Vikan - 19.09.2000, Side 25
alfræðibækur fyrir ungu kyn-
slóðina. Uti í garðinum lá
rauði plaststrætóinn á hlið-
inni og brúni pappírspokinn
bærðist í vindinum ofan á
einni páskaliljunni.
Dóri, besti vinur Tomma,
starði á kökuna sem nú var
farin að líkjast sexhyrndri út-
gáfu af skakka turninum í
Písa. „Hvað á þetta eiginlega
að vera?“ spurði hann hárri
röddu.
„Þetta er kastali, Dóri
minn," svaraði ég og reyndi
að halda stillingu minni.
„Oj bara, ég þoli ekki kast-
alaköku,“ tilkynnti hann.
Þessi yfirlýsing hljómaði eins
og listaverkið, sem ég hafði
verið svo stolt af, væri ekki
merkilegra en spælt egg.
Ég sneri mér undan til þess
að láta ekki undan freisting-
unni að núa hausnum á hon-
um upp úr kreminu og var
næstum dottin um Róbert,
Einsteininn í bekknum.
„Hvar er virkisgröfin?“
spurði hann.
„Hvað áttu við?“
„Það byggir enginn kastala
án þess að grafa virkisgröf í
kringum hann.“
Ég gat ekki varist því að
óska þess að hafa virkisgröf
við hendina. Ég hefði vel
getað hugsað mér að
drekkja Róbert í
einni slíkri.
Veislan gekk
eins vel og
hægt er að ætlast til þar sem
tólf ofvirkir krakkar eru sam-
ankomnir. Einu stelpurnar í
hópnum, tvíburar með ljós-
rautt hár, neituðu að borða
einn einasta munnbita. Hvers
vegna veit ég ekki; kannski
voru þær í megrun og kannski
voru þær að koma beint úr
öðru afmæli. Pési bætti úr því
með því að innbyrða allt sem
tönn á festi.
Töframaðurinn bankaði
upp á um það leyti sem allir
voru búnir að borða nægju
sína. Þetta var eldri maður og
ég hafði fundið nafnið hans í
gulu síðunum í símaskránni.
Launin sem hann fór fram á
sköguðu hátt upp í útborgun
á alvörukastala. Kristófer,
sem býr hinum megin við göt-
una, stundi og sagði stundar-
hátt: „Ég hef séð hann áður.
Hann var í afmælinu hans Óla
frænda í fyrra. Hann er hund-
leiðinlegur." Hann lýsti sam-
viskusamlega öllum töfra-
brögðunum fyrir gestunum
jafnóðum og þau voru fram-
in.
Mér varð litið á Pésa. Hann
sat með hnyklaðar brýr og
horfði einbeittur á svart-
klæddan
anninn sem mótaði hunda úr
blöðrum, lét vasaklúta hverfa
og appelsínusafa rigna niður
úr loftinu.
Mömmur og pabbar tóku
að birtast um hálfsjöleytið og
það var mikill handagangur í
öskjunni meðan leitað var að
yfirhöfnum og blöðrum. Að
skilnaði fengu afmælisgest-
irnir sælgætispoka til þess að
taka með sér heim. „Það var
miklu meira nammi í pokun-
um sem við fengum í afmæl-
inu hans Jónsa,“ sagði einn
gestanna fyrirlitlega að skiln-
aði.
Það leið hálftími áður en ég
uppgötvaði að Pési var enn á
staðnum.
„Þú ættir kannski að
hringja í mömmu þína, Pési,“
sagði ég.
„Síminn er lokaður,“ svar-
aði hann eins og ekkert væri
eðlilegra.
Fullorðna fólkið var búið
að skála samviskusamlega í
hvítvíni fyrir afmælisbarninu
og enginn bauðst til þess að
keyra hann heim.
Tommi var kominn í nátt-
fötin og barðist við að halda
augunum opnum þegar
hlaðið tveimur klukkustund-
um seinna í gömlum, ryðguð-
um bíl. Hann flautaði fyrir
utan og Pési þaut út um dyrn-
ar án þess að muna eftir sæl-
gætispokanum sínum.
Ég gat ekki varist hlátri
þegar ég leit á eiginmann
minn: „Hann hafði ekki einu
sinni fyrir því að kveðja!“
Næst þegar ég sótti Tomma
í skólann heyrði ég litla rödd
segja: „Tomma mamma,
Tomma mamma!“
Ég leit niður og kom auga
á úfið hár, útstandandi eyru
og súkkulaðibrún augu.
Pési horfði á mig alvarleg-
um augum. „Mér þykir svo
vænt um þig,“ sagði hann.
Aður en ég kom upp orði tók
hann til fótanna og hvarf inn
í hóp lítilla andlita.
Það þarf líklega ekki að
taka það fram að Pési verður
efstur á afmælisgestalistanum
næsta ár. Hvað hina litlu
englana varðar þá hef ég heila
tólf mánuði til þess að undir-
búa mig andlega áður en 16.
mars rennur upp á nýjan leik.