Vikan


Vikan - 01.08.2000, Qupperneq 47

Vikan - 01.08.2000, Qupperneq 47
Þórunn Stefánsdótlir þjddi kom aldrei aftur til Jura eftir að hann flutti þaðan.“ „Ég þekkti hann þegar hann var lítill." Hún skellti upp úr. „Þú átt við að þú hafir þekkt hann þegar þú varst lítill!" Hann leit upp og horfði á hana alvarlegur í bragði. „Nei, ég meinti nákvæmlega það sem ég sagði. Hann var bara sjö ára þeg- ar ég kynntist honum.“ Hún vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið. „Hvað áttu eiginlega við? Hvernig getur það verið! Hann fæddist...“ „1936.“ Hann gæti auðveldlega hafa komist að því hvenær pabbi hennar fæddist. Hún mátti ekki láta hann sjá hvað þetta kom henni úr jafnvægi. „Já, hann fæddist árið 1936,“ sagði hún reiðilega. „Hann flutti með mömmu sinni til Englands árið 1945 og fór aldrei aftur til Jura, þannig að það er útilokað að þú hafir hitt hann þar. Hann hefur verið orðinn...“ Hún reikn- aði út í huganum og hélt áfram reiðilega, „Tuttugu og fjögurra ára! Hann hlýtur að hafa verið að minnsta kosti tuttugu og fjög- urra ára þegar þú fæddist." „Borðaðu matinn þinn,“ var það eina sem hann sagði. Annie var ekki lengur svöng, en hún lauk við eggjakökuna og tæmdi úr vínglasinu annars hug- ar. Það var ekki fyrr en glasið var tómt sem hún mundi eftir því að hún hafði alls ekki ætlað sér að drekka vín. Marc hallaði sér yfir borðið og fyllti glasið hennar. „Talaði pabbi þinn oft um mömmu sína?“ „Einstaka sinnum. En ég var bara ellefu ára þegar hann dó, þannig að minningin um hann er svolítið óljós, og amma dó áður en ég fæddist. Ég vissi aldrei al- mennilega hvers vegna hún flutti til Englands eftir að stríðinu lauk en ég hef grun um það að hún hafi verið meðlimur í andspyrnu- hreyfingunni meðan á stríðinu stóð. Eftir að hún flutti til Eng- lands vann hún fyrir þeim sem túlkur. Pabbi talaði lítið um reynslu hennar á stríðsárunum." Marc hló svo skein f hvítar tennurnar. „Það er dæmigert fyr- ir Pierre. Hann var alltaf hljóðlát- ur og dulur strákur. Hann líktist pabba sínum. Vissir þú að afi þinn, Jacques Dumont, féll á fyrstu dögunum eftir innrás Þjóð- verja árið 1940?“ „Ég veit að amma varð ekkja fljótlega eftir að stríðið braust út.“ Annie hafði lítið getað spurt mömmu sína um föðurfjölskyld- una. Mamma hennar kærði sig ekki að tala um látinn eiginmann sinn og alls ekki eftir að hún gift- ist aftur. Annie komst snemma að því að stjúpi hennar varð æfareið- ur í hvert sinn sem minnst var á pabba hennar og Annie var of hrædd við hann til þess að taka áhættuna. Marc horði á hana eins og hann læsi hugsanir hennar. „Afi þinn gekk í herinn um leið og stríðið braust út. Hann fór út dag nokkurn án þess að segja ömmu þinni hvert hann væri að fara og kom svo heim og tilkynnti henni, eins og ekkert væri, að hann væri búinn að skrá sig í herinn. Hann fór í stríðið en féll í bardaga nokkrum mánuðum seinna án þess að hún sæi hann aftur. Hún stóð eins uppi með litla verslun, sem þau höfðu rekið saman í þorpinu, og soninn, Pierre, pabba þinn, sem þá var fjögurra ára.