Vikan


Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 27

Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 27
fllúreí fyrr hafa konur haft úr meíra úrvali getnaðarvarna að velja. Það er auðvelt að nálg- ast hær og flestum finnst núorðið eðlílegur hlutur að koma við í ap- ótekinu að kaupa pilluna eða smokka. Af hverju taka há svona margar vel gefnar ungar konur „sénsa“ hegar kemur að kynlífinu, hugsaekkium getnaðarvarnir og taka áhættu á hví að verða ófrískar eða smitast af kynsjúkdómum? Linda var nýflutt inn til kærastans síns en það voru þegar komnir brestir í sambandið þar sem tilhugalíf- inu var nú lokið. Þau rifust oft í viku, áttu í peningavandræð- um og veltu því bæði fyrir sér í laumi hvort þau hefðu gert alvarleg mistök með því að flytja saman. Þau vissu bæði að þau voru alls ekki tilbúin að eignast barn saman en samt voru þau mjög kærulaus þegar kom að getnaðarvörn- um. Afhverju? „Við vissum það alveg að við vorum engan veginn í stakk búin til að eignast barn. Við sváfum aldrei saman þeg- ar ég hélt að ég hefði egglos og stunduðum líka rofnar samfarir en aðrar getnaðar- varnir voru ekki í spilinu. Ein- hverra hluta vegna var ég bara svo viss um að ég yrði ekki ófrísk,“ segir Linda. En reyndin var önnur og einn morguninn fékk Linda áfall inni á baði þegar hún átt- aði sig á því að hún var kom- in fimm daga fram yfir. Hún rauk út í apótek, tók þungun- arpróf inni á baði og beið eft- ir niðurstöðunni milli vonar og ótta. Niðurstaðan var blá, heiðblá! Það er að segja já- kvæð. Linda var ófrísk og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. „Eg ræddi lengi við kærast- ann og hann reyndist mér vel þótt sambandið sem slfkt væri ekki upp á marga fiska. Ég ákvað að fara í fóstureyðingu en mér leið ömurlega illa yfir því. Ég var kona á þrítugs- aldri í ágætri vinnu en samt fannst mér ég ekki geta eign- ast barn. Ég var þunglynd lengi eftir fóstureyðinguna og fannst ég mjög vond mann- eskja. Ég hætti með kærastan- um nokkrum mánuðum seinna og hef aldrei tekið neina áhættu varðandi getn- aðarvamir síðan. Ég ætla ekki að ganga í gegnum aðra fóst- ureyðingu.“ flllt fyrir spennuna Sennilega er saga Lindu allt of algeng ef mið er tekið af fjölda fóstureyðinga hérlend- is á undanförnum árum, svo ekki sé minnst á alla kynsjúk- dómana sem geta smitast með þessum hætti. Samt sem áður taka marg- ar vel gefnar og vel menntað- ar konur áhættuna sem því fylgir að sofa hjá án getnaðar- varna. Þær þurfa kannski ekki að hafa áhyggjur af kynsjúk- dómum ef þær eru í föstu sambandi. Þær ætla sér ekki að verða ófrískar en verða það samt vegna þess að þær nota ekki getnaðarvarnir. í þessum tilvikum er ekki um að kenna fáfræði eða slæmu aðgengi að getnaðarvörnum. Hér kemur eitthvað annað til sögunnar. Sálfræðingar og aðrir sér- fræðingar í heilbrigðisgeiran- um hafa ýmsar skýringar á þessari hegðun fólks. I fyrsta lagi er mikil áhersla lögð á getnaðarvarnir ung- linga en þeir sem komnir eru á þrítugsaldur virðast gleym- ast. Það getur valdið því að fólk verður kærulausara með aldrinum. Það telur sjálfu sér trú um að það sé ekki lengur í þeim hópi sem eignast slysa- börn, eins og konur á þrítugs- aldri séu komnar úr barneign! Auk þess liggur