Vikan - 11.07.2000, Blaðsíða 22
Sólveig Jakobsdóttir só spennandi möguleika á notkun tölva í skólastarfi
FRUMKVÖDULL í SKÓLASTARFI
breiðast út í þjóðfélaginu þá var
ekki mikið um tölvur í skólunum.
Eftir að ég lauk námi byrjaði ég
að kenna við Kvennaskólann í
Reykjavík. Samkennari minn
þar, Sævar Hilbertsson, sem
starfaði einnig við Apple umboð-
ið, mætti einn daginn með Mack-
intosh tölvu og kynnti fyrir okk-
ur kennurunum. Ég heillaðist
gersamlega af þessu fyrirbæri,"
segir Sólveig og bætir við: „Pað
var ekki aftur snúið og ég fór að
fikra mig áfram með tölvurnar í
kennslu." Sólveig og eiginmað-
ur hennar, Jón Jóhannes Jónsson
læknir, ákváðu að fara í fram-
haldsnám til Bandaríkjanna.
„Við stunduðum nám við
Minnesota háskóla í Minneapol-
is og vorum með 5 ára dóttur
okkar, eignuðumst svo aðra dótt-
ur ári áður en ég kláraði meist-
araprófið og var svo komin sjö
mánuði á leið af drengnum okk-
ar þegar ég varði doktorsritgerð-
ina mína,“ segir Sólveig og kím-
ir. „En ég sá svo sannarlega ekki
eftir að hafa drifið mig í þetta.
Auk mikillar þekkingaröflunar
þá hafði námið mjög jákvæð áhrif
á sjálfa mig, bæði hugsun, náms-
og vinnuaðferðir og samstarfs-
hæfni. Mér finnst í raun óhugs-
andi að ég gæti sinnt mínum
störfum við KHÍ á nýju sviði í sí-
felldri þróun án þeirrar breytinga
sem urðu á mér sem persónu."
Spennandi próun fjar-
kennslu
Fjarkennsla, sem á sér nokk-
uð langa sögu og fór lengi fram í
bréfaskólum, hefur nýlega rutt
sér mjög til rúms með þróun
tækninnar. En telur Sólveig að
fjarkennslan, tölvurnar og netið
muni á einhvern hátt breyta
skólastarfi frá því sem við þekkj-
um nú?
„Pað er dálítið hættulegt að
spá fyrir um þessa hluti. Það eru
í raun og veru alræmt hvað sér-
fæðingum tekst illa að spá fyrir
um þróun og nýtingu á hinum og
þessum tækjum og tólum ekki
síst í menntageiranum. En ef ég
reyni nú eitthvað að hætta mér út
á þessa hálu braut þá eru mjög
spennandi hlutir að gerast t.d. í
fjarkennslunni þar sem verið er
að prófa sig áfram með tæknina
og netið. Fjarkennsla er t.d. að
færast neðar í skólakerfið og ger-
ir kleift að opna það meira, bæði
að fá inn gesti og að hafa sam-
skipti við aðra hópa erlendis og
innanlands. Netkennslan opnar
þannig glugga út úr
skólastofunni og nem-
endur og kennarar
ættu að geta orðið víð-
sýnni þar sem þeir
hafa betri aðgang að
efni og hópum og
tengjast jafnvel betur
atvinnulífinu en hefur verið.
Fjarkennslan hefur einnig áhrif á
kennsluhættina, sem hafa víðast
hvar mjög lengi staðið í stað,
námið virðist verða verkefna-
miðaðra og það verður æ algeng-
ara að námsmat fari ekki fram
með hefðbundnum hætti eins og
með prófum heldur eru verkefni
nemenda metin. Verkefnum er
safnað saman í nokkurs konar
sýnismöppu og svo er vefurinn
auðvitað notaður til að birta verk
nemenda. Það að fólk sé ekki að-
eins að búa til eitthvað sem ein-
ungis kennarinn sér hefur áhrif
kennslufræðilega. Að hafa slíka
möppu til að vísa til getur einnig
komið sér vel í atvinnuleit."
