Vikan - 01.08.2000, Page 44
nimiíi
Annie varð orðlaus og
trúði ekki sínum eig-
in eyrum. Orð hans
bergmáluðu í höfð-
inu á henni. Hún starði á hann
stórum, óttaslegnum augum og
Marc starði á móti án þess að
koma með nánari skýringu. Hún
dró djúpt að sér andann.
„Þú ert ekki í lagi! Þú ert kol-
brjálaður!"
„Annie, hlustaðu á mig ..."
„Ég er búin að fá meira en nóg
af þessari vitleysu," sagði hún
reiðilega. „Ég kæri mig ekki um
að heyra meira. Þú átt greinilega
við alvarlegt vandamál að stríða.
Ég er ekki sálfræðingur og get
ekki hjálpað þér. Ég hef heldur
engan áhuga á að láta þig kom-
ast upp með það að láta hugar-
óra þína rætast á minn kostnað."
Hún ýtti honum til hliðar og
flýtti sér fram úr rúminu. Henni
var sama þótt hún væri nánast
nakin. Hún hafði aðeins eitt í
huga; hún varð að sleppa frá hon-
um.
Hún hljóp berfætt að dyrunum.
Marc stóð upp áður en hún náði
þeim. Hann greip um axlirnar á
henni, sneri henni við og sagði
ákveðinn:
„Þetta eru ekki hugarórar,
Annie! Ekki frekar en draumur-
inn þinn.“
„Þú komst því sem mig
dreymdi inn í kollinn á mér! Ég
veit ekki hvernig, en ég er sann-
færð um að þú gerðir það.“
„Ekki láta svona Annie. Enn
sem komið er hefur enginn það
á valdi sínu að stjórna draumum
annarra."
„Þá hlýtur þú að hafa dáleitt
mig!“
„Ég get svarið fyrir að ég hafi
ekki gert það!“ Alvaran skein úr
augum hans.„Annie, draumar
okkar eru persónulegir. Þú skalt
því spyrja sjálfa þig hvar þessi
draumur átti upptök sín.“
„Ég veit það ekki og mér er al-
veg sama!“ sagði hún reiðilega og
reyndi að losa sig frá honum.
Hann hélt henni fastri og hallaði
sér að henni.
„Annie, draumurinn var minn-
ing. Minning um atburði sem við
bæði tókum þátt í.“
Hann var svo ótrúlega sann-
færandi að Annie varð aftur
hrædd um að hún færi að trúa
honum. Skelfingu lostin leit hún
í kringum sig. Hvernig gat hún
sloppið frá honum? Allt í einu
kom hún auga á ferðatöskurnar
sem stóðu ennþá rétt fyrir innan
dyrnar. Hún greip stærri töskuna
og henti henni af öllum kröftum
í áttina til hans. Hann féll endi-
langur aftur fyrir sig og gaf frá
sér sársaukaóp.
Annie gaf sér ekki tíma til þess
að athuga hvort hann væri meidd-
ur. Hún hljóp eins hratt og hún
gat niður stigann. Hún kom auga
á jakkann sinn sem lá á stól í and-
dyrinu. Hún greip hann með sér
á hlaupunum og þaut út um dyrn-
ar.
Úti var niðamyrkur, loftið var
rakt og hún skalf úr kulda. Hún
hljóp á bak við húsið í áttina að
skóginum sem hún hafði séð út
um herbergisgluggann. Hún
klæddi sig í jakkann, þakklát fyr-
ir að hafa eitthvað til þess að skýla
sér gegn kuldanum. Máninn óð í
skýjum, himinninn var svartur, en
það kom nægileg birta frá upp-
lýstu húsinu til þess að hún sæi
göngustíginn sem lá inn í skóginn.
Hún gæti falið sig í skóginum ef
Marc kæmi á eftir henni. Þegar
hann gæfist upp á leitinni gæti
hún leitað að einhverjum manna-
byggðum í nágrenninu. Þessi
staður gat varla verið svo ein-
angraður að ekki leyndist lítið
þorp handan við einhverja hæð-
ina.
Hún var varla komin að skóg-
arjaðrinum þegar hún heyrði
Marc koma hlaupandi á eftir sér.
Hræðslan gaf henni aukinn kraft.
Hún hljóp svo hjartað hamaðist
í brjósti hennar og hún náði varla
andanum.
Hún varð að komast í burtu.
Hann mátti ekki ná henni. Hún
heyrði hann færast nær, hann var
stórstígur og komst hraðar yfir en
hún. Leiðin lá upp á við, hún var
kófsveitt og sá ekki út úr augum
í myrkrinu. Hún rakst í sífellu í
trjástofnana og greinanar festust
í hárinu á henni.
