Vikan - 25.07.2000, Blaðsíða 13
L.
nms-
www.ms.is
MS-Orkumjólk er sérþróuð
með það fyrir augum að
vera svalandi og hressandi
orkugjafi milli mála.
Uppistaðan er léttmjólk og því er hún
kalk- og próteinrík; hún er bætt með
eggjahvítum, vítamínum, þrúgusykri og
trefjum og þeytt þar til hún verður
flauelsmjúk. MS-Orkumjólk fæst í þremur
bragðtegundum: Súkkulaði, jarðarberja
og vanillu. Hún er fersk kælivara en
með því að beita nýrri framleiðsluaðferð
hefur hún þriggja vikna geymsluþol.
Framleiðandi er Mjólkursamlagið í
Búðardal, en sala og dreifing er í höndum
Mjólkursamsölunnar.
Orkumjólkin inniheldur engin örvandi
efni. Öll næringar- og bætiefni hennar
eru náttúruleg og því hentar hún öllum
aldurshópum. Hún er tilvalinn drykkur
fyrir þá sem eru á ferðinni - umbúðinar
eru handhægar og henta til að taka með
sér hvert sem er.
mmm...
flauelsmjúk!
Nýja Orkumjólkin er öðruvísi orkudrykkur
Það voru Jónsmessutónleikar Selmu sem
mörkuðu upphaf markaðssetningar MS-
Orkumjólkur 24. júní síðastliðinn. Mikil
stemning var í Háskólabíói þennan dag
og Selma og hennar aðstoðarfólk var í
essinu sínu. [ lokin gaf Mjólkursamsalan
tónleikagestunum fyrstum allra tækifæri
til að bragða hina nýju vöru því allir
fengu kælitösku með Orkumjólk til að
taka með heim.
Vertu það sem þú ert,
virtu það sem þú vilt
Mjólkursamsalan hefur gert samning
við söngkonuna Selmu Björnsdóttur um
að kynna Orkumjólk, nýjan svalandi
orkudrykk. Frískleg ímynd Selmu ber vott
um heilbrigði og lífsorku; hvort tveggja
eru eiginleikar sem falla vel að hinum nýja
drykk. Viðlagið úr nýja laginu hennar
Respect Yourself er notað í auglýsinga-
herferðinni. Textanum var snarað yfir
á íslensku og í þeirri útgáfu syngur
Selma „Vertu það sem þú ert,
virtu það sem þú vilt".