Vikan


Vikan - 25.07.2000, Blaðsíða 8

Vikan - 25.07.2000, Blaðsíða 8
brunatilfinningu á húðinni því við spiluðum svo hátt,“ segir þessi rólyndismaður hlæjandi. „Svo spilaði ég reyndar einnig með ýmsum ballhljóm- sveitum en það var frekar hugsað til að hala inn auka- pening. Sú hljómsveit sem ég var hins vegar lengst í og var eiginlega mitt hugarfóstur var hljómsveitin Bylur en í henni gerðum við ýmsar tónlistar- legar tilraunir." Leó, Guðný og Torfi virð- ast vera mjög samheldin fjöl- skylda því auk sameiginlegs áhuga á grænmetisfæði hafa þau öll áhuga á andlegum málefnum og leggja stund á hugleiðslu. „Ég fékk snemma áhuga á jóga og fór að lesa mér til um það. Áhugi þessi tengdist óbeint tónlistinni því tveir af mínum uppáhaldstónlistar- mönnum John Mclaughlin og Carlos Santana voru báðir nemendur í andlegri íhugun hjá manni sem heitir Sri Chin- moy. Örlögin höguðu því svo þannig að ég fór eitt sinn á námskeið í tónlistarlækning- um hjá Geir Vilhjálmssyni sálfræðingi og hann kynnti okkur jóga Sri Chinmoy,“ segir Leó. „Fyrir þá sem ekki vita hvað jóga snýst um má segja að það gangi út á að ná jafn- vægi og komast á aðeins hærra stig. Maður kyrrir hug- ann, festir hann við einhvern ákveðinn hlut og fær aukna orku. Auk þess fer maður að finna hver maður er og hvað maður vill. Þetta hefur hjálp- að mér mjög mikið í tónlist- inni og því eru tónlistin og hugleiðslan nátengd í mínum huga og gefa mér mikla lífs- fyllingu,“ bætir Leó við. Sumir virðast standa í þeirri trú að jóga sé bara ein trúar- brögðin enn: „Nei, jóga er ekki trúar- brögð því þú getur verið hverrar trúar sem er og stund- að jóga. Ég skil það mjög vel að fólk haldi að þetta séu bara ein trúarbrögðin enn og kannski má segja að þetta tengist trú á þann hátt að það endar alltaf með því að þeir sem stunda jóga fara að trúa og skynja guð eða einhvern æðri mátt ef þeir hafa ekki gert það fyrir,“ segir Leó. „Margir hafa eflaust fund- ið fyrir sömu tilfinningu og maður finnur fyrir í hug- leiðslu, t.d. með sjálfum sér úti í náttúrunni þar sem fólk verður á einhvern hátt hluti af friðnum. Það þarf því ekki að vera flókið að hugleiða. Það er t.d. gott fyrir þá sem eru að byrja að hugleiða að hafa ákveðinn stað og stund til að hugleiða í friði. Það er eðli- legt að hugurinn fari á flakk þegar maður sest niður einn með sjálfum sér og alls kyns hversdagslegir hlutir eins og hvað maður á að hafa matinn eða hvað sé í bíó komi upp en þegar maður áttar sig á því að hugurinn er farinn á flakk er ágætt að hafa einhvern ákveðinn punkt til að ein- beita sér að, t.d. kertaljós til að beina huganum frá þessum hversdagslegu hugsunum,“ segir Guðný. Grænmeti fyrir séruitringa Leó hefur verið græn- metisæta frá því löngu áður en það komst í tísku meðal al- mennings, eða í um 25 ár og Guðný og sonur þeirra Torfi hafa líka lengi verið græn- metisætur. Af hverju datt þeim í hug að snúa sér að grænmetinu? „Alveg frá því að ég var unglingur hefur mér þótt ógeðfellt að borða dýr og ég fann mikið fyrir því þegar ég var að alast upp. Fólki fannst sú afstaða þó á þeim tíma í meira lagi skrýtin og fannst ég vera hálfgerður furðufugl sem ætti heima í einhverjum sértrúarsöfnuði,“ segir Leó og hlær. ,„Ég var svo um tvítugt þeg- ar ég fór út í grænmetisfæðið en gafst upp á því um tíma þar sem að úrvalið í verslunum var ekki mikið og ég ekki duglegur að elda og fæðan því aðallega samsett úr bökuðum baunum, skyri, ristuðu brauði og þess háttar,“ bætir Leó við brosandi. „Ég fór hins vegar alvar- lega að hugsa um það að ger- ast grænmetisæta eftir að hafa lent inni á sjúkrahúsi vegna of hárra magasýra. Þar kom í ljós að maginn í mér þoldi m.a. ekki kindakjöt. Smám saman hætti ég því að borða kjöt. Það var að sumu leyti erfitt fyrst því maður var van- ur þungmeltu kjöti og fannst mann stundum vanta fyllingu eftir grænmetisréttina. Eins saknaði ég stundum „bras- bragðsins“ af kjötinu og gerði m.a. tilraunir með að steikja rófur í raspi og slíkt. Smám saman breyttist það hins veg- ar og í dag vildi ég ekki skipta því mér finnst þessi fæða miklu betri og mér líður bet- ur af henni.“ „Við erum samt alls ekki að segja að þetta sé það eina rétta. Okkur finnst þetta bara vera það rétta fyrir okkur. Það er auðvitað stór hluti af mannkyninu sem borðar kjöt og fisk og það er að sjálfsögðu bara á valdi hvers og eins að velja fyrir sjálfan sig. Það er örugglega ekki hægt að finna eina formúlu sem hentar öll- um, þetta er bara flóknara en svo,“ segir Guðný. „Við borðum þó egg og mjólk ólíkt sumum græn- metisætum sem neyta engra dýraafurða og svo borðum við nú líka sætindi og fínar kökur,“ bætir Guðný við að lokum til að róa samviskubit- inn blaðamanninn sem situr með sæta köku fyrir framan sig. 8 Vikaii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.