Vikan


Vikan - 11.07.2000, Qupperneq 25

Vikan - 11.07.2000, Qupperneq 25
með hverjum mat. Umræðuefni í matarboðum eða í kokkteilpartíum geta verið fjölbreytileg en þú skalt aldrei brydda upp á samræðum um stjórnmál, fjármál, trúmál eða veikindi í fínum boðum. Ef þú sérð einhvern afskiptan, t.d. í kokkteilboði, er það skylda þín sem gests eða gestgjafa að tala við hann. Argasta ókurteisi er að láta aðra gesti finna að þú sért betur að þér en þeir í siða- reglum. Þú veist að þú ert betri og þarft ekki að vekja sérstaka athygli á því. Þá ber þér að að- stoða fólk (sem þarf á því að halda) á lítið áberandi hátt og láta því líða vel. Það þykir mjög gróft að tala um peninga. Einnig að láta það koma skýrt í ljós að þú hafir svo mikið vit á öllu. Ann- aðhvort áttu mikla peninga og hefur vit á hlutum eða ekki. Sýndu öllum sömu virðingu. Alls ekki naga nein bein nema þá kannski kjúklingabein. Sagt er að Viktoría drottning í Bretlandi hafi eitt sinn nagað kjúklingabein í formlegri veislu. Orð hennar og gjörðir voru lög og samstundis varð kjúklingabeinanögun leyfð. Sjálfsagt er að taka tillit til út- lendinga í boðum og tala t.d. ensku. Ekki má þó gleyma þeim Islendingum sem ekki tala ensku og hjálpaðu þeim við að fylgjast með samræðum eða spjallaðu við þá. Sums staðar eru bornar fram litlar skálar með vatni til að fólk geti skolað fingur sína. Sumir kaila þetta skolskálar sem er fremur ljótt orð og á ekki við. Tungumál hnífaparanna eftir matinn Hnífapörin snúa að þér og liggja saman: Ég er södd/- saddur. Bil á milli hnífaparanna: Mig langar í meiri mat. Sumir segja að þegar fólk setji hnífapörin saman og lát- Á mörgum fínni vcitingastöðuni er gaffallinn látinn snúa niður og inunnþurrkan lítið lirotin. Ef |>ú hcfur bil á inilli linífaparanna á diskinum vcrður |ijónninn að spyrja þig hvort þú viljir inciri niat. Ef þú hcfur borðað nægju þína skaltu láta hnífapörin sam- an. Muiulu að það cr injög dónulcgt að tala í GSM símann þinn ytir borðuni. Slökktu á lionuin. 'r i þau vísa til hægri þýði það að því hafi líkað maturinn. Ef hnífapör- in vísi til vinstri hafi því fundist maturinn vondur. Kveðjur • Norðurlandabúar kveðja með því að kyssa á aðra kinnina. • Suður-Evrópubúar kyssa á báðar kinnar. • Rússar eru frægir fyrir að ganga enn lengra og kyssa þrisvar eða oftar. • Bandaríkjamönnum finnst gróft að kyssa eða snerta hálfókunnugt fólk. • Ekki sjúga upp í nefið ná- lægt Þjóðverjum. Þeim finnst það viðbjóðslegt en snýta sér þó með tilheyr- andi óhljóðum og subbu- gangi við matarborðið. Ný- legar rannsóknir benda til þess að það sé mun hollara að sjúga upp í nefið en að strá sýklum yfir umhverfið með því að snýta þeim út um nefið! Allt er þó best í hófi. R.S.V.P. í boðskortum má oft sjá staf- ina R.S.V.P. Þetta er skammstöf- un „Repondez sil vous plait“ og merkir að gestir séu beðnir um að staðfesta komu sína eða láta vita ef þeir komast ekki. BorösKrevtípgar og alfoíS9 a ae *e9í9a Þú leggur aldrei á borð nema Gömul íslensk sueiiagesirlsnl Myndarlegar húsmæður báru gestum sínum oft 10 „sort- ir" af tertum. 