Vikan


Vikan - 25.07.2000, Blaðsíða 2

Vikan - 25.07.2000, Blaðsíða 2
 Asako ásamt eigin- manni sínum, Jóni Halldóri Finnssyni, og dótturinni Mar- ínu Herdísi. Ballerinur eru i hugum margra tignarlegar verur sem standa í ákveðínní fjarlægð frá okkur hinum. Það á svo sannarlega við um ballettkennarann og dansarann Asako lchihashí. Asako býr á Akureyri, ásamt eiginmanni sínum og dætrum og hefur rekið vinsælan ballet- skóla har undanfarín ár. Hún er fíngerð og fáguð í hreyfing- um og vel á sig komin eins og dansara sæmir bótt hún sé gengin tæpa níu mánuði með yngri dóttur sína begar við- talið er tekið. Stuttu síðar kom lítla daman í heímínn. Asako er japönsk, fædd og uppalin í milljónaborginni Tókýó og er bví komin langt að heiman. íslendingar búa ekki yfir sterkri ballethefð og bví má bað teljast mikið afrek fyrir unga konu að koma á fót slíkum skóla í litlum bæ í ókunnu landi. „Ég byrjaði að læra ballett þegar ég var lítil stelpa. Það er rík hefð fyrir því í Japan að senda börn í alls konar list- nám og ég var engin undan- tekning. Éldri systir mín fór að læra á píanó og í ballett- skóla og ég var látin bíða eft- ir henni á meðan hún var í balletttímum. Ég heillaðist af dansinum og fékk því að fara í ballettnám þegar ég var fj ög- urra ára gömul. Ég fann fljótt að dansinn átti vel við mig og stundaði námið því af sam- viskusemi í mörg ár auk þess sem ég gekk auðvitað í hefð- bundinn skóla og lærði á pí- anó.“ Fjölmennið veitir aga Það þarf mikinn aga strax frá fyrsta degi til þess að ná langt í heimi danslistarinnar og sennilega myndu margir íslenskir foreldrar ekki treysta sér til að senda fjög- urra ára gömul börn sín í agað nám eins og ballett. Stundum er líka sagt að íslensk börn séu óöguð og jafnvel óþekk en hvað finnst Asako um hina íslensku æsku sem hún hefur nú kennt danssporin í nokkur ár? „Mér finnst það gott hérna á íslandi að hér fær einstak- lingurinn meira að njóta sín heldur en í Japan því hér búa svo fáir og hver manneskja, og þar með talin börnin, skiptir svo miklu máli. Mér finnst íslensk börn því vera frekar opin og áræðin. Aginn sem börn í Japan búa við og ég bjó við í minni æsku stafar held ég fyrst og fremst af margmenninu. Við voru svo mörg sama hvort sem það var í balletttímum, í skólanum eða bara hvar sem var að ósjálfrátt lærðum við að standa þolinmóð í röð og sýna aga,“ segir Asako. Dansinn gefur orku Eftir menntaskóla stund- aði Asako nám í ensku og bókmenntafræði við háskóla í Tókýó. Dansinn togaði samt alltaf í hana og þegar hún var tuttugu og eins árs hélt hún til Bandaríkjanna til að læra dans. í Japanhafði Asakoað- allega lagt stund á klassískan ballett en í Bandaríkjunum gekk hún til liðs við The Danton Contemporary Dance Company þar sem hún sýndi nútímadans. Asako virkar frekar hæglát kona sem ekki fer mikið fyr- ir og því er rétt að spyrja hvernig henni finnist að standa á sviði fyrir framan fjölda fólks? „Mér finnst gaman að koma fram og dansa því dans- inn er mín leið til að tjá mig. Dansinn gefur mér orku, er spennandi og gefur mér í raun aðra sýn á daglegt líf.“ Kannski væri Asako enn á sviði með bandaríska dans- flokknum ef ástin hefði ekki komið inn í líf hennar og tog- að hana til íslands. Hún kynntist nefnilega ungum ís- lenskum tónlistarmanni, Jóni Halldóri Finnssyni, sem varð til þess að japanska ballerín- an hélt til landsins kalda. í dag eru Asako og Jón Hall- dór gift og eiga tvær dætur, eina nýfædda og svo hina tví- tyngdu, þriggja ára gömlu Marínu Herdísi sem talar japönsku við mömmu sína og skiptir svo, eins og ekkert sé, yfir í íslensku þegar hún ávarpar pabba sinn. Asako virðist vera jákvæð manneskja að eðlisfari og taka hlutunum með jafnaðar- geði því hún gerir ekki mikið úr flutningunum til Islands og segist ekki vera haldin heim- þrá þrátt fyrir að hún sakni stundunr japanskrar matar- gerðarlistar. Þess í stað er Asako fljót að finna kostina við að búa á Is- landi og getur jafnvel fundið ýmislegt sem Islendingar og Japanir eiga sameiginlegt, annað en að vera fiskimenn sem búa á eldfjallaeyjum og fara úr skónum í forstofunni. „Mér finnst Islendingar og Japanir meðal annars eiga það sameiginlegt að vera hjartahlýir og vilja manni vel. Auk þess skiptir fjölskyldan báðar þjóðir miklu máli, mun meira máli heldur en í mörg- um öðrum löndum,“ segir Asako að lokum. Það er því ljóst að fíngerða ballerínan úr austri og land- ar hennar eiga ýmislegt sam- eiginlegt með okkur sem byggjum landið kalda. E Vikan texti og myndir: Gunnhildur Lily M a g n ú s d ó 11 i r.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.