Vikan


Vikan - 19.09.2000, Síða 4

Vikan - 19.09.2000, Síða 4
Kæii lesandi Fallegap konur og lorljótir karlaienn Mér til mikillar ánœgju sýndi Ríkissjónvarpið nýlega hina sí- gildu og hugljúfu kvikmynd um Mary Poppins. Mérfannst gaman að upplifa myndina með fjögurra ára gamalli frœnku minni sem var hreint út sagt hugfangin af myndinni. Það vakna angurvœrar tilfinn- ingar innra með manni þegar horft er á kvikmyndir frá æskuárunum. Þar sem við sát- um þarna tvœr á rúmstokknum og drukkum í okkur myndina skaut einni bernskuminningu upp í kollinum á mér sem hafði legið í dvala til þessa. Eg var u.þ.b.fimm ára gömul þegar égfór í bíó með mömmu að sjá Mary Poppins og lifði mig inn í myndina eins og barna er háttur. Nokkrum dög- um síðar var ég í heimsókn hjá ömmu minni sem átti svarta, stóra og dularfulla regnhlíf sem var alltafá sínum stað í fatahenginu. Eg ákvað að um- breyta mér í hina glæsilegu fröken Mary Poppins, þreif regnhlífina og læddist ofur varlega út á svalir. Eg klifraði upp á svalahandriðið, spennti upp regnhlífina með eifiðis- munum og stóð teinrétt og hoifði yfir heiminn, að mér fannst, en ég var á annarri liœð. Ég fylltistfrelsistilfinn- ingu, stökk upp í loftið með regnhlífina hátt yfir höfði mér og bjóst að sjálfsögðu við að svífa til jarðar. Leifturhratt hrapaði ég niður á grasið og kveinkaði mér við höggið. Svo lagðist ég á bakið, horfði með undrunarsvip upp í heiðan himininn og veltifyrir mér hvers vegna amma œtti svona lélega regnhlíf Eftir þessa uppákomu var sest niður með mér og reynt að leiða mérfyrir sjónir að kvik- myndir vœru bara plat. Ég varð fyrir gífurlegum von- brigðum þennan dag þegar hluti bernskusakleysisins vék fyrir raunveruleikanum. Enn í dag þoli ég ekki regnhlífar ... Morguninn eftir að ég rifjaði upp Mary Poppins horfði ég með sömu litlu frænkunni á teiknimynd um Öskubusku. Þetta gamla ævintýri tók á sig nýja mynd þegar ég hoifði á það með gagnrýnum augum fullorðinnar konu. Það er óþaifi að rekja söguþráðinn, sem allir hljóta að þekkja, en itiikið fór það fyrir brjóstið á mér þegar prinsinn valdi eig- inkonu sína eingöngu útfrá útliti. ,,Þú ert fallegasta stúlka sem ég hefséð, “ sagði hann aðdáunaifullri röddu og þar með ákvað hann að giftast henni. Öskubuska greyið Itafði verið látin þrœla á heimili sínu hjá vondu stjúpmóður- inni, á meðan faðir hennar dvaldi lengi í burtu, og sætti hreinni misnotkun og van- rækslu. En hún sagði pabba sínum aldreifrá því. Hver eru skilaboðin? Þau eru áþann veg að það sé allt í lagi að fara illa með börn og ung- linga, það sé ekki refsivert at- hæfi. En aðalskilaboðin eru auðvitað þau að ytri fegurð skipti konur mestu máli í líf- inu. Þá hreppi þœr nefnilega hinn eina sanna prins og lifi hamingjusamar til œviloka. En svo erþað ævintýrið um Fríðu (spáið í nafngiftina) og dýrið. Hin gullfallega stúlka verður ástfangin afhinu for- Ijóta og skapilla dýri en það á víst að kenna litlum stúlkum að útlit karlpeningsins skipti engu máli. Sem sagt; konur eiga að velja sér skrímsli fyrir maka en karlmenn hreppa ávallt fallegu stúlkuna. Er ekki veröldin ósanngjörn ? Vikan er á heilsusamlegum nótum að þessu sinni. Við rœð- um við lœkni sem hefur mikinn áhuga á hollu mataræði og gefur ómetanleg ráð íþeim efnum. Greinin um hugræna atferlismeðferð lýtur að því hvernig breyta megi hegðun- armynstri fólks, m.a. þeirra sem þjást afþunglyndi, án lyfja. Ekki er allt salat sem sýnist er áhugaverð grein um livað beri að liafa í huga þeg- ar salat er annars vegar. Við erum með nýja smásögu, kynningu á spennandi undir- fatnaði, skemmtum okkur yfir mistökum í sjónvarpi og margt fleira fyndið og frœðandi er að finna í blaðinu. Njóttu Vikunnar! Hrund Hauksdóttir, ritstjóri Ritstjórar: Jóhanna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir, vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði hf. Seljavegi 2, sími: 515 5500 fax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðviksson, sími: 515 5515. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, simi: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, Guðríður Haraldsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir vikanaugl@frodi.is. Grafiskur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrímsson. Verð i lausasölu 459 kr. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. á eintak. Ef greitt er með gíróseðli 390 kr. á eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði hf. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Óll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Áskriftarsími: 515 5555

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.