Vikan - 14.11.2000, Blaðsíða 15
Auður: „Frá
sjónarhóli
karlmanna
eru tösk-
urnar mínar
skynsamleg-
ustu
kventöskur
sem fyrir-
finnast.“
Guli bakpokinn:
Tyggjópakki
Fullt af kassakvittunum
Gömul blikkdós
Gömul peningaveski undir
greiðslukort
Sígarettur
Svarta taskan:
Tyggjópakki
Snyrtibudda
Frumlegt
peningaveski.
Auður Haralds, rithöfundur og
blaðamaður, kemur á óvart þeg-
ar hún hvolfir úrtöskunni sinni
á borðstofuborðið. Auður er
kona margra hluta, eins og
heimili hennar ber vitni um, en
svo bregður við að töskurnar
hennar eru næstum því tómar.
,,Frá sjónarhóli karlmanna eru
töskurnar mínar skynsamleg-
ustu kventöskur sem fyrirfinn-
ast og þar er ég þeim hjartan-
lega sammála. I töskunum eru
aðeins brýnustu nauðsynjar. Ef
ég lenti á eyðieyju eða læsti mig
úti gæti ég ekki lifað á því sem
kemur upp úr veskinu eins og
flestar aðrar konur geta gjarn-
an, vikum og jafnvel mánuðum
saman. Besta hrós sem ég hef
nokkru sinni fengið kom frá
manninum á myndbandaleig-
unni sem sagði eitt sinn að ég
væri eina konan sem hann
þekkti sem gæti samstundis
fundið allt sem taskan inni-
héldi. Á þeim tíma átti ég tösku
sem var eins og lítil ferðataska.
Þannig töskur eru rúmgóðar og
hægt er að geyma í þeim skjöl
og matarinnkaup svo ekki sé
minnst á bækur. Þannig töskur
fástekki lengur, einhverra hluta
vegna.
í töskunum mínum er allt
sem ég þarf; tyggjó, peningar,
sígaretturog kort. Plássfrekast-
ar eru kassakvittanirnar, ég held
þeim til haga til þess að pakka
inn tyggjóinu þegar ég er orðin
þreytt á að tyggja það. Þetta eru
sem sagt fjölnýttir og umhverf-
isvænir miðar. Ég er yfirleitt
með tvær töskur í gangi, eina
sem ég nota dagsdaglega og
aðra, þessa svörtu, sem er af
stærðinni A4. Ég nota hana
undir handrit og snyrtibudduna,
sem ég neyðist til að hafa með
mér upp á Skjá Einn til þess
að mála yfir skemmdirnar. Ég
keypti gula bakpokann og aðra
tösku appelsínugula, sem ég
nota á móti honum, vegna þess
að það er svo bjart inni í þeim.
Flestar töskur eru svartar eða
dökkbrúnar og það er svo dimmt
inni í þeim að það er erfitt að
finna nokkuð í þeim. Mérfinnst
að töskur ættu að hafa sama út-
búnað og ísskápar, peru sem
kviknar á þegar þær eru opn-
aðar. Það myndi auðvelda okk-
ur konunum lífið."
En hvað finnst Auði um tösk-
ur kynsystra sinna svona yfirleitt?
Göngum við um með allt of mik-
ið drasl? ,,Mér verður iðulega
hugsaðtil hryggsúlunnar, vöðva-
bólgunnar, slitsins og almennra
ellikrankleika sem orsakast af
því að bera allt þetta drasl. Tösk-
urnar mínar eru léttar og inni-
haldsrýrar og ég get líka notað
þær sem innkaupapoka þegar ég
kaupi í matinn."
Auður segist eiga mikið af
töskum. ,,Ég á alveg dobíu,
margar nokkurs konar barna-
töskur og flestar eru þær í glað-
legum litum. Svo á ég líka sam-
kvæmisveski sem rúmar aðeins
sígarettur, lykla og seðlaveskið
mitt, sem er þessi gamla sæl-
gætisdós sem frönsk vinkona
mín gaf mér hérna um árið. Eft-
ir að hafa verið rænd nokkrum
sinnum meðan ég bjó á Ítalíu
gafst ég upp á því að kaupa
veski handa þjófum. Nú geymi
ég peningana mína í þessari
dós. Éghef reyndargerttilraun-
ir til þess að kaupa mér seðla-
veski en í mínum huga eru þau
of margþætt, flókin, stór og
þung og yfirleitt eru þau ónýt
áður en ég læri að rata um þau.
Þar fyrir utan er aldrei nógu góð
smápeningabudda í þeim. Dós-
in hefur dugað mér ágætlega í
tíu ár og ætli ég noti hana ekki
bara áfram."
Um töskutiltektir hefur Auð-
ur þetta að segja: ,,Það er svo
sem lítið sem þarf að taka til
vegna þess að það er yfirleitt
sama og ekki neitt í töskunum
mínum. Ég tek reyndar reglu-
lega úr þeim bókhaldið til þess
að það krumpist ekki undir
djúsfernunum."
Vikan 15