Vikan


Vikan - 25.07.2000, Blaðsíða 44

Vikan - 25.07.2000, Blaðsíða 44
4. kafli Annie sagði þetta með miklum ofsa vegna þess að hún var dauðhrædd um að það endaði með því að hún færi að trúa honum. Hann virtist svo viss í sinni sök. Gæti verið að hún hefði einhvern tíma hitt hann og steingleymt öllu um það? Gæti verið að hún hafi ein- hvern tíma komið til Jurafjalla? Gæti hún hafa gleymt því? Fólk gat þjáðst af tímabundnu minnis- leysi, misst heilu dagana, vikur- nar og jafnvel heilu mánuðina úr lífi sínu án þess að gera sér grein fyrir því þar til minnið kom aft- ur jafnskyndilega og það hafði horfið. Hafði eitthvað svoleiðis komið fyrir hana? Hún reyndi að rifja upp árin frá því hún fór að heiman og byrjaði að vinna með Phil og Díönu. Hún komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði alltaf verið með öðru- hvoru þeirra. Þau hefðu örugg- lega sagt henni ef eitthvað hefði komið fyrir hana. Hættu þessu! hugsaði hún reiðilega. Þú hefur aldrei verið haldin minnisleysi. Þú átt engar minningar um þenn- an mann af þeirri einföldu ástæðu að þú hefur aldrei hitt hann áður. Þetta er ekkert annað en rugl frá upphafi til enda. Hættu að láta hann hafa áhrif á þig! Hann var greinilega ekki heill á geði. Hún yrði að vera róleg og skynsöm. Hún snerist á fæti og hljóp eft- ir ganginum inn í hitt herbergið. Hún hljóp í blindni beint á tösk- urnar sem stóðu rétt fyrir innan dyrnar og féll kylliflöt. „Hvað kom fyrir?“ Marc var kominn áður en hún gat staðið á fætur. Hann kraup við hliðina á henni, strauk hárið frá andlitinu á henni og gretti sig þegar hann sá sárið á enninu. Annie fann eitthvað renna nið- ur eftir kinnunum. I fyrstu hélt hún að það væru tár og reyndi að þurrka þau í burtu. Henni brá þegar hún sá blóðið á fingrunum. „Hvernig í ósköpunum fórstu að þessu?“ spurði Marc og sluddi hana á fætur. „Ég datt um töskurnar og rak mig illilega í,“ svaraði hún reiði- lega. Hann mátti ekki sjá að hún barðist við grátinn. Marc leiddi hana að rúminu og sagði henni að setjast niður. „Bíddu hérna meðan ég næ í eitt- hvað til þess að þvo blóðið fram- an úr þér,“ sagði hann. Hún hlýddi eins og þægt barn. Hana svimaði og henni var flökurt. Hún þreifaði á sárinu og kveink- aði sér. „Ekki snerta sárið!“ sagði Marc þegar hann kom til baka með vatn í skál, svamp og hand- klæði. Hann kraup fyrir framan hana, þvoði blóðið varlega fram- an úr henni og skoðaði sárið. ,Mér sýnist þetta nú ekki alvar- legt. Sárið er ekki stórt og það er þegar næstum hætt að blæða úr því. Þú getur hulið það með hár- inu þar til það er gróið.“ Hann þerraði andlit hennar með hand- klæðinu. „Viltu að ég setji plást- ur á sárið?“ Hana svimaði ennþá en nú aðallega vegna nálægðar hans. Hún hafði aldrei verið eins með- vituð unt nærveru nokkurs manns. Hún varð skelfingu lost- in þegar hún fann geirvörturnar þrútna og silkiskyrtan hennar gerði lítið til þess að leyna því. „Viltu að ég setji plástur á sár- ið?“ spurði hann aftur. Hún kom varla upp orði og átti erfitt með að draga andann. Hún reyndi að leyna því hvaða áhrif hann hafði á hana. „Nei, ég held að það sé betra að leyfa loftinu að leika um það.“ Hann kinkaði kolli. „Það er líklega rétt hjá þér.“ Hann strauk hárið á henni blíðlega frá enninu. Annie leit niður og reyndi að anda rólega. „Líður þér betur? Er eitthvað fleira sem ég get gert fyrir þig meðan ég er í læknisleik?