Vikan


Vikan - 19.09.2000, Page 31

Vikan - 19.09.2000, Page 31
legt er að taka tillit til breyttra hátta viðskiptavinanna. Fítuskertur matur bragð- ast oft ekki eins uei Vandamálið við fituskerta eða fitusnauða rétti er að þeir bragð- ast oftast alls ekki eins vel og hin- ir. Tilraunir með fituminni sam- lokur og hamborgara hafa til dæmis algjörlega mistekist í Bandaríkjunum. Fólk reynir að borða fituminni mat en auðvit- að vill það að maturinn sé bragð- góður og kannanir sýna að þó svo að fólk reyni að kaupa matvöru sem er fituminni og með færri hitaeiningum þá kaupir það vör- una ekki ef þvf finnst hún bragðvond. Leyndardómurinn á bak við allar þessar vangaveltur er að velja einfaldlega mat sem er fitu- lítill frá náttúrunnar hendi, frek- ar en að velja eitthvað sem er til- búin, fituskert útgáfa af fitandi mat. Úhætt að borða úti ef... Er þá enn mögulegt að fara á veitingahús eða borða skyndibita án þess að eyðileggja heilsusam- lega mataræðið? Linden Costa- in segir að það velti auðvitað á því hversu oft sé farið á veitinga- hús. „Ef fólk fer út að borða að- eins einu sinni á þriggja vikna fresti er því óhætt að velja sér hvað sem það vill. Fari fólk oft í viku á veitingahús þarf það að hugsa svolítið um hvað það vel- ur sér af matseðlinum. Það á ekki að vera mikið vandamál að borða góðan mat sem er bæði fituh'till og bragðgóður." Hún segir að grundvallarreglan sé að forðast djúpsteiktan, rjómalagaðan, ol- íuborinn mat og alls kyns mat í deigi. Fólk eigi að leita að mat á matseðlinum sem sé soðinn, gufusoðinn, grillaður eða kola- grillaður. Ennfremur er í lagi að borða mat sem er bakaður eða eldaður í eiginn safa, í tómatsafa eða léttvíni, svo og snöggsteiktan mat. Best er að forðast eins og heitan eldinn þá rétti sem lýst er sem rjómalöguðum, djúpsteikt- um, í hollandaisesósu, gratíneruðum, í kókoshnetu- mjólk, pönnusteiktum, í croute- eða bechamelsósu. Japanskurmatur Margur japanskur matur er dýr en sashimi (þunnar sneiðar af hráum fiski), sushi, hrísgrjón og núðlur gera flestum gott eitt. Nánast allir japanskir réttir inni- halda lítið af fitu og sú fita sem í þeim er kemur yfirleitt úr fiski og er þá ómettuð. Rétt er fyrir þá sem vilja halda í við sig að sleppa tempura sem er t.d. djúpsteiktur fiskur, skelfiskur eða grænmeti. Franskur matur Rétt er að velja sér einfalda rétti sem ekki eru bornir fram í rjómasósum auk þess sem hafa verður í huga að osturinn er æv- inlega fitandi. ítalskur matur Góðu fréttirnar varðandi ítalska matinn er að bæði pizza og pasta getur verið góður og heilsusamlegur kostur. Sé pizz- an þunn og stökk er hún góð en því þykkari sem hún verður þeim mun fleiri verða hitaeiningarn- ar. Sé aukaosti eða olíum bætt ofan á fer málið að vandast. Bestu ítölsku veitingahúsin bera fram sjávarréttapizzur án þess að hafa ost ofan á þeim. Þær bragð- ast betur, segja Italirnir. Þunn og stökk pizza fyrir einn með osti og tómötum er sögð innihalda um 700 hitaeiningar en sé ostinum sleppt verða hitaeiningarnar að- eins um 500. Pasta með tómat- eða grænmetissósu er gott en rétt er að fara varlega þegar búið er að bæta rjóma og osti út í sós- una. Induerskur matur Veljið tandoori eða tikka fisk, kjúkling eða lambakjöt, en forðist rjómalag- aðar tikka masala sósur. Tandoori réttir eru bakaðir í leirofni og án sósu svo þeir eru góðir fyrir þá sem ekki vilja inn- byrða allt of margar hitaein- ingar. Þessir réttir innhalda yfirleitt ekki fleiri en 200 hitaeiningar. Ef fólki finnst rétt- irnir of þurrir er rétt að fá sér grænmeti í karríi og sleppa olí- unni sem oftast er borin fram sér. Raitha jógúrt sósan indverska inniheldur fáar hitaeiningar og auðvitað skaðar engan að fá sér soðin hrísgrjón. Indverska brauðið er misfitandi. Chapatis, flatbrauð grillað án feiti, er því gott, en parathas, ósýrt flatbrauð, er dýft í feiti og þá fjölgar hitaein- ingunum. Naanbrauð er stund- um penslað með skírðu smjöri sem heldur er ekki nógu gott. Kínverskur matur Betra er að panta sér chop- suey núðlur en sætt og súrt svína- kjöt því það síðarnefnda er djúp- steikt og í deighjúp. Hrísgrjón- in, ómenguð, eru góð en þegar búið er að blanda einhverju út í þau og steikja þau fer hitaeining- unum að fjölga. Sé kjötið, fisk- urinn eða grænmetið, sem notað er í réttina, þurrsteikt á pönnu er ástæðulaust að óttast það en á ódýrum kínverskum veitinga- stöðum notast menn því miður oft við ódýrt hráefni, t.d. feitt kjöt sem falið er í þykkri sósu. Þrátt fyrir allt er oftast einhver olía höfð með í þurrsteiktum réttum, en venjulegur skammtur af nautakjöti í ostrusósu er þó að- eins talinn innihalda um 350 hita- einingar. Mikið er af chili, hvít- lauk og öðru kryddi í kínverskum mat og það ætti að nægja til þess að gera matinn girnilegan án þess að út í hann sé bætt of miklu feit- meti. Skyndibiti Morgunmatur Beiglur hafa fengist um nokk- urt skeið hér á landi. Sé beiglan ein og sér má reikna með að hún innihaldi um 200 hitaeiningar. Svo má líka grípa morgunkorn í smápakka og hafa með því létt- mjólk. Hádegismatur Samlokur verða oft fyrir valinu en látum nú ekki blekkjast. Þótt aðeins séu tómatar og agúrkur á samlokunni og svolítið kál getur hún orðið hættuleg því venjulega hefur sósu verið bætt á til að bragðbæta hana. Samloka getur innihaldið um 900 hitaeiningar ef hún er með einhverju „góðu“. Það mætti allt eins fá sér djúp- steiktan fisk og kartöflur. Hita- einingafjöldinn yrði svipaður. Ef fólk kaupir sér samloku þar sem hægt er að velja meðlætið er rétt að halda sig við grænmetið og sleppa öllu sem er fituríkt. Kvöldmatur Sem dæmi um allgóðan skyndibita að kvöldlagi er pítu- brauð með kjúklingi. Það má bæta réttinn með fersku græn- meti en rétt er að minna enn einu sinni á að það ber að sleppa sós- unni ef vel á að vera. Hamborg- ari með engu nema brauðinu þarf heldur ekki að vera sem verstur og inniheldur trúlega ekki nema 250 til 300 hitaeiningar sé hann ekki búinn til úr allt of feitu kjöti. Vikan 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.