Vikan


Vikan - 19.09.2000, Side 29

Vikan - 19.09.2000, Side 29
prófið og beið eftir niðurstöð- unni. Niðurstaðan var jákvæð og ég vissi ekki hvort ég átti að^ráta eða hlæja. Eg hringdi í vinnuna og til- kynnti mig veika og hringdi svo strax í Óla og bað hann að koma heim í hádeginu. flllt of gömul Óli gat auðvitað ekki beð- ið fram að hádegi og kom strax heim þar sem hann hélt að það væri eitthvað alvarlegt að. Ég leiddi hann inn í stofu og skellti fréttunum síðan framan í hann. „Þú ert að verða pabbi á gamalsaldri!" sagði ég og hló taugaveikluð. Óli tók fréttunum með stóískri ró, eins og hans var von og vísa en í gegnum huga minn flugu alls kyns hugsan- ir. Ég hafði talsverðar áhyggj- ur af minni eigin heilsu, heilsu barnsins og hvort ég myndi ekki líta hryllilega hallæris- lega út svona ófrísk. Ég átti nú einu sinni 25 ára gamlan son og hann hefði eiginlega frekar átt að eignast barn heldur en ég. Fóstureyðing kom samt ekki til greina í mínum huga. Ég fór í legvatnsstungu nokkru seinna og þegar í ljós kom að barnið virtist heilbrigt fór ég að hugsa lengra fram í tímann. Ég hafði mig samt ekki í það að segja krökkun- um mínum frá þessari óvæntu fjölgun fyrr en ég var komin rúma fjóra mánuði á leið. Við vissum ekki hvernig krakkarnir tækju fréttunum en sem betur fer fannst þeim ekkert athugavert við að mamma þeirra væri ófrísk á fimmtugsaldri og fannst bara sniðugt að eignast lítið systk- ini. Fólk í kringum okkur varð að vonum hissa á fréttunum en ég varð hvergi vör við for- dóma, Ég held meira að segja að sumir hafi litið öfundar- augum til okkar og hugsað með sér hvað við ættum gott að vera ennþá saman eftir all- an þennan tíma og eiga von á barni eins og einhverjir tán- ingar! Silfurbrúðkaupið nálgaðist nú óðfluga en Parísarferðin var úr myndinni enda var ég skrifuð inn sex vikum eftir brúðkaupsafmælið og fertug- asta og þriðja afmælisdaginn minn. Við héldum samt litla veislu og eigum fallegar myndir af allri fjölskyldunni með mig í miðjunni, með bumbuna út í loftið. Það er skemmst frá því að segja að litla krílið okkar var tekið með keisaraskurði tveimur vikum síðar vegna þess að ég var komin með allt of háan blóðþrýsting en eftir þrjá daga á fæðingardeildinni kom ég heim með gullfallega litla stelpu sem er augasteinn okkar allra. Lesandi segir Gunnhildi Lily Magnúsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þinu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. 1 leiniilisfanf’ift er: Vikan - „I.ífsrevnslusava", Seljaveeiir 2, 101 Keykjavík, Netfan^: v ikan@froili.is Vikan 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.