Vikan


Vikan - 25.07.2000, Blaðsíða 23

Vikan - 25.07.2000, Blaðsíða 23
• ....................f--------------------- Eldhúsið Settu heimilistækin þín inn í skáp, eins og hraösuöuketilinn, brauöristina og sjálf- virku kaffikönnuna. Það erfallegra að hafa færri hluti en fleiri á eldhúsbekknum. Sum- ir sanka að sér alls kyns smádóti og punti eða fá að gjöf og fyrr en varir er ekki leng- ur smekklegt og sætt í eldhúsinu heldur ofhlaðið. Smáhlutirnir safna ryki og vinn- an við að halda öllu hreinu í eldhúsinu verður of mikil. Hekluð gluggatjöld geta sett skemmtilegan og gamaldags svip á eldhús. Þetta eldhús fengi mun fallegri heildarsvip ef tekið yrði til í hillunum og matvöru, kryddi og skrautmunum raðað á smekklegan hátt. Ljósir litir eru bestir I eldhúsi því þá er auðveldara að halda öllu hreinu og eldhúsið er sá staður sem allir vilja að sé hreinn, ekki satt? Baðherbergið Það getur lífgað ótrúlega mikið upp á óspennandi baðherbergi að setja þarvasa með afskornum blóm- um við hliðina á vaskinum. Einnig er hægt að setja fallegt pottablóm eða silkiblóm þar. Ekki þvo silkiblóm- in þegar þau fara að rykast því þau geta látið lit. Hristu frekar af þeim rykið út um gluggann eða ryksugaðu þau varlega. Svefnherbergið Margir halda því fram að ekkert eigi að gera í svefnherberginu nema sofa og elskast. Sjónvarpsgláp eigi heima í stofunni eða sjónvarpsherberginu, bóklestur í góðum hægindastól og vinnan á skrifstofunni. Því er ekki mælt með því að hafa sjónvarp í svefnher- berginu og helst ekkert þar nema rúm og náttborð. Margir eru þó háðir því að lesa fyrir svefninn og engin ástæða til að breyta því, sérstaklega ef engin spennandi hjásvæfa er til staðar. Kertaljós eru alltaf falleg en þau geta verið hættuleg, til dæmis ef sofnað er út frá þeim. Best er að mála svefn- herbergið í Ijósum og fallegum litum, gæta þess að lofta vel út svo alltaf sé hreint loft og ekki of heitt. Gestaherbergi Ef þú vilt taka einstaklega vel á móti næturgestum þínum er góð hugmynd að fylla meðalstóra bastkörfu af nokkrum hlutum, s.s. nokkrum nýlegum tímaritum eða bókum, ilmsápu, sjampói og hár- næringu (t.d. í litlum umbúðum frá Body Shop), tannkremi og tann- bursta. Ef þú hefur tök á munu gestir þínir líklega kunna vel að meta að hafa lítið sjónvarpstæki eða útvarpstæki hjá sér. Stofan Stofur fólks eru yfirleitt hefðbundn- ar. Sófasett, sófaborð, myndir á veggj- um, blóm I gluggum og skrautmunir um allt. Gættu þess að hafa ekki of troðið af skrautmunum því þá njóta þeir sín ekki, sama hversu fallegir þeir eru. Margir láta innramma myndir eftir yngstu fjöl- skyldumeðlimina og hengja upp á vegg I stofunni. Að vísu er heilmikill munur á list þeirra þriggja ára og þeirra sem eru orðnir átta ára, listaverkum þeirra síðarnefndu í hag. Þessi mynd er reynd- ar tekin í bókaherbergi og sýnir m.a. gamlan sófa sem stendur á móti vegg fullum af bókum. Þar sem dýrt er að láta gera upp húsgögn af þessari stærð- argráöu voru púðar settir ofan á set- una og ódýrir dúkar yfir, rauður og grænn. Efri dúkurinn, sá græni heklaði er úr Hagkaup en blúndudúkarnir á örmunum úr Rúmfatalagernum. Gluggatjöldin, innri og ytri, fengust í Rúmfatalagernum og voru hræódýr en koma afar vel út. Borðstofan Það allra huggulegasta sem þú getur haft í borðstofunni þinni er fé- lagsskapur. Bjóddu vinum þínum oft í mat. Engu skiptir þótt maturinn sé ódýr og rauðvínið úr kassa, þú nærð fram huggulegheitunum með góða félagsskapnum. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.