Vikan


Vikan - 19.09.2000, Page 55

Vikan - 19.09.2000, Page 55
Vikan 55 Kjúklinga Burritos Fyrir 4 sem aðalréttur. 8 Casa Fiesta hveiti tortillur 150 g kjúklingabringur í strimlum 1 msk. grœnmetisolía 200 ml Casa Fiesta taco sósa (mild, medium, hoteða extra hot) 75 g Casa Fiesta corn salat 150 g rifinn ostur 200 ml sýrður rjómi niðurskorinn Casa Fiesta jalapeno pipar til að skreyta með flðferð: 1. Steikið kjúklingastrimlana í olíunni á pönnu þartil kjúkling- urinn er eldaður í gegn. 2. Bætið taco sósunni og corn sal- atinu á pönnuna og látið blönd- una malla í 3 -4 mínútur. 3. Hitið þurra pönnu (t.d. pönnu- kökupönnu) og hitið síðan tortillurnar beggja megin við meðalhita í nokkrar sekúndur. Stráið einni teskeið af rifnum osti á hverja tortillu. Bræðið ostinn með því að setja tortill- urnar í forhitaðan ofn í 30 sek- úndur við 180 gráða hita, eða í örbylgjuofn í nokkrar sekúnd- ur á háum styrk. 4. Þegar osturinn er bráðnaður, þekið helming hverrar tortillu með kjúklingablöndunni og setjið ofan á það sýrðan rjóma eftir smekk. 5. Brjótið tortillurnar yfir fylling- una eins og sýnt er á myndinni. 6. Skreytið með jalapeno pipar, berið fram strax og njótið! ENN EIN SKEMMTIIEG NÝJUNG FRA KOTLU! í kjölfarið af frábæra, nýja vöffludeiginu og rjómanum, sem hafa náð gífurlegum vinsældum, hefur Katla nú sent frá sér bráðsniðuga nýjung en það er hráefni í kökur sem eru ótrú- lega einfaldar í bakstri. Um er að ræða hunangsköku og súkkulaðibitaköku sem eru bakaðar í kassanum sjálfum og hann þolir 180 gráða hita. Baksturinn getur ekki verið einfaldari; þú rífur lokið af kassanum, hellir innihaldinu í skál og setur saman við þurr- efnið egg, olíu og/eða vatn. Þessi nýjung sem hefur slegið í gegn í Evrópu er afar vin- sæi þar sem fólk nú á dögum hefur minni tíma til að baka, en baksturinn á þessum einföldu og bragðgóðu kökum tekur u.þ.b. 40 - 50 mínútur í ofni. Kökurnar fást » í öllum helstu matvöruverslunum landsins.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.