Vikan


Vikan - 19.09.2000, Síða 37

Vikan - 19.09.2000, Síða 37
Aðferð: Eggjahvítur þeyttar saman með hvíta sykrinum þar til þær eru orðnar stífar. Þá er púðursykri og Rice krispies bætt varlega út í. Teiknið tvo u.þ.b. 20 sm hringi á smjör- pappír og setjið deigið yfir þá. Setjið á bökunarplötu og bak- ið í 50 - 60 mínútur við 180 gráðu hita. Sigríður Steinunn Gott- skálksdóttir hjúkrunar- fræðingur gefur lesendum Vikunnar uppskrift að gómsætri marengstertu. „Ég fékk pessa uppskrift frá ðlmu uinkonu minni sem vinnur með mér á heilsugæslustöð Miðbæjar á Vesturgötunni," segir Sigga Steina. „Alma uarð prítug á pessu árí og kom með svona tertu til okkar í vinnuna af pví tilefni. Okk- ur fannst tertan mjög gómsæt og báðum um uppskriftina. Ég bakaði hana fyrír afmæli sonar míns nýlega og varð mjög ánægð pegar ég sá vini hans háma hana í sig.“ Afmælistertan hennar Ölmu, 7. ágúst 2000 4 eggjahvítur 2 dl sykur 1 dl púðursykur 2 bollar Rice krispies smjörpappír 1 peli rjómi 1 askja af bláberjum lla- 2 öskjur afjarðarberjum 2 Rollolengjur 50 g suðusúkkulaði örlítil mjólk Á milli botnanna: Þeytið rjómann og skerið niður hálfa öskju af bláberj- um og eina öskju af jarðar- berjum og bætið út í rjómann. Ofan á tertuna: Bræðið Rollobitana úr lengjunum tveimur ásamt suðusúkkulaði og örlítilli mjólk. Hellið síðan yfir tert- una og skreytið með bláberj- um og jarðarberjum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.