Vikan


Vikan - 01.08.2000, Page 6

Vikan - 01.08.2000, Page 6
Texti: Unnur Jóhannsdóttir Myndir: Sigurjón Ragnar Hún hefur haft áhyggjur af hyngd sinni allt frá huí hún man eftír sér. Sem barn uarð hún fyrir miklu áreiti frá umhuerfinu sökum uaxtarlags síns, en hún hótti feít. Á unglingsaldri ákuað hún að uíð hað ætlaðí hún ekkí að búa og fór í stranga megrun og líkamsrækt. Hún grenntíst verulega og í fyrsta sinn á æuinní fannst henni sem hún uæri uírt af öðrum. Brátt fór bó sælan að breytast í heluítí, buí hún hiáðist af sjúkdómi sem nefnist lotugræðgí (bulimia). Hún hefur nú náð góðum bata og féllst á að segja lesendum Uikunnar sögu sína. H úntreysti sérekkitil að koma fram und- ir réttu nafni, svo við nefnum hana Ing- unni. Ingunn er nú 33 ára göm- ul. Hún er vel menntuð og glæsi- leg kona, hávaxin, grönn og dökk yfirlitum. Ingunn er í sambúð og á eitt barn, rúmlega eins árs gam- alt. „Mér hefur alltaf þótt afskap- lega gott að borða og er mikill nautnaseggur. Ég hef mjög góða matarlyst sem kom strax í ljós þegar ég var barn að aldri. Ég var alltaf feitari en jafnaldrar mínir og eftir því sem árin liðu fitnaði ég meir og meir. Ég þjáðist vegna þess. Ég var stór miðað við ald- ur og mér var var mikið strítt og lenti hálfvegis í einelti í skólan- um. Ég fékk á mig ýmis uppnefni eins og „tröllskessa" og „fitu- bolla“. Ég fór smám saman að einangra mig og vildi helst bara vera heima hjá mér með full- orðnum heldur en með krökk- um. Ég grét mig oft í svefn og frekar ef ég var búin að borða mikið, hugsaði þá að nú yrði ég enn feitari og yrði strítt miklu meira," segir Ingunn og finnst erfitt að rifja upp þessar minning- ar. Hún fær sér sopa af kaffi og heldur áfram. „Vítahringurinn hófst snemma. Skilaboðin sem ég fékk frá umhverfinu voru að þegar maður er feitur þá er maður ekki neitt. Þeir sem ekki þekktu mann tóku ekki mark á manni vegna vaxtarlagsins. í leikjum var ég alltaf kosin síðust og var oft látin vera „súkkulaði". Afleiðingin var auðvitað að ég (, hætti að vilja vera með í leikjum nema ég neyddist hreinlega til c i þess eins og í 1 léikfimi í skól- i S anum. Stund- um langaði mig bara til þess að deyja, ég kveið svo fyrir leikfim- inni. Allt varð stað- festing á því að ég væri of feit og gæti ekki neitt. Reglu- legar læknisskoð- anir í skólanum voru kvalræði. Þá var maður vigtaður og það varhreinastahel- víti. Eftir slíkar skoðanir urðu miklar umræður um hvað hver væri þungur en krakkarnir voru sérstaklega forvitnir um hvað ég væri þung.“ Vandamálið er uiðhorfín í hjóðféiaginu Ingunn segist hafa komist að því, að þótt hún hafi orðið fyrir mestu aðkasti frá öðrum börn- um, þá séu það ekki endilega börnin sem eru miskunnarlaus. „Börn eru yfirleitt bara einlæg og tjá þau viðhorf sem eru í gangi og viðgangast í þjóðfélaginu. Þegar ég var lítil þá heyrði ég á tali full- orðna fólksins að það væri slæmt að vera feitur. Feitt fólk væri hall- ærislegt, ætti ekki að klæða sig í þröng föt eða áberandi liti og svo framvegis. Auðvitað síast þessi óbeinu skilaboð inn íbarnssálina og ég setti sama sem merki á milli þeirra og þess að ég væri , ómöguleg. Ég fékk mjög gott atlæti ý heima hjá mér, mikla ástúð og . hlýju og mér hefur alltaf gengið vel í skóla. Það var ekkert annað að, nema ' bara það að ég væri feit. □ Vikan Ég segi „bara“ en það var svo sannarlega ekkert bara“ í mínum huga, það var það sem var þyngst á metunum. Mér fannst ég feit, feitari, feitust þó svo að ég væri það ekki í rauninni og sjálfsmynd mín litaðist af þessu.“ En hvernig leið Ingunni á ung- lingsárunum? „Eins undarlega og það hljómar þá fór mér að líða betur á unglingsárunum. Ég átti mér alltaf þann draum að koma grönn í skólann. Sumarið eftir að ég byrjaði í unglingadeildinni ákvað ég að gera eitthvað í mín- um málum. Ég fór að hreyfa mig meira og stundaði eróbikk af krafti og borðaði mjög lítið, nán- ast ekki neitt. Um haustið hafði ég grennst mikið og þegar ég kom í skólann mættu mér allt önnur viðhorf en ég hafði áður vanist. Allir kepptust við að segja mér hvað ég hefði grennst og hvað ég liti vel út og ef til vill í fyrsta sinn upplifði ég jákvæðni í minn garð frá jafnöldrum mín- um. Sjálfstraust mitt jókst mjög. Ég fór að kaupa mér þrengri föt en áður og byrjaði að mála mig. Allt í einu var ég orðin ein af að- alstelpunum í skólanum og allir vildu þekkja mig. Það var tekið mark á mér og ég var virt bæði fyrir útlit mitt og getu í námi, dansi og fleiru. En ég vissi að til þess að halda þessum nýfengnu vinsældum yrði ég að halda mér grannri. Ég hafði sífelldar áhyggjur af þyngdinni og fljót- lega fór bæði hreyfingin og megr- unin að ganga út í öfgar. Ég hjólaði um allar trissur og fór f tvöfalda eróbikktíma sex sinnum í viku. Á kvöldin fór ég út að hlaupa og áður en ég fór að sofa gerði ég aukaæfingar. Mér hefur alltaf fundist mjög neikvætt að vera södd en þarna tók steininn úr. Ég vildi ekki hafa neinn mat

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.