Vikan


Vikan - 14.11.2000, Blaðsíða 22

Vikan - 14.11.2000, Blaðsíða 22
Texti: Steingerður Steinarsdóttir S t ú I k Janna Hanson var þrettán ára þegar hún hvarf. Hún hafði lagt af stað að heiman frá sér laust eftir klukkan hálfníu að morgni annars dags jóla til að líta eftir húsvagni fjöl- skyldu vinkonu sinnar en þau höfðu farið í ferðalag um hátíð- arnar. Janna fór svo snemma því fjölskyld- unni var boðið í há- degisverð á heimili elstu Hanson systur- innar, Gail, og móðir þeirra, Doreen, vildi komast af stað ekki seinna en rúmlega ellefu. Janna ætlaði að vökva blómin og sjá til þess að örlítið væri skrúfað frá kalda krananum svo vatnið frysi ekki í pípunum. Húsvagninn stóð á lóð Nile Country klúbbs- ins í nágrenni við heimili Hanson fjöl- skyldunnar. Janna þurfti aðeins að fara eftir göngustíg sem lá milli þéttra barrtrjáa sem stóðu fyrir aftan íbúðarblokkina þar sem Janna bjó með móðursinni og tveimur eldri systrum. Dor- een hringdi heim til vinkonu hennar klukkan tuttugu mínút- ur fyrir ellefu um morguninn en fékk ekkert svar. Hún ók að húsvagninum fjörutíu mínútum síðar, eins og þær mæðgur höfðu áður komið sér saman um að hún gerði, og fann þá hvorki tangur né tetur af dóttur sinni. Doreen hringdi á lögregluna og þótt lögregluþjónn kæmi á stað- inn og leitaði lauslega að stúlkunni í nágrenni við húsvagn- inn sýndi hann lítinn áhuga á að gera eitthvað frekar. Stúlkan hafði aðeins verið týnd í u.þ.b. tvo klukkutíma og hann taldi lík- legt að Janna hefði farið til ein- hverra vina sinna og stakk upp á að Doreen reyndi að leita henn- ar þar. Doreen var hins vegar al- veg sannfærð um að dóttir henn- ar hefði ekki óhlýðnast sér og farið burtu úr húsvagninum án þessað láta vita. Doreen lagði því af stað í leit að dóttur sinni og þegar hún fannstekki reyndi hún að hafa samband við lögregluna aftur. Viðbrögð löggæslunnar voru hæg og sein eins og í fyrra sinnið, enda töldu menn þar á bæ líklegast að stelpan hefði strokið að heiman. Doreen vissi að svo gat ekki verið og reyndar voruallirsem þekktu til fjölskyld- unnar jafn sannfærðir og móðir- in um að eitthvað hefði komið fyr- ir Jönnu. Hanson fjölskyldan var mjög samrýnd og náin. Doreen Hanson skildi við mann sinn á seinni hluta sjö- unda áratugarins en við upp- haf þess áttunda voru hjónin farin að tala um að taka saman aftur. Faðir Jönnu varð þá bráð- kvaddur og dauði hans varð til þess að þrýsta dætrunum og Doreen enn þéttarsaman. Sorg- in var þeim öllum erfið en árið 1974 voru þær farnar að jafna sig og sáu fram á bjartari tíma. Föðuramma stúlknanna sá sér færtað heimsækja þærþessi jól ogallar höfðu þær hlakkað mik- ið til. Gail, sú elsta, var 23 ára, tvíburarnir Penny og Pamela 21 árs og Janna, sú yngsta, þrett- án. Janna var Ijóshærð, hávax- in og lagleg eins og eldri systur hennar og þótt hún hefði ekki náð fullum þroska benti allt til þess að hún yrði jafn glæsileg kona og þær. Jólin voru í alla staði hin ánægjulegustu og Janna var sérlega glöð því hún hafði fengið nánast allt sem var á óskalistanum hennar í jóla- gjöf. Doreen gat því ekki, þótt hún reyndi ítrekað næstu daga, rifjað upp neitt ósætti sem gæti hafa valdið því að dóttir henn- ar hlypist á brott né fundið neina ástæðu fyrir því að Janna léti sig hverfa. Hringdi frá húsuagninum í vin sinn Doreen vissi að dóttir henn- ar hafði komið í húsvagninn því hún hafði hringt þaðan í skóla- bróður sinn einhvern tíma á milli hálftíu og tíu. Móðir hans svaraði í símann, sagði Jönnu að hann svæfi og kvaddi. Eftir það heyrði enginn frá stúlkunni og hún svaraði ekki þegar móð- ir hennar hringdi rúmri klukku- stund síðar. Næstu mánuðir liðu a hægt að mati Doreen Hanson. Auglýst var eftir Jönnu og marg- ir töldu sig hafa séð henni bregða fyrir en þegar að var gáð reyndist það alltaf tálsýn. Lítið gerðist annað en það að þegar vinkona Jönnu, sem bjó í hús- vagninum, kom til baka fann hún gallabuxur í þvottinum sín- um sem reyndust vera buxurnar sem Janna var í þegar hún fór að heiman hinn 26. desember. Doreen fannst oft að hún yrði vör við návist dóttur sinnar og að hún væri að reyna að koma til sín einhverjum skilaboðum. Oft heyrði hún barið á dyr íbúð- arinnar en þegar hún gekk fram til að svara reyndist enginn fyr- ir utan. Það var ekki fyrr en vin- kona hennar heyrði það sama að Doreen þorði að trúa eigin eyr- um. Fjölskyldan leitaði til sjá- anda í Portland í Oregon sem bað um að fá sendan poka með hlutum úr eigu Jönnu. Sjáand- inn kvaðst sjá Jönnu á svæði þar sem fallin tré lægju á jörðinni, lauf þektu jarðveginn og tjörn væri í næsta nágrenni. Hann kvaðst næstum fullviss um að Janna væri látin. Þetta gátu vel verið réttar upplýsingar en lýsingin á stað- háttum var hins vegar svo al- menn og átti við um mikinn hluta nágrennins í Seattle í Washington þar sem Janna bjó. Lögreglunni ogfjölskyldunni var því mikið að vanbúnaði ef not- ast átti við þessa lýsingu til að leita aðJönnu. Sunnudaginn 3. ágúst árið 1975 rofaði lokstil. í Maltby, sem er lítið sveitasam- félag skammt austur af Mountlake Terrace úthverfinu þar sem Hanson fjölskyldan bjó, var kommúna hippa að ryðja land til grænmetisræktar þeg- 22 Vikaii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.