Vikan - 11.07.2000, Side 30
Keri Russell hefur lilotið niikið
lof fyrir leik sinn sem Felicity og
iiiiiut inín Goidcn Giobc
verðlaunin fyrir þaft
hlutverk í fyrra.
vera talsvert flókin eins og hjá
Felicity því hún átti í mikilli
tilfinningakreppu þegar hún
hætti með kærasta sínum til
margra ára, leikaranum Tony
Lucca, og vildi ekki segja frá
því að þau væru hætt saman.
Nú er það hins vegar opinbert
að hún er komin með nýjan
kærasta, (sem hún vildi halda
leyndum), Scott Speedman
sem leikur Ben í Felicity.
Keri er tuttugu og fjögurra
ára gömul, fædd 23. mars
1976 í Arizona. Faðir hennar
er yfirmaður hjá Nissan-bíla-
fyrirtækinu í Bandaríkjunum
og starfaði víðs vegar um
Bandaríkin á uppvaxtarárum
Keriar sem olli því að hún
flutti oft á milli staða.
Hún lauk menntaskóla-
námi í Denver en flutti þá til
Kaliforníu til að freista gæf-
unnar.
Vinkona Mikka músar
Keri var þó alls ekki ókunn
listagyðjunni áður en hún
flutti til Kaliforníu því hún
lagði stund á ballett og nú-
tímadans á námsárum sínum
í Denver þar sem hún var
fyrst uppgötvuð. Hún var líka
góður námsmaður og virðist
lík Felicity að því leyti að hún
tók námið alvarlega og var
metnaðargjörn.
Hún byrjaði feril sinn sem
fyrirsæta fyrir vörulista þeg-
ar hún var þrettán ára gömul
en leiddist fyrirsetan og fór að
leika í auglýsingum. Sama ár
bauðst henni hlutverk í þátt-
um frá Walt Disney um
Mikka mús og félaga og lék
hún í þeim þáttum í þrjú ár.
Fyrsta kvikmyndahlutverk-
ið kom þegar Keri var sextán
ára þegar hún lék í Walt Dis-
ney myndinni, Elskan ég
stækkaði barnið, (Honey I
Blew Up The Kid).
Eins og áður sagði
hefur Keri Russell
vakið mikla athygli
fyrir leik sinn í
Felicity og virðast þættirnar
hafa opnað henni dyr inn til
fræga fólksins í Hollywood.
Felicity í samnefndum þátt-
um er vel gefin og alvarlega
þenkjandi stúlka sem á í ýms-
um tilfinningaflækjum. Keri
sjálf virðist að sumu leyti ekki
vera svo ólík vinkonu sinni
Felicity sem hún hefur túlk-
að af talsverðri dýpt.
Ástamál Keriar virðast
Þættirnir um skólastúlkuna
Felicity sem sýndir eru á Stöð 2
hafa notið mikilla vinsælda og
aflað aðalleikkonunni, (Keri
Russell), frægðar og frama. í
stuttu máli fjalla bættirnir um
Feliclty um hóp skólakrakka í
New York sem eru að hefja há-
skólanám. Lífið virðist ganga að
miklu leyti út á aðra hluti en nám
hjá heim, hví bættirnir taka fyrst
og fremst á málefnum eins og
samskiptum kynjanna, ástinni,
kynlífi, fjölskylduvandamálum og
leit krakkanna að sjálfstæði og
auknu sjálfstrausti. Felicíty er í
undirbúningsnámi fyrir læknis-
fræði og kom upphaflega til New
York til að eltast við æskuástina
sína Ben (Scott Speedman) sem
hefur bví miður lítinn áhuga á
henni. Sem betur fer eignast
Felicity góðan kærasta og
trausta vini með tímanum.
30 Vikan
Stðra tækifærið
Frá Walt Disney fór Keri
til sápuóperukóngins Aaron
Spelling (Beverly Hills 90201,
Melrose Place o.fl.) þar sem
hún lék í eitt ár í sápuóper-
unni Malibu Shores.
í millitíðinni hafði Keri
leikið í fjórum lítt þekktum
kvikmyndum sem sennilega
hafa ekki ratað hingað upp á
klakann.
Stóra tækifærið kom svo,
eins og áður, sagði þegar Keri
hreppti hlutverk Felicity árið
1998. Felicity virðist hafa
opnað dyrnar að Hollywood
fyrir Keri því nú hefur hún
nýlokið við að leika í róman-
tískri dans- og gamanmynd
sem heitir Mad about Mam-
bo og er framleidd af David
A. Kelly, framleiðanda Ally
Mcbeal-þáttanna.
Keri Russell:
-Hún var skírð í höfuðið á
afa sínum sem heitir Kermit,
eins og froskurinn í Prúðu-
leikurunum!
-Hún var „rekin“ úr skát-
unum fyrir að fara of mörg
handahlaup. Skrýtnir þessir
Ameríkanar!
-Hún átti eitt sinn í ástar-
sambandi við leikarann Joey
Lawrance sem hætti víst með
leikkonunni Jennifer Love
Hewitt til að byrja með Keri.
-Hún er mikill bókaormur
og segist eiga sínar bestu
stundir með bók í hönd.
-Hún sýndi dans á heims-
sýningunni (Expo) með ball-
ettflokki sínum í Sydney í
Ástralíu árið 1988.
-Margir öfunda hana af fal-
lega krullaða hárinu sem er
reyndar stutt um þessar
rnundir. Söngfuglarnir Britn-
ey Spears og Christina
Aguilera fengu sér báðar
permanent til að líkjast Keri
þegar þær léku allar saman í
Mikka mús þáttunum árið
1988.
Felicity og vinir
hennar glíma við
ýmis vandamál sem
fylgja því aft verða
fullorðin.
texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir