Vikan


Vikan - 02.05.2000, Side 8

Vikan - 02.05.2000, Side 8
un í júlí 97. Það var gott veður úti og ég ákvað bara að líta við á deildinni þar sem ég þekkti mig nú svo vel og fara í skoðun. Það er augljóst að Hildi Björk finnst mjög erfitt að hugsa um þennan dag því hún lækkar róm- inn og segir: „Mér finnst afar erfitt að rifja upp þetta augnablik þegar ég fékk niðurstöðuna því þetta var svo dramatískt. Ég var vön að skrifa niður allar niður- stöður úr blóðprufum og þegar læknirinn kom og settist hjá mér skrifaði ég þessa niðurstöðu líka á blaðið, horfði svo á hana og sagði: Þetta getur ekki verið, ertu viss um að þetta séu mínar niður- stöður? Ég var búin að vera á fullu í líkamsrækt og vildi bara ekki trúa þessum niðurstöðum sem voru nákvæmlega eins og þegar ég veiktist í fyrra skiptið. Læknarnir vildu heldur ekki trúa þessu því þeim fannst ég líta svo vel út en daginn eftir fór ég í mergstungu og þá var grunurinn staðfestur. Ég var aftur komin með hvítblæði. Ég grét auðvitað yfir þessu en ég var fljót að setja upp einhverja brynju og þegar fólk kom til mín eða hringdi var ég í því að hug- hreysta fólk. Þetta snýst stundum svona við og krabbameinssjúk- „Ég yissi auðvitaft eftrr fyrri meðferftina aft Jíað gæti Acriftuft ég gæti ekki eignast biirn. Pin ég ýtti þeirri hugsiin reynd- ar alveg frá mér því ég hugsafti ineft uiér aft þaft lilyti aft konia eittlivaft gott lít úr þessnVillii.“ lingurinn sjálfur verður mjög sterkur en fólkið í kringum hann fellur saman.“ Bónorð á sjúkrabeði Til allrar lukku var vitað eftir fyrri veikindi Hildar að systir hennar, Ágústa Erna, gæti gefið Hildi merg sem alls ekki var hægt að ganga út frá sem vísu. „Merg- skipti voru í raun eina lækningin við sjúkdómnum sem ég var aft- ur komin með og því var mikill léttir að vita að Ágústa gæti gef- ið mér merg því við erum í sama blóð- og vefjaflokki. Slíkt er alls ekki sjálfgefið því það eru bara um 25% líkur á að maður eigi systkini sem getur verið merggjafi ef maður á fjögur al- systkini en ég á bara tvö alsystk- ini og því voru líkurnar ennþá minni. Læknarnir voru nokkuð von- góðir um að ég myndi læknast aftur. Ég vissi reyndar ekki, sem betur fer, fyrr en ég veiktist þarna aftur að það eru um 80% líkur á að maður veikist aftur ef maður fær bráðahvítblæði og fer í lyfja- meðferð. Bráðahvítblæði var al- veg bráðdrepandi hér áður fyrr og fólk dó á nokkrum vikum en nú er það sem betur fer mun við- ráðanlegra." Þrátt fyrir þungan dóm lækn- anna var líf Hildar ekki eintómt myrkur þessa daga því það má segja að hún hafi höndlað ham- ingjuna í veikindum sínurn. „Maðurinn minn bað mín þremur dögum eftir að ég greind- ist aftur. Ég var uppi í rúmi á sloppnum mínum og ég grét svo mikið þegar hann bað mín að ég gat ekki strax sagt „já“. Við fór- um á fjölskyldufund með lækn- unum sama dag og það tók eng- inn eftir hringnum fyrr en ég benti á hann. Það varð mikil gleði þegar fjölskyldan uppgötvaði að við höfðum trúlofað okkur og við fórum á Hótel Holt og skáluð- um í kampavíni. Ég fann því al- veg til gleðinnar þrátt fyrir að að- stæður væru erfiðar og ég gleymi þessari stund aldrei. Þetta var ljós punktur í veikindunum og svo giftum við okkur nákvæmlega ári síðar, segir Hildur og brosir. Veik í glasafrjóvgun Eftir úrskurð læknanna var svo ákveðið að Hildur færi til Sví- þjóðar ásamt systur sinni og maka í mergskipti. Áður en til þess