Vikan


Vikan - 02.05.2000, Side 45

Vikan - 02.05.2000, Side 45
Miranda Lee var síður en svo auðvelt að komasl hjá því að segja Hest- er frá þessu. Laura ákvað því að það væri best að segja Hester allan sannleikann og þar á meðal frá ófrjósemi Dirks. „Þetta er nú allt saman frekar flókið mál,“ sagði Laura þegar hún hafði lokið við að segja Hester alla sól- arsöguna. „Þér finnst ég sj álf- sagt vera rómantískur kjáni en ég held að hann elski mig enn.“ Hester settist við skrifborð- ið en sagði ekki neitt. Laura sá samt að hún var áhyggju- full. „Allt í lagi, segðu mér hvað þér finnst,“ bað Laura. „Ég held að þú gætir haft rétt fyrir þér með það að hann elski þig enn en ég held samt að þú gætir lent í ógöngum í þessu sambandi." „Ég vissi að þú myndir segja eitthvað svona. Ég vissi það bara. Claudia sá mig stíga út úr bílnum hans Dirks áðan og hún sagði mér til synd- anna. Hún sagði nú næstum beint út að ég væri barnaleg og vitlaus að trúa því að þetta gæti gengið hjá okkur Dirk. Sennilega hefur hún rétt fyr- ir sér,“ sagði Laura. „Hún hefur ekki rétt fyrir sér ! Þú ert ein sú klárasta og skynsamasta kona sem ég hef hitt um ævina. Ef þú heldur að Dirk elski þig enn hefur þú sennilega rétt fyrir þér. En hann getur samt sem áður ekki gert þér barn og ég held að hann muni ekki breyta þeirri skoðun sinni að hann » vilji að þið verðið elskendur en ekki hjón. Eftir það sem þú hefur sagt mér sýnist mér að hann hafi nú verið dálítið villtur áður en þið kynntust. Kannski tókst þér að temja hann um tíma en þegar í harð- bakkann sló og samband ykk- ar lenti í ógöngum flúði hann af hólmi. Ég held að þú sért að taka mikla áhættu með því að taka aftur saman við Dirk.“ „Af hverju segir þú það ? Ef mér tókst að breyta hon- um áður mun mér takast það aftur,“ sagði Laura, pínulítið sár. „Kannski, kannski ekki. En ég hef nú ekki mikla trú á því að hann muni breytast til frambúðar. Ég held að hann hafi meint það fullkomlega þegar hann bauð þér að ger- ast ástkona hans. Hann þráir þig, á því er enginn vafi, en á mjög eigingjarnan hátt. Ef þú aðlagar þig að þessum tak- mörkunum hans verður þú kannski hamingjusöm en ég er ekki viss um að um lang- tímasamband sé að ræða.“ Laura hlustaði á Hester. Hún vissi að margt af því sem Hester hafði sagt hljómaði skynsamlega og rökrétt en hún var ekki tilbúin að horfast í augu við það. Dirk elskaði hana. Hún fann það á sér og einhver tilfinning innra með henni sagði henni að hún ætti að hlusta á hjarta sitt en ekki á Claudiu eða Hester. Það var líka hennar líf og hamingja sem var í húfi og því varð hún að taka ákvarð- anir um þetta sjálf. Hester andvarpaði. „Ég hef Vikan 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.