Vikan - 02.05.2000, Síða 61
kvikmyndahúsi. Þau voru sam-
flota öðrum bíl sem lífvörður
þeirra var í. Skyndilega var bíl
ekið í veg fyrir bifreið Önnu og
maður stökk út úr honum. Hann
reyndi án afláts að opna bflhurð-
ina sem Anna sat við en hún lét
sér hvergi bregða og ríghélt í
handfangið svo maðurinn gat
ekki opnað. Vegfarandi kom að-
vífandi og misskildi ástandið.
Hann hélt að bíll Önnu hefði
ekið á hinn bílinn og ökumaður-
inn væri bara svona reiður vegna
árekstrarins og reyndi því að
brjótast inn í bíl Önnu. Vegfar-
andinn tók eftir konunglegu bfl-
númerinu á bíl hennar og reyndi
að koma hinum „reiða“ í skilning
um þá óvirðingu sem hann væri
að sýna konunglegu fólki. Mann-
ræninginn var vopnaður og skaut
lífvörð Önnu sem særðist. Sá var
síðar heiðraður fyrir hugrekki
vegna þessa atviks.
Anna hefur frá árinu 1970 veitt
forstöðu sjóði sem heitir Björg-
um börnunum og hefur hún
heimsótt Afríku minnst 25 sinn-
um vegna starfs síns við sjóðinn.
Anna er mikil hesta- og
íþróttakona. Hún hefur hlotið
margvíslegar viðurkenningar fyr-
ir afrek á þeim sviðum í gegnum
árin. Hún keppti fyrir hönd Breta
á Ólympíuleikunum árið 1976.
Hún býr ásamt fjölskyldu sinni
að Gatcombe Park í Gloucters-
hire
Andrés Viorkálfur
Andrés Albert Kristján Ját-
varður fæddist 19. febrúar árið
1960. Móðir hans var orðin
drottning þegar hann fæddist.
Það hafði ekki gerst í 103 ár að
ríkjandi drottning eða konung-
ur eignaðist barn. Sagt er að
Andrés sé eftirlætisbarn móður
sinnar enda fjörugur og skemmti-
legur. Hann þykir þó hafa nokk-
uð grófa kímnigáfu.
Andrés kvæntist Söru Fergu-
son (f. 15. október 1959) þann 23.
júlí 1986 og hlaut þá nafnbótina
hertoginn af York. Þau eignuðust
tvær dætur sem heita Beatrice El-
ísabet María f. 8. ágúst 1988 og
Eugenie Viktoría Helena f. 23.
mars 1990.
Hjónaband Andrésar og Söru
var gott og hamingjuríkt fyrstu
árin en Sara þreyttist með tíman-
um á löngum fjarverum eigin-
manns síns. Andrés var löngum
að heirnan en starf hans hjá kon-
unglega sjóhernum krafðist mik-
illar fjarveru. Hann var heima hjá
sér í 46 daga á hverju ári. Andr-
és var þyrluflugmaður og barð-
ist á Falklandseyjum á sínum
tíma. Ýmsum fannst vegna kon-
unglegra tengsla hans að hann
ætti ekki að fara en Elísabet
drottning sagði að hann væri for-
ingi í hernum og ætti að fara
þangað eins og hinir foringjarn-
ir.
Sara Ferguson þótti koma með
hressandi andblæ inn í konungs-
fjölskylduna með fjörlegu fasi
sínu en með tímanum breyttist
álit manna á henni. Hún var tal-
in hafa gengið of langt með at-
höfnum sínum og orðum og að
lokum valdið konungsfjölskyld-
unni hneisu.
Andrés og Sara skildu að borði
og sæng í mars 1992 en löglega í
maí 1996. Sara leitaði sér hugg-
unar í örmum annarra manna
meðan á hjónabandi þeirra stóð.
f dag búa þau sitt í hvorri álm-
unni í húsi Andrésar, Sunninghill
Park, sem er í nágrenni Lundúna.
Þau eru perluvinir og hafa sam-
eiginlegt forræði yfir dætr-
unum. Um tíma var slúðrað
um að hún og Andrés tækju
saman aftur en samkvæmt
nýlegum fréttum af ástar-
málum Andrésar á hann að
vera yfir sig ástfanginn af
ástralskri ljósku, Emmu
Gibbs að nafni. Þau kynnt-
ust fyrir tveimur mánuðum
og hafa verið nær óaðskilj-
anleg síðan að sögn slúður-
blaðanna. Emma er á þrí-
tugsaldri og er sögð geta
hlegið að hræðilegu brönd-
urunum hans.
Andrés hefur alltaf ver-
ið hrifinn af íþróttum og
þykir nokkuð góður golfari.
Leikarimi.. «
latuarður
Játvarður Anton Rík-
harður Lúðvík fæddist þann 10.
mars 1964. Hann gekk til liðs við
fótgöngulið breska hersins, 22
ára að aldri, en líkaði það ekki og
hætti eftir þrjá mánuði. Filippus
faðir hans tók því illa og blöðin
voru neikvæð í skrifum sínum um
málið. Ekki skánuðu þau þegar
Játvarður ákvað að gerast leikari
og varð meðlimur í leikhópi
Andrew Lloyd Webbers. Kvik-
sögur um samkynhneigð Ját-
varðs efldust við úrsögn hans úr
hernum og þótt hann eignaðist
vinkonu fékk hann á sig þann
orðróm að sambandið væri sett
á svið. Þessar sögur hafa vonandi
þagnað algjörlega því þessi vin-
kona varð eiginkona hans þann
19. júní í fyrra. Hún heitir Sophie
Rhys-Jones, fædd 20. janúar
1965.
Játvarður fékk, einn systkina
sinna, leyfi drottningar til að „lifa
í synd“ með elskunni sinni og þau
Sophie bjuggu saman í nokkur ár
áður en þau giftu sig. Þau bjuggu
saman lengur en hjónaband
Andrésar og Söru entist. Drottn-
ing hefur líklega viljað að Ját-
varður kynntist tilvonandi maka
sínum vel til að koma í veg fyrir
að það sama henti hann og eldri
systkini hans þrjú, að hjónaband-
ið endaði með skilnaði.
Sophie hefur verið gagnrýnd
fyrir að halda áfram að vinna við
almannatengslafyrirtæki sitt eft-
ir að hafa gifst Játvarði. Nú maki
hún krókinn vegna konunglegra
tengsla sinna. Ef Sophie hefði
hætt að vinna hefði hún án efa
fengið gagnrýni fyrir að láta aðra
halda sér uppi.
Ef Andrés og Sophie ákveða
að fjölga mannkyninu verða börn
þeirra jarlsbörn en fá ekki kon-
unglegan titil. Ungu hjónin vildu
það sjálf og Elísabet varð við bón
þeirra.
Vikan 61