Vikan - 02.05.2000, Side 44
Gunnhildur Lily Magnúsdóttir þýddi.
HNEYKSIANLEGT BQNORB
„Bless, elskan, sagði Dirk
og hallaði sér að Lauru og
kyssti hana á munninn.
„Viltu að ég opni bíldyrn-
ar fyrir þig eins og sönnum
herramanni sæmir, bætti
hann við glettnislega."
mmm „Láttu ekki eins og
kjáni,“ sagði Laura.
„Þú verður bara blaut-
ur í þessu veðri,“ bætti
hún við.
„Ertu alveg viss um
að þú getir ekki hringt
í vinnuna og sagst vera
veik ?“ spurði Dirk
vongóður.
„Eg get það ekki,“
sagði Laura mæðulega
og kyssti hann á kinn-
ina. „Ætlar þú að ná í
mig eftir vinnu í dag ?“
spurði hún.
„Auðvitað. Ég verð mættur
með rauða dregilinn,“ sagði
hann.
Hún hló. „Allt í lagi, en
slepptu dreglinum. Þessi flotti
bíll þinn dugar mér alveg.“
Hún glotti. Lífið gat verið
stundum verið svo undarlegt.
Ef hún hefði vitað að Dirk
væri búinn að eignast þenn-
an svarta Jagúar þegar hún
kom heim í gærkvöldi hefði
hún aldrei farið inn og þá væri
hún heldur ekki svona of-
boðslega hamingjusöm í dag.
Laura leit á myndarlegan
eiginmann sinn. „Ég verð að
drífa mig,“ sagði hún.
Hann andvarpaði. „Getum
við ekki hist í hádeginu,“
spurði hann eftirvæntingar-
fullur eins og lítið barn. „Ég
gæti náð í þig og við gætum
farið á gistihús og svo...“
Hún dreif sig út úr bílnum
og reyndi að leyna þránni sem
hún fann vakna með sér. Hún
varð að drífa sig áður en hann
bræddi hana algjörlega. Hún
spennti upp regnhlífina og
sagði: „Ég er viss um að þú
hefur jafnmikið að gera í dag
og ég. Við sjáumst klukkan
fimm.“
Hún var enn brosandi þeg-
ar hún sá Claudiu standa
álengdar með hneykslunar-
svip.
Éaura varð vandræðaleg
eitt andartak en ákvað síðan
að slá þessu upp í grín.
„Sæl, Claudia, „ sagði hún
brosandi. „Hvernig hafðir þú
það um helgina? Ég skemmti
mér konunglega," bætti
Laura við kotroskin.
Claudia missti andlitið.
„En... en... var þetta ekki
eiginmaður þinn þarna í bíln-
um? Ég meina...“ spurði
Claudia furðu lostin.
„Jú þetta var Dirk,“ sagði
Laura eðlilega og naut þess
að sjá undrun Claudiu.
„Éruð þið tekin saman aft-
ur?“ spurði hún.
„Já,“ sagði Laura án þess
að hika.
Claudia varð hörkuleg í
framan. „Ég vona að þú vitir
hvað þú ert að gera,“ sagði
hún hæðnislega. „Ég veit að
Dirk er mjög myndarlegur
maður og gengur vel í starfi
en ef ég væri konan hans
myndi ég ekki horfa fram hjá
því sem hann hefur gert. J une
hefur sagt mér að hann sé
með nýrri konu í hverri viku.
Heldur þú virkilega að hann
ætli sér að segja skilið við
þetta spennandi piparsveina-
líf sitt til þess að taka saman
við þig? Þú heldur kannski að
þú sért sannkölluð guðs gjöf
í augum karlmanna en jafnvel
þú gætir misst sjarmann,"
sagði Claudia.
Laura fann hvernig henni
hitnaði hamsi. „En fallegt af
þér að gefa mér góð ráð í ást-
armálum mínum, Claudia,“
sagði hún reiðilega.
„Ég get kannski gefið þér
eitt ráð líka. Hvað ég geri í
mínu einkalífi er mitt mál og
bara mitt. En ég get samt upp-
lýst þig um það að þú veist
greinilega ákaflega lítið um
Dirk annað en það sem þessi
heimski einkaritari hans
fóðrar þig á. Þótt Dirk hafi
sést með öðrum konum er
ekki þar sem sagt að hann
hafi sofið hjá þeim. Ég get al-
veg sagt þér það að Dirk er
frábær og umhyggjusamur
maður, hlýr, tillitssamur og
ástríðufullur. Það þekkir eng-
inn þá hlið betur en ég og ef
ég vil líta fram hjá því sem
hann hefur gert á meðan við
vorum aðskilin er það mitt
mál en ekki þitt. Ég elska
Dirk og hann elskar mig. Svo
einfalt er það!“
Claudia leil grimmilega á
Lauru og reyndi ekki að leyna
reiði sinni. „Er það, já? Ef
hann elskar þig sýnir hann
það alla vega á mjög undar-
legan hátt. Þú ert kannski ein
af þessum konum sem kunna
því bara vel að farið sé með
þær eins og gólftuskur.
Mundu bara að ég varaði þig
við honum!“ sagði Claudia og
gekk í burtu.
Laura stóð enn í sömu spor-
um þegar Hester kom hlaup-
andi til hennar. „Líkt mér að
gleyma regnhlífinni í dag þeg-
ar það hellirignir. Þú lítur al-
veg einstaklega vel út, svona
eldsnemma á mánudags-
morgni, Laura," sagði Hest-
er glaðlega.
„Það finnst mér ekki,“
sagði Laura dauflega. Hún
var ennþá reið og sár út í
Claudiu.
„Þessi kjóll sýnir alla vega
aðeins meira af þínum fallega
vexti heldur en þessar form-
föstu dragtir sem þú ert
venjulega í,“ bætti Hester við.
Laura andvarpaði og leit á
frekar þröngan kjólinn. Dirk
hafði gefið henni hann fyrir
nokkrum árum og þegar hún
byrjaði að gramsa í fatahrúg-
unni á gólfinu í svefnherberg-
inu í morgun hafði Dirk rétt
henni þennan kjól.
„Vertu í þessum kjól og í
þessu innan undir,“ hafði
hann sagt og rétt henni svarta
samfellu með blúndum sem
hann hafði einnig gefið henni
fyrir löngu. Hún hafði ekki
farið í hana heillengi.
„Ég er nú ekki vön því að
fara í svona flottum nærfötum
í vinnuna,“ hafði hún sagt.
Hann hafði faðmað hana
og sagt: „Ég mun njóta þess
að hugsa um þig í vinnunni í
þessari þokkafullu samfellu.“
Auðvitað hafði hún ekki
getað staðist þessa bón Dirks.
En nú leið henni allt í einu
frekar illa í þessum klæðnaði.
Sennilega var það Claudiu að
kenna.
„Guð minn góður! Þú hitt-
ir Dirk síðastliðinn föstudag
til þess að ganga frá skilnað-
inum, var það ekki?“ spurði
Hester frekar hátt þegar þær
gengu inn í Fenwick Fashion
bygginguna. „Fyrirgefðu. Ég
ætlaði ekki að segja þetta
svona hátt en ég er alveg að
deyja úr forvitni. Hvað gerð-
ist hjá ykkur?“ bætti hún við
þegar hún sá að fólk starði á
þær.
„Förum inn á skrifstofu þar
sem þú getur sagt mér frá
þessu öllu,“ sagði Hester.
Laura andvarpaði. Hún
óttaðist að Hester yrði jafn-
hneyksluð og Claudia þótt
hún myndi sennilega ekki láta
það í ljós á sama hátt. En það
44
Vikan