kom fór Hildur þó í upp- byggingarmeðferð hérlendis sem og glasafrjóvgun sem var algjör- lega hennar hugmynd. „Þegar ég greindist aftur skaut aftur þeirri hugsun upp í kollin- um á mér að ég ætti engan af- komanda. Þess vegna vildi ég fá að vita hvaða möguleika ég hefði á að eignast börn. Ég vissi auðvit- að eftir fyrri meðferðina að það gæti verið að ég gæti ekki eign- ast börn. En ég ýtti þeirri hugs- un reyndar frá mér því ég hugs- aði með mér að það hlyti að koma eitthvað gott út úr þessu öllu. En þegar ég veiktist svo aft- ur ákváðum ég og maðurinn minn, að gefnu leyfi lækna, að fara í glasafrjóvgun til þess að eiga frjóvguð egg í frysti þegar ég væri orðin frísk aftur. Mér fannst það jákvætt í þessum veikindum að huga að framtíðinni með glasa- frjóvguninni í stað þess að vera bara að berjast við sjúkdóminn. Glasafrjóvgun er möguleiki sem fólk í mínum sporum gerir sér oft ekki grein fyrir, enda er þetta mál sem Kraftur þarf að skoða. Heilsan er gulls ígildi Hildur fór í mergskipti, lyfja- og geislameðferð í Svíþjóð og dvaldi þar í þrjá mánuði. Hún ber Svíunum vel söguna. Um- önnunin var til fyrirmyndar og ég og mínir nánustu fengum ná- kvæmar upplýsingar um allt sjúk- dómsferlið og hvað stæði til að gera. Svíarnir huguðu einnig vel að félagslega þættinum sem vant- ar svolítið hér heima því þeir hvöttu mann til þess að sitja ekki auðum höndum og ég fékk að teikna og mála á körfur sem ég gaf svo fjölskyldunni. Þetta var svona eiginlega eins og að vera að föndra á leikskóla en það dreifði huganum frá veikindunum, segir Hildur og hlær. Eftir að meðferðinni lauk tók við uppbyggingartímabil hjá Hildi þar sem hún fann vel fyrir því hversu sárlega vantar endurhæf- ingu fyrir krabbameinssjúklinga. „Ég kom heim rétt fyrir jól frá Svíþjóð en ég var auðvitað alls ekki orðin heil heilsu þótt með- ferðinni væri lokið. Ég hafði lést mikið og mér leið ekki vel og því bað ég sjálf um að fá að komast í einhvers konar endurhæfingu. Það varð svo úr að ég fór á Reykjalund í sex vikur í endur- hæfingu með hjartasjúklingum. Það gerði mér mjög gott og eftir það fór ég að stunda almenna lík- amsrækt til þess að halda áfram að byggja mig upp. Mér finnst hins vegar að ég hefði ekki átt að þurfa að ýta á það að ég kæm- ist í einhverja endurhæfingu. End- urhæfing krabbameinssjúklinga á að vera sjálfsagður hluti í kerf- inu. Hildur byrjaði svo að vinna sem íþróttakennari og einka- þjálfari í líkamsræktarstöðinni Þokkabót fyrir um einu og hálfu ári eftir að hafa eitt löngum tíma í uppbyggingu líkama og sálar. í dag er líf hennar að mestu leyti komið í sömu skorður og hjá okkur hinum, þ.e.a.s. vinna, borða, sofa og vonandi lifa lífinu til fulls. En hvaða áhrif hafa þess- ar raunir haft á lífssýn Hildar? „Lífsviðhorfin eru auðvitað allt önnur en þau voru áður hjá mér. Ég finn það enn betur núna hvað mér þykir ofsalega vænt um marga í kringum mig eins og fjöl- skylduna, vini og kunningja. Eft- ir svona veikindi gerir maður sér auðvitað líka grein fyrir því að góð heilsa og góðir aðstandend- ur eru það mikilvægasta sem maður getur átt. Allir veraldleg- ir hlutir skipta mann mun minna máli en áður. Manni verður í raun alveg sama um allar þessar efn- islegu þarfir og myndi glaður gefa nágrannanum allt innbúið ef heilsan væri í veði,“ segir HildurBjörk,formaður Krafts, að lokum. Æ 8 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.