1 stað þess að ýta þeim að þér störðu þær á þá köku sem þú varst ekki búin(n) að smakka á þar til þú gast ekki annað en fengið þér sneið. Svona gekk þetta þar til þú varst búin(n) að bragða á öllunt „sortunum". fyrir fimm rétti þótt silfrið þitt dugi í 30 rétta máltíð. Matur- inn á að vera aðalat- riðið þannig að ekki er gott að ofskreyta borðið. Blómaskreyt- ingar mega ekki vera það háar að fólk eigi í erfiðleikum með að sjá hvert annað fyrir þeim. Kerta- ljós á ekki að vera í augnhæð, annað- hvort eiga kertin að vera töluvert lægri eða hærri. h | K Ú Formleg veisia - lagt á borð (sjá mynd) t Munnþurrka 2. Fiskigaffall 3. Aðalréttargaffall 4. Salatgaffall 5. Súpuskál og undirdiskur 6. Aðalréttardiskur 7. Aðalréttarhnífur 8. Fiskihnífur 9. Súpuskeið 10. Brauðdiskur (minnst 5 sentímetra frá borðbrún) 11. Brauðhnífur 12. Eftirréttarskeið og kökugaffall 13. Vatnsglas 14. Rauðvínsglas á fæti 15. FIvítvínsglas á fæti Gemsaboðorðin tíu 1 Hlífðu fólki við einkasímtölum þínum. Fólk á að geta staðið í biðröð í banka, setið í strætisvagni, verið í leigubíl eða í mat- arboði án þess að þurfa að hlusta á einkamál þín. 2. í guðanna bænum hafðu hringinguna á símanum þínum skemmtilega. Frekjuleg hringing eins og „La Cucaracha", upp- hafsstef fimmtu sinfóníu Beethovens eða eitthvað Bee Gees diskólag er óþolandi og stressar alla upp úr skónum. 3. Slökktu á símanum þegar þú ferð íbíó, í leikhús eða á aðra list- viðburði. 4. Ekki hafa nema tvo gemsa á þér í einu. 5. Ekki tala ígemsann þinn á meðan þú ert að aka bfl. Það er stór- hættulegt, bæði þér og öðrum, því athyglin á að vera bundin við aksturinn og ekkert annað. 6. Það þykir dónalegt ef þú talar í gemsann þinn, með því að vera með handfrjálsan búnað, í návist vina þinna. Enginn get- ur vitað hvort þú ert hér eða þar. 7. Notaðu sama raddstyrk þegar þú talar í GSM-símann þinn og aðra síma. Sumir hækka röddina óþarflega mikið þegar þeir tala í gemsann sinn. 8. Reyndu að verða ekki háð/ur gemsanum þínum. Af augljós- um ástæðum er mjög óhollt að vera í stöðugum samskiptum við fólk og fá aldrei frið. Notaðu gemsann eins og þú vilt í vinn- unni en þegar heim er komið skaltu slökkva á honum. 9. Ekki monta þig af nýja símanum þínum á áberandi hátt. Fátt er hallærislegra en sagan af gaurnum sem var að tala hástöf- um í gemsann sinn í biðröð í banka. Hann talaði um milljóna- viðskipti sín við einhvern á hinum enda línunnar. Fólk í bið- röðinni var farið að horfa á þennan viðskiptajöfur með öf- undarblandinni aðdáun þegar síminn hans hringdi! í stað þess að bera sig mannalega og segja við þykjustuviðmælandann að hin línan væri að hringja, roðnaði hann og blánaði á með- an hann svaraði í símann sinn. Viðstaddir glottu í kampinn. 10. Ekki skella gemsanum þínum á borðið á veitingastaðnum svo þú getir svarað fljótt ef hann hringir. Þetta er ekki Villta vestr- ið og þú ert ekki skytta sem þarf að vera viðbúin með byss- una sína. Hafðu gemsann í vasanum eða töskunni. Þú heyrir jafn vel í honum þar og á borðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.