Vikan - 02.05.2000, Blaðsíða 51
Þvður sumarblær
fra LeClerc
hlýja
:CcS:
--...
Fátt jafnast á við það að skapa notalegt umhverfi inni á
heimilinu með fallegum húsgögnum. Furuhúsgögn eru ein-
staklega vel til þess fallin. Oft skortir líka á góða vinnuað-
stöðu inni á heimilinu sem allir geta notað jafnt. Gott
skrifborð, tölva og ein góð hirsla er í raun allt sem þarf og
fjölskyldan öll getur unnið sín verkefni þar. Það getur
einnig skipt sköpum fyrir einbeitinguna og afköstin að
umhverfið höfði fagurfræðilega til fólks vegna þess að því
hlýlegra og notalegra sem umhverfið er því betur gengur
vinnan. Börn og unglingar eru sama marki brennd og um
leið og þeim hefur verið sköpuð góð aðstaða er oft með
ólíkindum hversu mikið afköstin og viljinn til að vinna
eykst. I Línunni fæst geysimikið úrval fallegra og
vandaðra furuhúsgagna sem uppfylla fagur-
fræðilegar kröfur hvers og eins og því einstak-
lega hagkvæmur kostur í vinnuherbergi.
^OGENSE
Grennir
bæ,ir&fegrar
G°ttbia,.,, . ^ ^
s,1(„
Shm Ime tra Bogense er
próteinríkur en hitaeiningasnauð-
ur drykkur l'yrir þá sem vilja létt-
ast. Drykkurinn er fyrst og fremst
hugsaður sem hjálp til að aðlagast
breyttu mataræði og Bogense
leggur áherslu á að hann sé engin
löfralausn sem láti aukakílóin
hverfa án fyrirhafnar. Hægt er að nota
drykkinn á marga mismunandi vegu. Hann má nola í öll mál l.d.
í staðinn fyrir mat en alls ekki lengur en þrjár vikur í einu án samráðs við
lækni. Einnig er hægt að skipta úl nokkrum máltíðum fyrir drykkinn á
hverjum degi eða þú færð þér hann í staðinn fyrir máltíð þegar þig langar
til t.d. í staðinn fyrir morgunmal. Þannig nærðu árangri á þeim hraða sem
þér hentar. Þar sem duftið er bragðlausl þá velur þú þinn uppáhalds
ávaxtasafa og blandar honum við duftið þannig að drykkurinn bragðisl
vel. Með drykknum fylgir ítarlegur bæklingur þar sem bent er á aðhald í
mataræði og ýmsar fjölbreyttar leiðir við notkun drykksins.
Franska snyrtivörufyrirtækið LeClerc hefur sent frá sér sumarlínu í einstaklega
mildum og fallegum litum. Línan heitir Douceurs d’Éte sem þýðir á íslensku sunn-
anþeyr eða sumarblær og bera litirnir þess merki að þeir eru
að reyna að ná fram anda mjúkra, heitra vinda sumars-
ins. Safírblár litur Miðjarðarhafsins og mildur rós-
bleikur litur eru mest áberandi í augnskuggum og eru
bornir á krítarhvítt undirlag. En einnig eru mosa- og
grasgrænir augnskuggar og varagloss með nánast
gegnsæum gulum blæ. Sérfræðingar hjá LeClerc segja
að nýja línan marki stefnu þeirra á tuttugustu og fyrstu öld.
Gráir og svartir litir aldarinnar sem leið séu kvaddir um leið og
takmarkanirnar sem fólk setti sér. Nú láti fólk ekki stjórnast af
öðru en því sem höfðar til þess og hjálpar því að tjá persónu sína,
LeClerc veit að í fylgsnum hugans dreymdi alla um að nota fallega,
skæra liti en fáir þorðu. Á nýrri öld lætur enginn bábiljur stöðva sig og Douce-
urs d'Été sumarblærinn frá LeClerc er sérhannaður fyrir konur sem hafa ákveðið að hér
eftir muni þær eingöngu dansa eftir eigin nótum.