“ spurði hann hlæjandi. Hún reyndi að brosa og hristi höfuðið. „Nei, ég man ekki eftir fleiru í augnablikinu." „Jæja þá.“ Hún virti hann fyrir sér með- an hann þurrkaði sér um hend- urnar og tók saman áhöldin. Hún gat ómögulega áttað sig á þessum manni. Blíðan og umhyggjan sem hann hafði sýnt þegar hún meiddi sig kom henni á óvart. Sú hlið var í algjörri mótsögn við harðjaxlinn sem hafði komið með hana hing- að gegn vilja hennar og talað eins og hann væri ekki með öllum mjalla. Hann leit upp og sá að hún að hún var að horfa á hann. Hann greip andann á lofti og það var spurn í dökkum augunum. Henni fannst hún vera að drukkna í augnaráði hans. ,,Annie,“ hvíslaði hann og strauk kinn hennar. Það fór hrollur um hana. Hún sat hreyfingarlaus og sagði ekki orð. Hann hallaði sér að henni, hélt niðri í sér andanum og beið spenntur. Hún stundi og lokaði augun- um þegar varir þeirra mættust. Henni fannst sem hún stæði í ljós- um logum. Hún varð hrædd þeg- ar hún fann hversu mikið hún hafði þráð þennan koss og hún vissi ekki til hvers hann gæti leitt. Skelfingu lostin sleit hún sig frá honum. Hann opnaði augun og gaf frá sér sársaukastunu. Hann stóð á fætur, reisti hana upp af rúminu og lagði hendurnar á axl- irnar á henni. „Ekki gera þetta,“ sagði hún biðjandi. Hún var hrædd við þrána sem skein úr andliti hans. Það var eins og hann heyrði ekki til hennar. Hjartað hamaðist í brjósti hennar þegar hungraðar varir hans leituðu hennar. Hún reyndi að snúa sér undan en hann dró hana nær. Hann þrýsti henni að sér og strauk nið- ur eftir líkama hennar. Líkami hennar logaði og brann og henni fannst sem beinin væru að bráðna undir brennheitri húð- inni. Fingur hennar læstu sig utan um hálsinn á honum. Enginn hafði kysst hana þannig. Þetta var ekki bara koss. Það var eins og líkamar þeirra yrðu eitt. Hún slakaði á og þrýsti sér að honum. Hann losaði um hnappana á skyrtunni hennar og hún fann að hendur hans skulfu. Hann losaði um brjóstahaldarann undir skyrt- unni og stundi þegar hann snerti heitt og mjúkt hörund hennar. „Annie, Annie,“ hvíslaði hann. Hún opnaði augun varlega og horfði í augun á honum. „Hefur þú einhvern tíma átt elskhuga?“ spurði hann hásri röddu. Spurningin kom henni á sárs- aukafullan hátt niður á jörðina. „Hversu oft þarf ég að segja þér að einkalíf mitt kemur þér ekki við? Ég kæri mig ekki um svona spurningar!" Hann leit rannsakandi á hana. „í blöðunum hefur oft verið gef- ið til kynna að eitthvað hafi ver- ið á milli þín og umboðsmanns- ins þíns." Hún roðnaði af reiði. „Slúð- urblöðin lifa á þannig sögusögn- um!“ „Er þetta þá eingöngu slúð- ur?“ Hún varð fyrri til að líta und- an. „Það hefur aldrei verið neitt annað en vinátta á milli okkar Phil.“ Það var alla vega sannleikur- inn. Hún var viss um Phil hefði aldrei haft minnsta grun um að tilfinningarnar sem hún bar til hans væru annað og meira en væntumþykja. Tilfinningar voru ekki hans sterka hlið. Það sást best á því hvað hann hafði verið lengi blindur á tilfinningar sínar til Dfönu. Þær tilfinningar höfðu fengið að vera grafnar undir yf- irborðinu þar til örlögin tóku í taumana. Annie var fegin því að hafa aldrei á nokkurn hátt gefið ást sína til kynna. „Hvernig leið þér þegar hann giftist vinkonu þinni?“ spurði Marc. „Ég var brúðarmeyja í brúð- kaupinu þeirra! Það ætti að duga til þess að sannfæra þig um að ég 44 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.