það í hlut- arins eðli að það er kannski ekki alveg jafnmikið mál að verða ófrísk á þrítugsaldri eins og á táningsaldri þótt þungunin hafi ekki verið fyr- irfram ákveðin. I öðru lagi segjast sumir sérfræðingar greina óheilla- vænlega þróun meðal fólks á þrítugsaldri sem lítur á kyn- líf sem rússneska rúllettu. Við tökum öll einhverja áhættu í lífinu, t.d. bara með því að keyra bíl, reykja eða stunda áhættusamar íþróttir en sam- kvæmt því sem sumir sálfræð- ingar segja nota sumir engar getnaðarvarnir til að auka spennuna í kynlífinu og vegna þess að þeir eru sannfærðir um að ekkert slæmt geti hent þá á því sviði eða öðrum. Þetta fólk vill í raun storka ör- lögunum og komast upp með það. ÚYrjósemi I þriðja lagi hefur mikil um- ræða um ófrjósemi meðal fólks á þrítugs- og fertugsaldri orðið til þess að sumir trúa því einfaldlega að það sé ákaflega erfitt að geta barn. Sannleik- urinn er samt sá að algjör ófrjósemi er sjaldgæf og yfir 90% þeirra para sem reyna að geta barn tekst það á innan við tveimur árum. Sumar konur og sennilega einhverj- ir karlmenn eru því orðin svo gegnsýrð af öllum þessum upplýsingum um ófrjósemi, sæðisbanka og glasafrjóvgan- ir, svo eitthvað sé nefnt, að þau hætta að nota getnaðar- varnir til þess eins að komast að því hvort þau geti virkilega búið til barn. Þegar það síð- an tekst er gleðin oft skamm- vinn því þó að frjósemin sé góð er þungunin sem slík kannski ekki gleðiefni. í fjórða lagi finna flestar barnlausar konur, sérstaklega konur á framabraut, fyrir þrýstingi frá umhverfinu ef þær verða ekki ófrískar eftir ákveðið langan tíma í sam- bandi. Sumar hætta að nota getnaðarvarnir með hálfum huga til þess að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að þær geti orðið ófrískar. Aðrar hafa heyrt mæður hamra mik- ið á því að jafnvel þótt hægt sé að skipuleggja lífið á öðrum sviðum sé ekki hægt að skipu- leggja barneignir og það sé hreint og beint óeðlilegt! Þær hugsa því með sér að ef ekki sé hægt að skipuleggja barn- eignir sé alveg eins gott að drífa í þessu þótt tímasetning- in sé kolröng. Pillan og smokkurinn Flestir fá sína helstu fræðslu um getnaðarvarnir hjá vinum sínum og konur ræða t.d. oft um hvort þessi pillutegund sé betri en hin eða hvort smokk- urinn breyti miklu fyrir þær. Ungt fólk hugsar helst um pilluna eða smokkinn þegar rætt er um getnaðarvarnir og ef þær varnir gagnast illa hætta margir algjörlega að nota getnaðarvarnir í stað þess að leita annarra leiða. Pillan hefur að einhverju leyti átt undir högg að sækja og margar konur telja hana afar óholla en sannleikurinn er sá að bæði fóstureyðing og meðganga leggja mun meira á líkama konunnar heldur en pilla með litlu hormónainni- haldi. Ef pillan eða smokkur- inn gagnast illa er því ráð að leita til heimilslæknisins, í stað þess að gefast upp, og fá hann til að mæla með annars konar getnaðarvörnum. Að lokum ættu þó allir að hafa í huga að nýhafið ástar- samband sem ber ávöxt er ekki dæmt til að mistakast. Börn eru yndisleg og þótt töl- fræðin sé ykkur ekki hliðholl er aldrei að vita nema þið get- ið haldið ástinni á lífi og fund- ið henni nýjan farveg með nýjum fjölskyldumeðlim. Vikan 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.