Vikan - 25.07.2000, Blaðsíða 4
Kæri lesandi
~W~ Winn 8. júlí síðast-
m__m liðinn kom fjórða
m M bókin um Harry
M _h_ Potter í verslanir
víðs vegar um veröldina og er
bókin sú orðin stœrsta útgáfu-
fyrirbœri sögunnar. í Banda-
ríkjunum voru prentaðar 3.8
milljónir eintaka afþessari nýj-
ustu bók sem nefnist „Harry
Potter and the Goblet of Fire“
og það er bara fyrsta prentun-
in. Engin bók hefur heldur
selst eins vel íforsölu en œstir
aðdáendur gátu pantað bókina
og tryggt sér eintak nokkru fyr-
ir sjálfan útgáfudaginn.
Mikil spenna hafði byggst upp
Söluliæsta
bók sögunnar
hjá lesendum skömmu áður en
bókin kom út þar sem útgef-
endur lögðu ofuráherslu á að
fullkominn leyndardómur
hvíldi yfir söguþræði nýju bók-
arinnar og meira að segja titill
bókarinnar var varðveittur eins
og mesta hernaðarleyndarmál.
Bóksalar sóru þess eið að opna
ekki einn einasta kassa sem var
merktur: „Harry Potter IV, selj-
ist ekki fyrr en 8. júlí, 2000, “
fyrr en á tilsettum tíma. Til
gamans má geta þess að dag-
setning útgáfunnar er einmitt
afmœlisdagur höfundarins,
J.K. Rowling. Mikil leynd
hvíldi yfir tilurð nýju bókar-
innar og var það samkvœmt
óskum höfundarins sjálfs. Hún
hefur sagt að þetta hafi alls
ekki verið liður í markaðssetn-
ingunni afhálfu útgefenda
heldur hafi hún aðeins óskað
eftir að börnin fengju bókina
beint í hendurnar án þess að
hafa frétt áður nokkuð afsögu-
þræðinum. Hún sagðist vilja
að öll börn uppgötvuðu leynd-
ardóma nýju bókarinnar á
sama tíma. En sú getur þó auð-
vitað ekki orðið raunin þar
sem hin ýmsu þjóðlönd þurfa
að snara handritinu yfir á eigið
tungumál og því mega íslensk
börn bíða dágóðan tíma eftir
Potter sínum á íslensku. Þriðja
bókin, „Harry Potter and the
Prisoner of Azkaban", kemur í
bókaverslanir á íslandi þann 4.
nóvember nœstkomandi og má
búast við að íslensk börn muni
bíða í röðum eftir að fá að lesa
meira um hetjuna sína.
En hver er þessi Harry Potter?
Fyrir þá foreldra sem hafa ekki
enn kynnst galdraheimi þess-
ara spennusagna þá er Harry
Potter munaðarlaus drengur en
hinni illi og voldugi galdra-
maður Voldemort myrtifor-
eldra drengsins þegar hann var
kornabarn. Veslings Harry býr
hjá illkvittinni frænku sinni og
frœnda en á veturna stundar
hann nám í Hogwarts skóla
sem er skóli töfra og galdra.
Þar á hann góða vini en lendir
í ýmsum hremmingum og alls
konar hryllingi meðan á nám-
inu stendur. Það er valdabar-
áttan á milli góðs og ills sem er
meginþema bókanna um
Harry Potter þar sem galdrar
gefa tóninn og liið hreina
hjarta er sigurvegarinn.
Hrund Hauksdóttir,
ritstjóri
Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir,
vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði hf. Seljavegi 2, sími: 515 5500
fax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson.
Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðviksson, sími: 515 5515.
Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, sími: 515 5512.
Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily
Magnúsdóttir, Guðriður Haraldsdóttir og Margrét V. Helgadóttir.
Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Sigriður
Sigurjónsdóttir vikanaugl@frodi.is.
Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrímsson.
Verð í lausasölu 459 kr. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti
344 kr. á eintak. Ef greitt er með gíróseðli 390 kr. á eintak.
Litgreining og myndvinnsla: Fróði hf. Unnið í Prentsmiðjunni
Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir.
Áskriftarsími:
515 5555