Sólveig segir staðkennsluna þó
áfram mjög mikilvæga. „Við
erum félagsverur og þó að við
fáum útrás fyrir félagsþörf okk-
ar að einhverju leyti með netsam-
skiptum, eða fjarfundum, þá
koma þau aldrei í staðinn fyrir að
hitta fólk í eigin persónu. Ég
kalla reyndar staðbundnu
„Við erum félagsuerur og bó að
víð fáum útrás fyrir félagsbörf
okkar að einhuerju leyti með net-
samskiptum, eða fjarfundum, pá
koma pau aldrei í staðinn fyrir að
hitta fólk í eígin persónu. “
Enginn má sköpum renna
segir gamall málsháttur og
uíst ætlaðí Sólueig Jakobs-
dóttir sér aldrei að verða
kennari. Sú varð nú samt
raunin. Sólveig lauk doktors-
námi í uppeldis- og mennt-
unarfræðum með áherslu á
tölvunotkun í skólastarfi. Nú
kennír hún verðandi og starf-
andi kennurum margt um
notkunarmöguleika tölvunnar
í skólastarfi auk bess sem
hún stundar rannsóknir á
bessu suiði.
Solveig segist luifa
heillast algcrlega af
Makkanuni. Hér er
luin í tölvustofunni í
Kcnnaraháskólanum,
Ég tel reyndar enn að fá störf séu
erfiðari og valdi meira álagi en
kennarastarfið - á hinn bóginn
eru fá störf meira gefandi þegar
vel tekst til.
Ég hafði mikinn áhuga á stærð-
fræði og raungreinum en eftir að
hafa beitt útilokunaraðferðinni
ákvað ég að lokum að fara í jarð-
fræði. Á miðju þriðja árinu eign-
aðist ég mitt fyrsta barn og í kjöl-
far þess fór ég að hafa meiri
áhuga á uppeldisfræðunum. Ég
hafði gaman af að kenna dóttur
minni og læra af henni auk þess
sem ég hafði fengið tækifæri til
þess að flytja nokkur erindi og
taka að mér aukakennslu. Smám
saman fór afstaða mín til kenn-
arastarfsins að mildast því mér
fannst þetta allt svo skemmtilegt.
Það má því e.t.v. segja að örlög-
in hafi ætlað mér að verða kenn-
ari“, segir Sólveig og brosir.
Heillaðisi af Makkanum
Þegar Sólveig var í kennslu-
réttindanáminu vaknaði áhugi
hennar á tölvum. „Við fengum
þar stutta kynningu um forritun-
armálið LOGO en þróun þess
leiddi af sér stóraukna tölvunotk-
un í ameríska skólakerfinu.
Kváðu sumir svo fast að í byrjun
að LOGO myndi gjörbylta
skólakerfinu en sú varð nú ekki
raunin. Hins vegar voru margir
sem sáu í þessu spennandi mögu-
leika og þar á meðal ég. Þrátt fyr-
ir að tölvunotkun væri farin að
-.M
Sólveig hlær innilega þeg-
ar hún segist lengi hafa
verið harðákveðin í að
verða aldrei kennari.
„Minningar mínar úr gagnfræða-
skóla voru þess eðlis að mér
fannst þetta starf ekki liggja fyr-
ir mörgum og mér fannst hræði-
legt hvað aumingja kennararnir,
reyndar með nokkrum góðum
undantekningum, höfðu lítil tök
á bekknum mínum, sem var nú
kannski sérstaklega erfiður. Ég
held því að sú ákvörðun mín um
að verða aldrei kennari hafi haft
eitthvað með það að gera að ég
vildi aldrei þurfa að lenda í þess-
um sporum, mér fannst sem þetta
starf hlyti að vera kvöl og pína.
22
Vikan