Vikan


Vikan - 11.07.2000, Qupperneq 7

Vikan - 11.07.2000, Qupperneq 7
að foreldrar ættu í mun ríkari mæli hafa það að leiðarljósi að viðhafa aðgát í nærveru sálar. Börnin hringdu til mín í vinn- una og voru í öngurn sínum. Ég rauk heim, keypti blaðið í leið- inni og við lásum það saman. Viðtalið var í sjálfu sér allt í lagi en vissulega hefði verið æskileg- ast að ég vissi af þessu fyrirfram til að geta undirbúið börnin. Eft- ir þetta hófst eineltið,“ segir Helga alvarleg. „Dóttir mín var á hinu viðkvæma unglingaskeiði þegar þetta gerðist, fjórtán ára gömul og hún tók þetta mjög nærri sér. Hún fór oft í miðbæ- inn um helgar, ásamt jafnöldrum sínum, og þá var henni iðulega sendur tónninn eða hlegið að henni. Það var oft bent á hana og kaliað: „Þarna er dóttir kyn- skiptingsins!" Þegar ég spurði hana hvernig henni liði þá sagði hún: „Ég hlæ með, mamma, en ég græt innra með mér.“ Stundum var hún spurð: „Er pabbi þinn virkilega að láta breyta sér í keri- ingu?“ Hverju gat hún svo sem svarað? Hún gat bara reynt að sýnast köld og slegið öllu upp í grín.“ Fannstu aldrei þessum til- hneigingum Kristjáns meðan á hjónabandinu stóð? „Jú, jú, auðvitað gerði ég það. En það var í mínu tilfelli eins og hjá öðru fólki þegar einhver vandamál eru í hjónaböndum, ntaður reynir að ýta þeim eins langt frá sér og mögulegt er. Hann var líka úti á sjó stóran hluta ársins og það hjálpaði til við að loka augunum fyrir þessu. Kynskiptaaðgerð hans kom mér því ekki mjög á óvart, þetta hafði meira að segja komið til tals löngu áður en við skildum. Kristján, eða Anna, er bráð- greindur og var ailtaf efstur í sín- um bekk. Hann hefði í raun átt að halda áfram sínu námi en hann var kominn í Háskólann í lögfræði áður en hann fór út. Fólk hefur kannski ekki þessa mynd af honum en hann er mjög vel gefinn og ég mundi segja að þegar hann var barn hafi hann verið það sem kallað er afburða- greindur. Hann hefur líka gífur- iegan áhuga á ættfræði. Það liðu síðan nokkur ár frá þessu viðtali í Pressunni og allt var með kyrrum kjörum. Ég fékk að vísu nokkrar blaðaúrklippur sendar frá Noregi þar sem fjall- að var um kynskiptaferli Krist- jáns og frétti af sjónvarpsþætti um hann í Svíþjóð en ekkert af því snerti mig eða börnin neitt. Þetta hjó ekki svo nærri okkur þar sem hann bjó erlendis og eng- in umfjöllun var í íslenskum fjöl- miðlum. Þó var á þessu ein und- antekning en það var viðtal í norsku dagblaði þar sem var birt mynd af Kristjáni með dóttur sína þegar hún var lítil. Hún varð mjög slegin og sár vegna þessa og hefur ekki fyrirgefið þennan at- burð ennþá. Það næsta sem gerðist var að hann tilkynnti komu sína til ís- lands og óskaði eftir því að fá að hitta börnin. Hann var þá ekki búinn að fara í neina aðgerð en var búinn að vera á hormónalyfj- um í mörg ár sem smám saman breytir líkamanum. Röddin verður t.d. ekki eins djúp og vaxt- arlagið breytist einnig, það verð- ur mýkra og fyllra. Ég leitaði ráða hjá skólasálfræðingum og sérfræðingum til þess að búa börnin eftir bestu getu undir það að hitta pabba sinn sem væri orð- inn breyttur maður.“ „Ástæðan fyrir bví að ég kem nú fram í við- tali er fyrst og fremst sú að börnin mín óska eftir bví að bau og litlu börnin beirra fái framvegis frið fyrir fjölmiðium.“ Var ekki áfall að hitta Krist- ján á þesssu stigi málsins? Helga hugsar sig um og segir: „Ekki svo mikið, það var í lagi þegar hann kom fyrst. Það var allavega ekki svo erfitt fyrir mig og örugglega auðveldara en fyr- ir börnin þótt að sjálfsögðu hafi okkur öllum brugðið nokkuð. Ég hafði undirbúið börnin eins og hægt var en þau voru 10, 15 og 17 ára gömui um þetta leyti. Þau höfðu þá ekki séð pabba sinn í 6-7 ár. Fyrst eftir að Kristján fór Helga og Steinunn Hjartardóttir, hótelstýra, á góðri stundu. Það eru alltaf ný- bökuð, heit smá- brauð á boðstól- um á Hótel Flókalundi. utan voru útbúnir pappírar þess efn- is að það væri hægt að koma f veg fyr- ir að hann fengi að hitta börnin þegar hann kæmi heim á meðan þau væru svona lítil. En nú voru þau orðin það stór að ég ákvað að láta reyna á þetta. Með því móti var ég að hugsa um það sem væri börnunum fyrir bestu og líka um tilfinningar hans. Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun hjá mér þótt endur- fundirnir og allt í kringum þá hafi verið erfitt. Ég vissi að það hlaut hvort sem er að koma að þeirri stundu að krakkarnir hittu pabba sinn og ég áleit heppilegast að það gerðist í rólegheitunum með góðum undirbúningi. En það skal tekið fram að þá var heldur ekki neitt fjölmiðlafár í gangi. Ég hef aldrei viljað kynda und- ir fordómum af nokkru tagi hjá börnunum mínum, jafnvel ekki þótt pabbi þeirra gerðist kyn- skiptingur. Ég held að mér hafi tekist að sneiða hjá því en hins vegar hafa þau verið mjög reið pabba sínum fyrir að vera svona mikið í fjölmiðlum. Þau voru í raun ekki reið yfir því að pabbi þeirra gengist undir þessa aðgerð heldur beindist reiði þeirra fyrst og fremst að tillitslausri umræðu í blöðum og sjónvarpi. Kristján, eða Anna eins og hann heitir í dag, á að sjálfsögðu rétt á að iifa lífi sínu eins og hann kýs en það vill gleymast í æsifréttamennsk- unni að börnin hans og aðrir fjöl- skyldumeðlimir eiga fullkomlega sama rétt. Börnin mín urðu óskaplega reið nýlega þegar birt- ist viðtal við pabba þeirra í mjög útbreiddu tímariti. Þau eiga sjálf börn og vilja ekki að hann hafi of mikið samband við þau. Hann hefur fengið að sjá börnin og það er allt í lagi en þau geta ekki lit- ið á hann sem ömmu barnanna. Það kemur náttúrlega ekki til greina í þeirra huga að pabbi sé orðinn amma. Það sem þau eru reiðust út af voru þau ummæli hans að hann fengi að spilla barnabörnunum og skilaði þeim svo aftur í hendur foreldranna. Þau voru mjög óánægð með að hann væri að gefa í skyn að hann væri að passa barnabörnin. Sann- leikurinn í málinu er að hann hef- ur fjórum sinnum fengið að hitta tveggja ára gamalt barnabarn sitt og dóttir mín segir að hann muni aldrei koma til með að vera álit- inn afi barnsins, hvað þá amma! Það eru svo margar sálir sem koma að þessu máli, börnin mfn, barnabörn og einnig tengdafjöl- skyldurnar sem hafa reynst okk- ur einstaklega vel í þessum erf-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.