Vikan


Vikan - 01.08.2000, Síða 58

Vikan - 01.08.2000, Síða 58
mnmmmMLiMMíA á þ i ó ð h Ég uar átján ára begar ég fór í fyrsta skipti til Vestmanna- eyja en það uar til að taka pátt í pjóðhátíð peirra Eyja- manna. Við uorum tuö sam- an, ég og kærastinn minn, og í uélinni með okkur á leiðinni pangað uar hópur af krökkum á okkar aldri og allir uoru í rosalegu stuði. Fullir nágrannar Pegar til Eyja var komið klifruð- um við upp í yfirbyggðan vöru- bíl sem flutti okkur inn íHerjólfs- dal og þar tjölduðum við í rok- inu eins og allir hinir gestirnir. Það var mikil tilhlökkun í mannskapnum og talsverður galsi ríkjandi. Við skötuhjúin vorum mikil samkvæmisljón svo okkur fannst ekkert slæmt þótt fjörið væri orðið allsvakalegt strax á miðjum föstudegin- um.Við vorum ekki miklir drykkjuboltar svo við reyndum að finna okkur eitthvað annað að gera en að sitja að sumbli með nágrönnunum sem tóku tappa úr pyttlu um leið og tjaldið var kom- ið yfir hausinn á þeim. Við vor- um í góðu sambandi við krakk- ana í næstu tjöldum og sögðum þeim að við ætluðum að skreppa í gönguferð eitthvað um eyjuna og spurðum hvort einhver vildi koma með en áhuginn var lítill. Við fórum þessvegna ein í göng- una og vorum á göngu fram und- ir kvöldmat en þá komum við til baka til að fá okkur eitthvað í svanginn. Það var orðið ansi fjörugt í hverfinu okkar um það leiti sem við komum til baka. Fjórir krakkar á okkar aldri voru í tjald- inu við hliðina á okkur og báðir strákarnir voru orðnir mjög full- ir og stelpurnar vel hífaðar líka. Þau sátu öll úti, dúðuð í svefn- pokana sína og sungu hástöfum milli þess sem þau veltust hvert um annað þvert í gleði sinni yfir lífinu og tilverunni. Við fórum strax að malla eitt- hvað á gastækinu okkar og það leið ekki á löngu að þessir fjór- menningar runnu á lyktina og fyrr en varði voru þau öll komin í mat til okkar. Mér tókst að kría út úr þeim pulsupakka og brauð til að bæta á matseðlinn svo þau ætu okkur ekki út á gaddinn og þau voru einnig svo rausnarleg að koma með nóg af Vodka með matnum sem þau drukku auðvit- að sjálf! Þarna vorum við sem sagt, ég og kærastinn, komin með fjórar fyllibyttur nánast inn í tjaldið hjá okkur og þrátt fyrir að þau hefðu gott af matnum lagaðist ástand- ið á þeim lítið við það, því hann virtist helst hafa þau áhrif að þau fengu aukinn kraft til að drekka. Mér var farið að lítast illa á blikuna um tíuleytið þegar þessi mannskapur sýndi ekki á sér neitt fararsnið og reyndi að koma þeim til að gera eitthvað annað en að drekka. Ballið sem okkur langaði á var byrjað en krakkarn- ir vildu frekar vera þarna í tjald- inu við drykkju og við þorðum einfaldlega ekki að skilja tjaldið eftir með þennan mannskap liggjandi utan í því. Ég brá því á það ráð að segja þeim að nú skyldum við fara í göngu og ég skyldi sýna þeim rosalega góðan stað þar sem við gætum sest og horft yfir allt svæðið. Við hjálp- uðum krökkunum að taka sam- an nestið (sem var aðallega í fljótandi formi) og svo gengum við öll af stað. Stungið af Þegar kom að brekkunni vorum við svo heppin að krakkarnir hittu einhverja vini sfna og það varð úr að þessir vinir slógust með í för upp í brekkuna og við kærustuparið létum okkur hverfa svo lítið bar á í miðri brekkunni og fórum niður á danspallinn að skemmta okkur eins og upphaf- lega hafði staðið til þegar við lögðum af stað til Eyja. Kvöldið leið við dans og söng og fjörið var rosalegt. Við vor- um auðvitað ástfangin upp fyrir haus og þurftum ekki á neinum öðrum að halda en við skemmt- um okkur samt með fullt af öðru fólki sem var þarna í sama til- gangi þ.e.a.s. að syngja og dansa eins lengi og orkan entist. Við dönsuðum einsog við fengjum borgað fyrir það og sungum og spiluðum fram eftir nóttu með einhverju fólki sem var með tvo gítara. Þrátt fyrir það að veðrið hefði mátt vera betra kvartaði enginn, við vorum vel klædd og í fínu formi og klukkan var að verða þrjú um nóttina þeg- ar við snérum til baka í tjaldið. Þegar við nálguðumst tjaldið fórum við að hafa áhyggjur af því hvort það stæði enn uppi. Skyldu nágrannar okkar hafa gefist upp á fjallgöngunni og komið tvíelfd með nýju vinina til að djúsa milli tjaldanna? Og hvernig væri ástandið þá? En óttinn var ástæðulaus, þau voru ekki kom- in til baka og við urðum bæði undrandi og fegin því okkur lang- aði að sofa í friði. Við sváfum ekki lengi því um fimmleitið komu þau til baka og það var greinilegt að fjörið og hressileikinn hafði eitthvað runnið af þeim um nóttina. Það á t í ð var að vísu mikill skarkali meðan þau voru að koma sér fyrir en það voru engin gleðilæti. Eftir þetta sofnuðum við aft- ur og sváfum fram til tíu. Ná- grannarnir sváfu enn þegar við fórum á fætur og ekki vakti mat- arilmurinn þau til lífsins. Við tvö fórum eitthvað á stjá en þegar við komum til baka sat hópurinn hnípinn fyrir framan tjaldið og það var greinilegt að þynnkan hafði tekið við af gleðinni. Þau sögðu okkur að þau hefðu geng- ið langt upp í brekkuna og setið þar lengi og svo hefðu þau lent í einhverju partíi á eftir og ekki ratað aftur í tjaldið svo það hefði tekið þau langan tíma að finna það. Önnur stelpan kvartaði mikið um eymsli í fætium en hún hafði verið í nýjum skóm á göngunni og hún sagðist vera komin með slæmt hælsæri. Ég fékk hálfgert samviskubit yfir þessum fréttum því mér fannst þetta eiginlega vera mér að kenna þar sem það var ég sem kom þeim af stað í þetta ævintýri til að losna við þau af svæðinu. Um kvöldið var minna drukk- ið í nágrannatjaldinu og þrjú þeirra fóru niður að danspallin- um um kvöldið en önnur stelp- an sagðist ætla að vera eftir því sér væri svo illt í fætinum. Ég og kærastinn minn nenntum ekki að vera lengi í fjörinu þetta kvöld því það rigndi svolítið og við vor- um orðin þreytt. Við vórum því komin heim að tjaldinu upp úr miðnætti en þá heyrðum við að grátið var inni í nágrannatjaldinu þar sem önnur stelpan var ein. Ég sárvorkenndi henni og mér datt auðvitað fyrst í hug að hér væri eitthvert ástardrama á ferðinni. 58 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.