Vikan - 19.09.2000, Blaðsíða 56
Frönsk sveitasæla
Mörg þorpin eru uppi í
fjöllunum og eru byggð
upp eftir hlíðunum.
Margir hafa gaman af að skiou-
leggia sumarleyfisferðir sínar
sjálfir og vilja ógjarnan fara í
hópferðir ferðaskrifstofa. En heg-
ar fólk ferðast á eigin uegum er
hið óvænta iðulega á næsta leiti
og há er ekki á neinn að treysta
nema sjálfan sig huí enginn annar
fararstjóri er með í för. Þetta
fengum við fjölskyitfan að reyna í
sumarleyfinu í hjarta franskrar
sueitasælu í Prouence héraði.
rcs
tz
CD
CO
CD
O)
cr
CD
co
Við fórum ekki undir-
búningslaust að
heiman heldur var
búið að panta sumar-
hús í smáþorpi í nágrenni við
Avignon. Lest fór frá Charles de
Gaulle flugvelli til borgarinnar
og við áttum einnig pantað far
með henni. Allt gekk vel og við
lentum tímanlega í París en þá
hófust vandræðin. Þar sem við
ferðafélagarnir stóðum og vorum
að leita að brautarstöðinni vék
sér að okkur maður og spurði
hvort hann gæti aðstoðað. Hann
var með stóran farsíma tengdan
við tösku sem hékk um öxl hans
og við ályktuðum að þarna væri
á ferð starfsmaður flugvallarins.
Jú, víst gátum við þegið aðstoð
og þegar við höfðum sagt hon-
um hvert við værum að fara kvað
hann upp með það að við þyrft-
56 Vikan
um að komast á Gare de Lyon.
Við sögðum honum að það væri
ekki alls kostar rétt því lestin færi
frá flugvellinum en hann stóð fast
á sínu.
Þar sem við erum ókunnug í
Frakklandi og tölum ekki málið
varð það ofan á að við ákváðum
að treysta þessum nýja vini okk-
ar. Hann bauðst til að keyra okk-
ur á lestarstöðina gegn vægri
greiðslu (sem reyndist tæpar
5000 kr.) og við gengumst inn á
það. Á Gare de Lyon kom hins
vegar fljótt í ljós að lestin okkar
færi frá flugvellinum og okkur
var bent á að taka rútu þangað
aftur. Rútuferðin gekk hægt,
enda umferðin farin að þyngjast
í París. Tíminn leið hratt og brott-
farartími lestarinnar nálgaðist
stöðugt og enn var ekki farið að
grilla í flugstöðvarbygginguna.
Kraftaverk að finna rétta
brautarpallinn
Ferðalangarnir frá íslandi
voru orðnir órólegir og kvíðnir
því enn átti eftir að finna lestar-
stöðina á flugvellinum. Þegar rút-
an loks nam staðar á fyrsta við-
komustað í flugstöðvarbygging-
unni hlupum við af stað með far-
angurinn í eftirdragi í leit að ein-
hverjum sem gæti hjálpað. Fyrir
tilviljun komum við auga á skilti
sem benti á brautarstöðina og nú
fengu postulahestarnir þjálfun
eftir langvarandi hvíld. Það stóð
á endum að við komumst niður
á brautarpallinn tveimur mínút-
um áður en lestin átti að fara. Sú
tilviljun að við skyldum einmitt
hitta á brautarpallinn þar sem
lestin okkar stoppaði verður að
teljast nánast kraftaverk ef tek-
ið er tillit til þess að flugstöðvar-
byggingin er stór og þar er auð-
velt að villast.
Við komum okkur fyrir í lest-
inni en þá tók ekki betra við. I
Ijós kom að við vorum í röngum
hluta lestarinnar. Lestin er í raun
tvær samtengdar lestir sem eru
aðskildar hvor frá annarri þegar
vissum áfanga ferðarinnar er náð
og fara þá sitt í hvora áttina. Til
að leiðrétta þessi mistök urðum
við að hírast í þröngu hólfi milli
lestarvagnanna, stökkva út á
næstu brautarstöð og hlaupa eins
og við ættum lífið að leysa með-
fram lestinni þar til rétti vagninn
var fundinn. Eftir á að hyggja
hefur það sennilega verið hálf-
furðuleg hersing sem ruddist út
úr vagninum og hljóp af stað með
fjórar þungar töskur í eftirdragi.
Smávaxnar franskar konur hlupu
úr vegi þessara vígalegu Islend-
inga og hafa sjálfsagt margar
talið sig eiga snarræði sínu lífið
að launa.
Allt tókst þetta og við
komumst heilu og höldnu til
Avignon. Við ætluðum að leigja
þar bíl og keyra upp í þorpið þar
sem húsið okkar var en hafði
láðst að taka það með í reikning-
inn að Avignon er menningar-
borg 2000, eins og Reykjavfk, og
því stútfull af ferðamönnum.
Engan bíl var að fá en þegar við
höfðum samband við leigusala
okkar til að fá lykla af húsinu
bauðst hann til að keyra okkur
upp að dyrum. Við þáðum með
þökkum þetta góða boð sem var
einkennandi fyrir þá hlýju og
hjálpsemi sem við mættum hvar-
vetna meðal Provence búa.
Húsið sem tekið var á leigu í
þorpinu Murs.