“ Annie hafði aldrei heyrt þessa sögu. Hún hlustaði af mikilli at- hygli og efaðist ekki um að hann segði satt og rétt frá. Það kom heim og saman við það sem litla sem hún vissi um ævi afa síns og ömmu. Marc drakk af víninu og horfði í logann á kertunum sem stóðu á borðinu á milli þeirra. „Amma þín var ólík hinum konunum í þorpinu. Amma hennar var ensk og hún hafði alist upp við það að tala ensku jöfnum höndum. Hún fór í há- skóla og lauk prófi í ensku áður en hún gifti sig. Hjónabandið hafði verið ákveðið þegar hún var átján ára, foreldrar hennar völdu mannsefnið. Foreldrar Jacques Dumont og foreldrar hennar voru góðir vinir. Satt að segja voru þau skyld einhvers staðar langt aftur í ættir. Annie hafði þekkt hann allt sitt líf og þótti mjög vænt um hann.“ Henni brá þegar hann sagði nafnið Annie og leit snöggt á hann, en hann virtist hafa gleymt því að hún sat á móti honum. Andiit hans var dreymið í daufri birtu kertaljósanna, hann sat með hönd undir kinn og hárið féll fram á ennið. „Hún var samt aldrei ástfang- in af honum. Hún sagði mér einu sinni að hann hefði heldur ekki verið ástfanginn af henni, þau hefðu einfaldlega samþykkt ráða- hag foreldranna. Hún var tuttugu og eins árs, hann var nokkrum árum eldri. Hjónabandið var gott vegna þess að þau voru vinir og þótti vænt hvoru um annað. En samband þeirra var frekar óspennandi, það var engin ástríða á milli þeirra, allt var mjög rólegt og jarðbundið." Annie var ekki viss um hvort hún gæti hugsað sér að lifa í þannig hjónabandi. Marc mætti augum hennar og brosti eins og hann vissi hvað hún væri að hugsa. „En hún tók það mjög nærri sér þegar hann féll. Hún saknaði hans sárlega, eins og hún hefði saknað bróður síns. Hún sagði mér einu sinni að hann hefði ver- ið sinn besti vinur og hún hafði orðið reið þegar hann féll. Það var ástæða þess að hún ákvað að ganga til liðs við andspyrnuhreyf- inguna. Það hjálpaði henni til þess að takast á við sorgina, þannig gat hún fetað fótspor eig- inmanns síns og hefnt sín á óvin- inum íleiðinni. Andspyrnuhreyf- ingin vann mjög þarft starf vegna þess hvað Jura er nálægt sviss- nesku og þýsku landamærunum." „Það hlýtur að hafa verið hættulegt,“ sagði Annie stundar- hátt. Marc brosti. „Svo sannarlega var það hættulegt. Svæðið úði og grúði af þýskum hermönnum. Þjóðverjarnir vildu stjórna um- ferðinni um landamærasvæðið, þeir ætluðu sér ekki að láta neinn komast upp með það að flýja til Sviss." „En fólki tókst samt að komast yfir landamærin?“ „Félagar andspyrnuhreyfing- arinnar þekktu hvern stokk og stein í nágrenninu og rötuðu í gegnum skógana. Þeir björguðu lífi fólks sem varð að komast frá Frakklandi, t.d. breskra flug- manna sem höfðu brotlent flug- vélum sínum á óvinasvæðunum. Heimamenn komu þeim undan til Sviss eftir krókaleiðum með því að fylgja þeim á næturlagi yfir fjöllin og í gegnum skógana. Meðlimir andspyrnuhreyfingar- innar hættu oft eigin lífi á þess- um ferðalögum.“ Annie hlustaði heilluð á það sem hann sagði. „ Var fjölskylda þfn í andspyrnuhreyfingunni?" Hann horfði á hana og það lék kaldhæðnislegt bros um varir hans. „Ég var einn þessara bresku flugmanna, Annie.“ Vikan 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.