Vikan


Vikan - 19.09.2000, Qupperneq 44

Vikan - 19.09.2000, Qupperneq 44
„Fyrirgefðu,“ sagði Charlotte afsakandi og bölvaði sjálfri sér í hljóði fyrir að hafa ekki horft al- mennilega á hann áður en hún ávarpaði hann röngu nafni. „Ekkert mál,“ sagi Daniel Jefferson brosandi. Bros hans var hlýlegt og einhverra hluta vegna fór það óskaplega í taugarnar á henni. „Mér þykir leitt að hafa ekki verið hér til þess að taka á móti þér. Ég tafðist á leiðinni. Ég vona að Ginny hafi sýnt þér allt það nauðsynlegasta. Ég bað Margar- et Lewis, sem er nokkurs konar starfsmannastjóri hjá okkur, að hitta þig klukkan hálfellefu og kynna þig fyrir starfsfólkinu á vöggustofunni.“ „Vöggustofunni?" hváði Charlotte. „Fyrirgefðu, það er ekki von að þú áttir þig á hvað ég er að tala um. Við erum vön að kalla her- bergi ungu lögmannanna vöggu- stofuna. I fyrsta lagi vegna þess að þeir eru enn þá blautir á bak við eyrun og í öðru lagi vegna þess að herbergið á efstu hæð- inni, sem þeir vinna í, var barna- herbergi þegar búið var í þessu húsi.“ Flann þagnaði og leit rannsak- andi á hana. Charlotte var óþægi- lega meðvituð urn að hún liti út eins og spillt tískudrós frá London en stillti sig um að toga í pilsfaldinn. Fíana grunaði að hann væri að reyna að stilla sig um að hlæja að henni og fann roðann læðast fram í kinnarnar. Hann getur hlegið, hugsaði hún bitur. Hann hefur efni á að ganga í klæðskerasaumuðum jakkafötum. Hún efaðist um að hann hefði nokkru sinni verið svo peningalaus að hann hefði ekki haft efni á því að kaupa sér föt. Leyfum honum að hlæja, henni stóð á sama. En henni stóð ekki á sama. Henni stóð heldur ekki á sama að Daniel hafði tekið á móti henni í stað Richard Horwich og að henni hefði verið komið fyrir f skrifstofu við hliðina á Daniel, þar sem hún var einangruð frá hinu starfsfólkinu. Hvers vegna? Var það vegna þess að þrátt fyrir hlýlegt brosið hafði hann í raun og veru ekki kært sig um að fá hana í vinnu? Kannski var hann reiður vegna þess að félagi hans hafði ráðið konu eins og hana ... mislukkaða manneskju ... manneskju sem hafði mistekist allt sem Daniel sjálfum hafði tekist? Hafði hann komið því svo fyr- ir að hún fengi skrifstofuna við hliðina á honum svo hann gæti fylgst með störfum hennar... gæti njósnað um hana, vegna þess að hann treysti henni ekki? Hana grunaði að svo væri. Hún gat varla hugsað þá hugs- un til enda. „Ég vona að það eigi eftir að fara vel um þig hér,“ sagði hann. „Ég veit að þú ert vön að vinna sjálfstætt svo vonandi leiðist þér ekki þótt þú sért svolítið einangr- uð. Auðvitað eru dyrnar á milli skrifstofanna venjulega opnar." Hann benti á dyr sem Charlotte hafði ekki tekið eftir áður. Hún uppgötvaði að þær lágu inn á skrifstofuna hans. Hún varð svo reið að henni fannst hún vera að kafna. Hélt hann virkilega að hann yrði að fylgjast með henni meðan hún væri að störfum? Hún kreppti hnefana svo negl- urnar skárust inn í lófana og reyndi að stilla sig um að segja honum hvert hann gæti troðið þessu starfi sínu. Hún hafði ekki efni á því að láta undan þeirri freistingu. Hún reyndi að beina hugsunum sínum að yfirdrættin- um hræðilega og góðmennsku foreldra sinna. Hún var ekki í þeirri aðstöðu að geta hafnað góðu starfi, satt að segja var hún ekki í aðstöðu að geta hafnað nokkru starfi, hversu mikið sem vinnuveitandinn færi í taugarn- ar á henni. Ekki það að hann hefði í raun og veru ráðið hana í