði með að dóttir okkar var skírð „út í loftið" og þá fyrst var ég búin að koma mér upp óvini fyrir lífstíð því tengdamamma varð ofboðs- lega reið og sár. Gunnar hafði beðið mig að giftast sér á jóla- dag þegar dóttir okkar yrði skírð, en sem betur fer neitaði ég því. Það var greinilegt að þetta sambýli gat ekki gengið og ég krafðist þess að flytja, ég gat einfaldlega ekki meira. Eg sagði Gunnari að þetta yrði lokatilraun til að koma sambandi okkar í lag, ég vildi fá að eiga hann ein og það myndi ég aldrei gera meðan við byggjum þarna. I sumar fluttum við svo í ann- að húsnæði. Við keyptum litla íbúð í öðru bæjarfélagi á Reykjavíkursvæðinu og þang- að fluttum við full eftirvænt- ingar. Gunnar vissi vel að við mamma hans háðum einvígi um athygli hans og ég var viss um að hann hafði valið okkur, mig og dóttur sína. Ég var viss um að nú myndi hann verða minn, sjálfstæður og stoltur. En því miður varð það ekki þannig. Við vorum varla búin að koma okkur fyrir þegar mamma hans veiktist og var Lesandi segir frá flutt á spítala. Ég fékk sam- viskubit og kvatti Gunnar til að heimsækja hana en það hefði ég kannski ekki átt að gera. Eftir nokkra daga var hún komin heim aftur og Gunnar var farinn að sendast í búðir og snúast fyrir hana í frí- tímanum. Hann tók dóttur okkar með sér „til að gleðja ömmu" og ég var aldrei spurð hvort það hentaði mér eða ekki. Ég sat á mér lengi vel, en löngu eftir að tengda- mamma var orðin heilbrigð og farin að vinna sinn hálfa vinnudag hélt þetta allt áfram. Alltaf átti mamma svo bágt að Gunnar varð að skreppa til hennar til að skúra, festa upp nagla, versla, skipta á rúmun- um eða eitthvað annað. Erfið aðuenta Það sló aftur í brýnu með okk- ur Gunnari rétt fyrir jólin. Hann þvældist með móður sína í búðir hvað eftir annað í desember til að hjálpa henni að velja jólagjafir, en þegar ég ætlaði að biðja hann að koma með mér í verlsun til að velja borðstofusettið sem við ætluð- um að kaupa okkur fyrir jólin hafði hann aldrei tíma. Svo fóru okkur að berast boð um matarveislur og fleira um jólin og Gunnar taldi það greini- lega skyldu sína að mæta í öll boð hans megin. Ég vildi auð- vitað líka sjá mína fjölskyldu og það endaði með að við rif- umst yfir því hvert ætti að fara. A endanum ákváðum við að vera heima á aðfangadags- kvöld, hjá foreldrum hans á jóladag en foreldrum mínum á annan í jólum. Þessi ákvörð- um var ekki tekin með gleði, en var samt sameginleg ákvörðun okkar sem ég ætlað- ist til að staðið yrði við. Tengdamamma varð alveg brjáluð og hringdi í mig dag- inn fyrir Þorláksmessu til að segja mér hversu óbilgjörn og frek ÉG væri. Á aðfangadagskvöld eldaði ég hamborgarhrygg og maturinn var verulega góður, við skreyttum allt litla heimilið okkar og kvöldið lofaði góðu. Rétt uppúr klukkan sex, þegar við vorum nýsest að hátíðar- borðinu hringdi síminn, það var tengdamamma. Mér brá þegar Gunnar fór í símann, ég var viss um að einhver væri dáinn. En svo var ekki. Það var ofninn hennar tengda- mömmu sem hafði gefið upp öndina. Hann hafði bilað og steikin var enn hrá, og hvert hringdi hún? Auðvitað í mömmustrákinn sinn sem brást strax við og bauð for- eldrum sínum í mat til okkar án þess að spyrja mig fyrst! Sem betur fer þáðu þau ekki boðið, en Gunnar stökk af stað frá hálfkláruðum matn- um til að hjápa mömmu sinni að tengja gamlan ofn sem var til í húsinu hjá þeim. Kannski er ég eitthvað skrýt- in, en þetta var kornið sem fyllti mælinn. Við Gunnar erum ekki gift og nú er ég komin heim til mömmu minn- ar með dóttur mína. Við ætl- um að selja íbúðina og ég mun kaupa mér aðra minni. Ég ætla ekki að binda mig aftur nema ég finni mann sem hefur sjálfstæða hugsun og elskar mig nógu mikið til að skríða undan pilsfaldi mömmu sinnar fyrir mig. Ath: rtafni mannsins hefur verið breytt Lesandi segir Jóhönnu Harðardóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni med okkur? Er eitthvaö sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þinu? Þér er vel- komiö aö skrifa eöa hringja til okkar. Viö gætum fyllstu nafnleyndar. I k iinilisl;m^iU er: Vikim - ..l.iTsrc'ynslusii^a". Seljar 2. 101 Kcvkjim'k. NT lliina: vik:in@l'ro(li.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.