Vikan


Vikan - 19.09.2000, Qupperneq 7

Vikan - 19.09.2000, Qupperneq 7
aðist best heilsufarslega séð. „Þetta þyngdarbil nefnist kjörþyngd og það er ekki föst tala, eins og fólk virðist oft halda heldur getur kjör- þyngdin hlaupið á 15-20 kíló- um. Þannig er t.d. kjörþyngd konu sem er 1.65 m á hæð, frá 50 kílóum og upp í 68 kíló og maður sem er 1.80 m á hæð má vera 60-81 kíló. Fólk í kjörþyngd á mun síður á hættu að fá ýmsa sjúkdóma eins og t.d. hjarta- og æða- sjúkdóma, sykursýki, kæfisvefn, slitgigt og verki frá stoðkerfi en fólk sem á við offitu að stríða." Holdafar metið út frá byngdarstuðli Þyngdarstuðull (BMI = Body Mass Index) er óbein leið til þess að meta holdafar út frá þyngd og hæð en hann hefur verið fundinn út með rannsóknum á holdafari fólks. Er hér um að ræða al- þjóðlega viðurkennda aðferð og með henni er hægt að meta hvort fólk sé í hæfilegum holdum eða ekki. Stuðullinn er fundinn út með því að margfalda hæð fólks mælda í metrum með sjálfri sér og deila þeirri tölu í þyngdina sem er mæld í kflóum. Tökurn dæmi um konu sem er 1.67 sm á hæð og er 65 kfló, þá er 1.67 margfaldað með 1.67 og deilt í 65, sem er kílóaþyngd konunnar. Sé þyngdarstuðull (BMI) þinn á milli 18.5-24.9 er þyngdin hæfileg. Þú ert vannærð/ur ef stuðullinn er undir 18.5. Ofþyngd er skil- Þyngdarstuðull (BMI) = þyngd (kg) hæð (m) * hæð (m) Þyngdarmörk út trá hyngdarstuðli BMI < 18.5 Of létt BM118.5-24.9 Hæfileg þyngd BMI 25.0-26.9 Aðeins of þung BMI 27.0-29.9 Of þung BMI 30.0-40.0 Offita BMI > 40.0 Alvarleg offita greind sem BMI 25.0 - 29.9 en fari BMI í 30.0 og yfir er um offitusjúkdóm að ræða og er þá sérstaklega mikilvægt að léttast. Ludvig segir að enn hafi ekki tekist að finna nákvæma aðferð til þess að mæla fitu- hlutfall líkamans en notast sé við ýmsar nálgunaraðferðir. „Fitan í líkamanum safnast ekki saman á einn stað held- ur er dreifð um líkamann t.d. undir húðinni, í kviðarholi, á mjöðmum og brjóstum kvenna. Allar fitumælingar eru því óbeinar mælingar með mörgum óvissuþáttum. Það má því ekki taka þær of bókstaflega. Sú sem er mest notuð í dag, t.d. á líkamsrækt- arstöðvum, er að mæla leiðni rafstraums í gegnum lík- amann en það er vitað að fit- an leiðir straum verr en vatn. Fituhlutfallið er reiknað með ákveðinni formúlu og því hærra sem viðnámið er því hærra er fituhlutfallið." Hlutfall fitu af þyngd kem- ur ekki fram þegar þyngdar- stuðull er reiknaður. Þannig geta þeir sem eru með mikinn vöðvamassa mælst með of háan þyngdarstuðul pó að þeir séu ekki of feitir. A sama hátt geta þeir sem eru vöðva- rýrir verið með hátt fituhlut- fall þótt þyngdarstuðull sé innan eðlilegra marka. Hlut- fall fitu af líkamsþyngd hjá konum er hærra en hjá karl- mönnum eða 25-30% á móti 17-22%. Kviðarholsfita hættulegri Rannsóknir hafa sýnt að fita sem sest á kviðarhol og innri líffæri, oft nefnd kvið- arholsfita, hefur verri áhrif á heilsufar en önnur fita. Ludvig segir ástæðu þessa ekkiljósa að öllu leyti en það sé greinilegt að kviðarholsfitan hafi meiri áhrif á þætti eins og blóðþrýsting, blóðfitu, sykurþol, sykursýki og öndun. „Kynin fitna á ólík- an máta. Hjá konum sest fit- an frekar á mjaðmir, læri, axl- ir og brjóst en hjá karlmönn- um á kviðarhol. Þeir eru því í meiri áhættu fyrir t.d. hjarta- og æðasjúkdómum, heila- blóðfalli og fullorðinssykur- sýki. Það er eðlilegt að kon- ur hafi hlutfallslega meiri fitu í líkamanum," segir Ludvig og brosir kankvíslega. „Til þess að meta kviðarholsfitu er ummál mittisins mælt. Æskilegt er að mittismál kvenna fari ekki yfir 80 sm og 94 sm hjá körlum.“ Grunnefnaskipti og hreyff- ing Grunnefnaskipti fólks eru mjög misjöfn og fara meðal annars eftir líkamlegu ástandi þess. Fólk sem er í góðu formi er með hraðari grunnefna- skipti en það sem er í engri þjálfun. „Grunnefnaskipti eru lágmarksefnaskipti lík- amans eða bruni sem á sér stað yfir sólarhringinn. Það er þegar fólk er nánast í algerri hvíld. Grunnefnaskipti eru gjarnan reiknuð í hitaeining- um (kkal) eða kílójúlum (kj). Grunnefnaskipti hjá miðl- ungskonunum eru á bilinu 1400-1600 hitaeiningar. Karl- ar hafa hraðari grunnefna- skipti eða um 1800-2000 hita- einingar að jafnaði. Raunefnaskipti eru hærri, en með þeim er átt við þá brennslu sem á sér stað í dag- legu lífi þegar fólk er heilsu- hraust og getur hreyft sig. Að meðaltali má gera ráð fyrir að raunefnaskipti séu um 30 - 50% hærri en grunnefna- skipti eða í kringum 2000 hitaeiningar á dag hjá konum og 2500 hitaeiningar hjá körl- um,“ segir Ludvig. Hann segir að raunefna- skipti fólks sé miklu hægari í dagenáðurfyrr. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að við lif- um við miklu þægilegri að- stæður, vinnan er léttari og við þurfum minna að hreyfa okkur. Einnig búum við í heit- ari húsum en áður og fötin eru hlýrri. Þetta gerir það að verkum að líkaminn þarf ekki Konur Karlar Æskilegt mittismál < 80 sm < 94 sm Talsverð fitusöfnun á kvið 80-88 sm 94 -102 sm Uarhugaverð fitusöfnun á kvið > 88 sm > 102 sm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.