Vikan


Vikan - 02.05.2000, Side 39

Vikan - 02.05.2000, Side 39
Vítamín við ýmsum kvill Vítamínþarfir líkamans eru ekki alltaf pær sömu og vissir kvillar krefjast sérstakrar fæðu og bætiefna. Hér á eftir fer listi yfir nokkra kvilla og uppástungur um bætiefni við beím. Gelgjubolur Reynt hefur veriö að meðhöndla gelgjubólur á ýmsan hátt, m.a. með röntgengeislum og sýklalyfjum. Náttúruleg með- höndlun sem er þess virði að reyna felst í því að taka eftirfarandi bætiefni: 1 fjölvítamín án steinefna á dag. 1 -2 E-vítamíntöflur á dag. 1 -2 A-vítamín, 6 daga vikunnar. 1 tafla þrisvar á dag af 50 mg af zinki. 3-6 hylki af Acidophilus. Fótsveppur C-vítamínduft er borið beint á sýkta svæðið. Haltu fótum þínum þurrum og eins of og mögulegt er þar til sýkingin er gengin yfir. Andremma Auk þess að bursta tennurnar og nota tannþráð er ráðlegt að taka inn: 1 chlorophylltöflu eða hylki 1-3 sinnum á dag. 3 acidophylushylki 3 sinnum á dag. 50 mg af zinki 1 -3 sinnum á dag. Frunsur Fátt er eins ergilegt og að fá frunsu þegar mikið stendur til. Gott ráð til að losna við frunsuna er að taka: 1000 mg af C-vítamíni kvölds og morgna. 3 hylki af acidophylus þrisvar sinnum á dag. E-vítamínolía, sem borin er á sýkta svæðið. Beínbrot Hafir þú beinbrotnað einhvern tímann, veistu hversu ergileg biðin er eftir því að brotið grói. Gott ráð við þessar aðstæður er að auka neyslu á kalki og D-vítamíni. 1000 mg af kalki og 400 alþjóðaeiningar af D-vítamíni eru góðir dagskammtar. Eg, um mig frá mér... Einbeittu þér af sjálfri þér í líkamsræktinni. Það skipt- ir engu máli hversu grönn, stælt eða falleg manneskjan við hliðina á þér er. Þú ætlar að einungis að koma þínum eigin líkama í gottform. Flugbreyta Þeirsem fljúga mik- ið á milli landa og tímabelta kannast við þau vandamál sem fylgja röskun á dægursveiflu líkamans. Til að hjálpa líkamanum að vinna á móti þessari röskun er gott að taka eftirfarandi bæti- efni. 2 B-kombín einu sinni ádag. 1 E-vítamín, tvisvar á dag. Lystarleysi Ef þú þjáist af lystarleysi er hugsanlegt að þig vanti hvítuefni. Borðar þú nóg af kjöti, fiski, eggjum mjólkurafurðum, sojabaunum og hnetum ? Ef ekki ættir þú að taka eina 50 mg B-kombíntöflu með hverri máltíö. Lystarleysi getur einnig stafað af A-vítamínskorti í fæðunni ef þú borðar lítið eða ekkert af fiski, lifur, eggjarauðum, smjöri, rjóma og grænu og gulu græn- meti. Þá er ráð að taka eina B12-vítamíntöflum með morgunmat og eina fjölstein efnatöflu. Svitaiykt Viðvarandi svitalykt getur stafað af skorti á B12-vítamíni hjá þeim sem borða ekki ölger, lifur, nautakjöt, egg eða nýru. Gott er að taka sömu bætiefni gegn svitalykt og við andremmu. Ekkert að óttast Láttu ekki hugmyndina um að hefja líkamsrækt hræða þig. Þjálfunin þarf ekki endilega að fara fram á líkamsræktarstöö með speglum út um allt og fólki í þröngum íþróttagöllum. Rösk og góð ganga um hverfið þitt gerir meira gagn en þjálfun með hálfum huga ' líkamsræktarstöð. Fjölbreytnin í fyrirrúmi Reyndu að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi. Ef þú æfir á lík- amsræktarstöð reyndu þá að fara í mismunandi tíma og gera síðan eitthvað annað um helgar. Þá er t.d. upplagt að fara í sund, út að skokka eða hjóla. Þ I Stl a Þjálfun með vinum Reyndu að stunda líkamsrækt sem þú getur stundað með vini eða vinkonu. Hvort sem þú skokk- ar, syndir, stundar jóga eða lyftir lóðum er auðveld- ara að halda sér við efnið þegar þú færð hvatn- ingu og félagsskap. Of hátt kólesteról Þeir sem eru með of hátt kólesteról ættu m.a. að borða ölger, rúsínur og melónur og taka 3 hylki acidophilus þrisvar sinnum á dag og 2-3 msk af lesitíndufti út á salöt. af Ganga frekar en akstur Notaðu hvert tækifæri til að fá ferskt loft og hreyfingu. Hjólaðu og gakktu út í búð og í vinnuna í stað þess að nota bílinn. r Dekurverðlaun Gerðu ferðina í líkamsræktarstöðina meirafreistandi með því aðtakat.d. meö þér gott húðkrem eða ilmolíu til að nota í gufubaði að loknum æfingum. Vikaii 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.