Vikan - 25.07.2000, Blaðsíða 54
Hverju svarar lœknirinn ?
Lélegar neglur
Kæri Þorsteinn,
Ég hef aldrei leitað til þín
fyrr enda hefur allt verið í lagi
hjá mér hingað til. Þannig er
mál með vexti að neglurnar
á mér eru að mjög þunnar og
lélegar. Ég hef alltaf haft góð-
ar neglur og tekið inn vítamín
en svo fór ég í naglasnyrtingu
(ekki til að fá gervineglur) til
þess að gera neglurnar sterk-
ari. Ég held hins vegar að það
hafi virkað öfugt því eftir
þetta hefur mér ekki tekist að
halda nöglunum góðum.
Eru einhver sérstök
vítamín sem ég ætti að
taka eða get ég gert
eitthvað annað? Ég
vil ekki lengur
nota naglaherði
þar sem ég
heldaðhann
virki bara
alveg öf-
ugt við
það sem
Ég hafði mjög góðar neglur
fyrir tveimur árum en þá byrj-
aði þetta allt saman í kjölfar
sjúkdóms sem ég fékk. Viltu
gefa mér góð ráð? Ekki ráð-
leggja mér meðalakúra, frek-
ar vítamín eða eitthvað nátt-
úrulegt. Með kveðju og fyrir
fram þökkum,
Ósk
Kæra Úsk
Það eru margir sem kann-
ast við það að hár og neglur
gefa til kynna ástand líkam-
ans. Ein af ástæðum þessa er
að hár og neglur vaxa hratt og
eru því spegill þess ástands
vandann hafa byrjað í kjölfar
veikinda sem þú gekkst í
gegnum fyrir tveimur árum
og átt þá að líkindum enn við
afleiðingar þess vandamáls
að stríða í dag. Til þess að
bæta neglurnar þá þarftu að
bæta ástand líkamans í heild
sinni og hafa í huga að vandi
á einum stað getur haft áhrif
á líkamann í heild sinni. Það
eru engin svæði eða hlutar lík-
amans sem við getum fengist
að jafnaði eingöngu við,
ójafnvægi á einum stað hefur
áhrif á annann.
í þínu tilfelli efast ég ekki
um að þú verður að skoða
mataræði þitt í heild sinni
til að ná tökum á
þessu vandamáli og
sjúkdómi jDÍnum, sem
tengjast. Ég mæli hik-
laust með því að þú
lesir þér til um mataræði.
Það er mikið til af bókum um
þau efni og margar góðar.
Sumar þessara bóka koma til
með höfða til þín og aðrar
ekki og farðu eftir því. Ein
bók öðrum fremri tel ég vera
Lækningamátt líkamans, bók
sem kom út hjá Setbergi fyr-
ir nokkrum árum og reyndar
þýddi ég hana sjálfur. Bókin
er eftir Andrew Weil
og skýrir vel hvernig
þú átt að fara að því
| að byggja upp heil-
brigði þitt. Þú þarft
að skoða ónæmis-
örvandi bætiefni og
andoxunarefni svo
eitthvað sé nefnt. Fyrst og
fremst þarftu að setja sjálfa
þig í forgang og þarmeð
breyta og bæta mataræði þitt,
læra að forðast eiturefni í um-
hverfi þínu og mat. Fyrir þig
sérstaklega vil ég nefna að þú
ættir að taka fjölvítamín á
hverjum degi sem innihalda
D-vítamín. Ráðlagt er að taka
kalk, en merkir náttúrulækn-
ar hafa nefnt við mig að Sil-
ica bætiefni, sem fæst í flest-
um matvöruverslunum, sé
afar gott til að bæta ástand á
nöglum og hári. Ég hef séð
góðan árangur af notkun á
Silica.
Við verðum öll að taka
ábyrgð á okkar eigin heilsu.
Við eigum ekki að bíða eftir
því að eitthvað bili, því þeg-
ar við fáum einkenni um
vandamál eða sjúkdóm er lík-
aminn búinn að halda vand-
anum í skefjum í langan tíma.
Flvert eitt og einasta okkar á
að skoða sitt eigið mataræði,
læra hvernig eigi að forðast
eiturefni í umhverfi og mat,
ekki reykja, huga að andlegri
líðan og jafnvægi og lifa líf-
inu lifandi.
Megi þér vegna vel í lífinu,
Þorsteinn
Spurningar má
senda til „Hverju
svarar læknirinn?“
Vikan, Seljavegi 2,
101 Reykjavík.
Farið er með öll
bréf sem
trúnaðarmál og
þau birt undir
dulnefni.
Netfang: vikan@frodi.is