Hún hrasaði um trjástubb, fór
í keng og bældi niður sársauka-
stunu. Þetta var sárt. En það sem
verra var, hún varð að stoppa í
smástund til þess að jafna sig.
Hún haltraði út af göngustígnum
og faldi sig á milli trjánna. Hún
hallaði sér upp að einu trénu,
nuddaði særða fótinn og reyndi
að kasta mæðinni. Hún heyrði
ekkert til Marc. Hún var farin að
anda rólegar þegar hún allt í einu
heyrði hann nálgast.
Hún beið með öndina í hálsin-
um eftir því að hann hlypi áfram
eftir göngustfgnum en henni til
mikillar skelfingar heyrði hún að
hann hægði á hlaupunum. Hún
gægðist á milli trjágreinanna og sá
að hann stóð og skimaði í kring-
um sig. Hann var svo nálægt að
hún heyrði andardrátt hans.
Annie hélt niðri í sér andanum,
skjálfandi af hræðslu.
„Annie!“ kallaði hann.
„Annie, þú verður að koma til
baka. Þú mátt ekki verða svona
fáklædd úti í kuldanum. Þú get-
ur orðið veik.“ Eftir dálitla stund
kallaði hann aftur. „Annie! Ekki
láta svona. Þetta er fáránlegt. Þú
getur meitt þig. Það er gömul
grjótnáma inni í skóginum. Þú
getur hrapað niður í hana og
drepið þig eða dottið um trjábol
og slasað þig. Þú gætir legið siös-
uð í marga daga án þess að nokk-
ur finndi þig.“ Nú kom löng þögn.
Hann hlustaði og beið þess að
hún kæmi upp um hvar hana var
að finna. Svo sagði hann ösku-
reiður: „Ég er ákveðinn í því að
finna þig þótt það taki mig alla
nóttina. Þú getur verið viss um
það! Þú skalt ekki halda að ég
gefist upp!“
Hún skalf af hræðslu og vissi að
hann meinti hvert einasta orð.
Hún heyrði marra undir fót-
unum á honum þegar hann gekk
af stað. Eftir hljóðinu að dæma
var hann að leita milli trjánna hin-
um megin göngustígsins.
Hún gægðist aftur út á milli
greinanna sem skýldu henni.
Myrkrið var of svart til þess að
hún sæi langt frá sér. Allt í einu
var myrkrið rofið af ljósgeisla
sem lýsti milli trjánna.
Annie öskraði upp. Það var
eins og draumurinn væri að ræt-
ast. Skelfingu lostin faldi hún
andlitið í höndum sér og beið eft-
ir að heyra hrópin og vélbyssu-
skotin. Hún var svo hrædd að hún
hafði ekki einu sinni rænu á því
að fleygja sér niður og skýla sér.
Marc hljóp í áttina til hennar.
Ljósgeislinn myndaði hringi í
myrkrinu. Hún kom aftur til
sjálfrar sín, tók til fótanna og
hljóp stefnulaust áfram inn í
skóginn. Hún varð að komast í
burtu.
Hún var ekki komin langt þeg-
ar hún heyrði þungan andardrátt
hans rétt fyrir aftan sig. Hún gat
ekki stillt sig um að líta aftur. Það
voru slæm mistök. Um leið og
hún sneri sér við slóst trjágrein í
andlitið á henni. Hún hljóðaði
upp af sársauka og missti jafn-
vægið. Marc henti sér áfram, náði
taki á henni og þau duttu bæði
kylliflöt. Hún lá á grúfu í rökum
jarðveginum. Marc lá ofan á og
hún gat ekki hreyft sig vegna
þunga hans. Eins og hún var hann
móður og másandi eftir hlaupin.
Þau lágu hreyfingarlaus þar til
hann tók um axlirnar á henni og
sneri henni að sér. Hún var of
þreytt til þess að reyna að berj-
ast á móti. Hann lagðist á hliðina
og hallaði sér yfir hana og beindi
vasaljósinu framan í hana. Hún
bandaði frá sér með hendinni.
„Ljósið blindar mig!“
„Mig langaði bara að sjá fram-
an í þig.“
„Nú ertu búinn að því,“ sagði
hún þrjóskulega. „Slökktu á
þessu bölvaða ljósi.“
Hann hlýddi ekki en færði þó
ljósið þannig að það skein ekki
beint í augun á henni.
„Þú ert óhrein íframan,“ sagði
hann. „Það er ekki sjón að sjá þig.
Þú ert þakin dauðum laufum og
köngulóarvef og það eru sprek
44
Vikan