vinnu. Hún sá þetta í anda. Hún gat ímynd- að sér hvað hafði gerst þegar Ric- hard Horwich tilkynnti að hann hefði ráðið hana í starfið. Richard hafði auðvitað orðið að sýna honum starfsferilsskrána hennar og þar stóð allt um mis- tök hennar, svart á hvítu. Hún hafði ekki dregið neitt undan. henni fannst heiðarlegra að láta allt koma fram. í viðtalinu hafði Richard spurt hana náið út í ástæður þess að hún hafði orðið að loka skrifstofunni og hún hafði svarað honum af trú- mennsku. Hún gat rétt ímyndað sér hversu maður eins og Daniel Jefferson hefði orðið reiður þeg- ar hann frétti að henni hefði ver- ið boðið starfið og hún þegið það. Hann sagði eitthvað og hún neyddi sig til þess að leggja við eyrun. „Ég er búinn að búa til lista yfir málin sem ég þarf helst aðstoðar þinnar við, ég held að það sé best að þú verjir nokkrum dögum í það að lesa í gegnum skjölin. Málin eru mörg og ólík. Ég veit ekki hvort Richard sagði þér það að þessi lögmannsstofa er dæmi- gerð fyrir landsbyggðina. Enginn sem hér starfar hefur sérhæft sig í sérstökum málaflokkum. Við tökum að okkur alls konar mál, það mætti ef til vill líkj a okkur við heimilislækna. Ég er þeirrar skoðunar að þannig starfsemi sé meira spennandi. Ef við metum það svo að við ráðum ekki við mál sem við erum beðnir að taka að okkur ráðleggjum við skjól- stæðingnum að leita sér aðstoð- ar annars staðar. Stundum tökum við að okkur mál með því skilyrði að skjólstæðingurinn leiti annað ef hann er ekki ánægður með frammistöðu okkar. Það getur vel verið að þetta sé gamaldags hugsunarháttur en hann hentar okkur. Það er langt síðan ég komst að þeirri niðurstöðu að ég hefði ekki áhuga á að sérhæfa mig á einu ákveðnu sviði." Charlotte fann hitann í andlit- inu. Þurfti hann endilega að minna hana á hennar eigin heimsku? Sjálf hafði hún einbeitt sér að fasteignamarkaðinum. Hana langaði að segja honum að hún hafi ekki haft um neitt að velja, að hún hefði einfaldlega ekki haft tíma til að útvíkka starfssvið sitt, það hefði verið svo mikið að gera á fasteignamark- aðinum, og þar fyrir utan hefði hún tekið að sér feiknin öll af góðgerðarmálum. Bevan hafði ekki verið hrifinn af góðgerðarmálunum. Þau höfðu orðið tilefni til ótal rifr- ilda en hún hafði bent honum á að þetta væri hennar atvinnu- rekstur og hún hefði rétt til þess að vinna fyrir ekki neitt ef henni sýndist svo. Og jafnvel þótt þau mál hefðu ekkert gefið í aðra hönd hafði það glatt hana að geta hjálpað fólki sem annars hefði ekki haft nokkra möguleika á því að fá réttlætinu framgegnt. Það var dýrt að leita til lögmanna og það höfðu ekki allir efni á þjón- ustu þeirra. „Þetta er ný reynsla fyrir mig,“ heyrði hún Daniel segja. „Ég hef aldrei unnið í svo náinni sam- vinnu með öðrum, nema þegar ég var nýútskrifaður og vann með föður mínum. En ég verð að viðurkenna að ég er feginn að fá aðstoðarmann, núna þegar ég er að drukkna í verkefnum.“ Aðstoðarmann! Hún hafði verið ráðin sem aðstoðarmaður Daniels Jeffersons! Charlotte beit sig í vörina til þess að stöðva mótmælin sem brunnu á vörum hennar. Þegar hún þáði starfið hafði henni ekki verið sagt að hún ætti eingöngu að vinna með Daniel. Hún hafði þvert á móti staðið í þeirri trú að hún ætti að sinna sömu störfum og yngri lög- mennirnir og taka að sér öll skít- verkin meðan Daniel Jefferson baðaði sig í sviðsljósinu. Þessar 44 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.