Vikan


Vikan - 14.11.2000, Blaðsíða 28

Vikan - 14.11.2000, Blaðsíða 28
OVENJULEG DOTTIR Við skulum hafa eitt á hreinu alveg frá upp- hafi. Ég elska dóttur mína og hef alltaf haft lúmskt gaman af því hvernig hún lifir lífinu. Líf hennar hefur aldrei borið þess merki að hún sé alin upp á ósköp venju- legu heimili af ósköp venjulegum foreldr- um. Einhvers staðar langt aftur í ættir hlýt- ur að hafa verið ævin- týrakvendi sem einn góðan veðurdag samdi við almættið um að nú væri kom- inn tími til þess að fjölskyldan skartaði á nýjan leik konu sem færi sínar eigin leiðir, þvert á við almenn- ingsálitið og gildi þjóðfélagsins. Dóttir mín fór að heiman þegar hún var sextán ára gömul, okkur foreldrun- um til mikillar skelfingar. Okk- ur þótti hún of ung og óreynd til þess að standa á eigin fót- um en hún stóð fast á sínu. Hún var ekki nema sautján ára þeg- ar hún fór út í heim til náms og næstu tíu árin var hún á ferð og flugi um allan heim. Hún kom samt heim til íslands með reglulegu millibili og það var sama hversu stutt hún stoppaði, alltaf tókst henni að verða ást- fangin. Hún varduglegaðkoma með herrana heim til þess að kynna þá fyrir okkur foreldrun- um. I fyrstu tókum við vel á móti þessum ungu mönnum, sem allir áttu það sameiginlegt með dóttur minni að vera ekki alveg eins og sauðsvartur almúginn í líferni og hugsunum, en fljót- lega gáfumst við upp á því. Við lærðum það af reynslunni að þeir ættu eftir að gera stuttan stans í Kfi okkar og það tæki því ekki að kynnast þeim. Eitt sambandið reyndist þó lífseig- ara og þýðingarmeira en þau sem á undan höfðu gengið, dóttir mín kom eitt sinn heim í tveggja vikna jólafrí og kynnt- ist þá ungum, yndislegum manni og þessar tvær vikur dugðu henni til þess að verða ófrísk. Hún fór samt aftur til útlanda eftir jólaleyfið en kom heim til þess að eignast barn- ið. Sambúð ungu foreldranna fór hins vegar fIjótlega í vaskinn og dóttir mín flutti aftur til út- landa, í þetta sinn með litlu dóttur sína með sér. flstfangin heima og heiman Viðforeldrarnirreyndum aðfá dóttur okkar til þess að breyta svolítið um Iífsstíl, hún væri komin með barn á framfæri og yrði að taka tillittil þess. En það er erfitt að kenna hundi að sitja, jafnvel þótt ungur sé. Það varð úr að dótturdóttir mín var alltaf við og við búsett á fslandi hjá afa og ömmu og varð hún eins og okkar eigin dóttir. Dóttir mín kom einnig reglubundið heim til íslands til þess að heimsækja okkur og dóttur sína og í hvert sinn kom nýr maður inn í líf hennar, sem alltaf átti að vera sá eini sanni. Með árunum ró- aðist hún svolítið og þar kom aðhúnsettistaðá íslandi ogfór að búa með nýjasta kavaleran- um. En sú sambúð varði ekki lengi, aftur kom óróleikinn yfir dóttur mína og hún flutti aftur til útlanda. ( þetta sinn tók hún dóttur sína með sér og var það ansi erfitt fyrir afa og ömmu sem áttu þá ósk heitasta að þessar perlur gætu fest rætur og þyrftu ekki að vera á þessum endalausa flækingi. Dóttirokk- ar var dugleg að skrifa og hringja og leyfa okkur að fylgj- ast með lífi þeirra í útlöndum. Oftar en ekki enduðu bréfin og símtölin á þvl að hún sagði: ,,Já, vel á minnst, ég er búin að hitta alveg frábæran rnann." Það verður að viðurkennast að það var farið að fskra ískyggilega í mér, móðurinni ogömmunni, í hvert sinn sem kom að þessari yfirlýsingu og oft reyndi ég að láta sem ég heyrði hana ekki. Fyrirhugað brúðkaup Eitt sinn, þegar ég var nýbú- in að vera í heimsókn hjá þeim mæðgum, fékk ég bréf frá dótt- ur minni í gegnum faxtækið í vinnunni. Ég átti mér einskis ills von, ég leit bjartsýn fram á veginn í ástarmálum dóttur minnar þar sem hún hafði kynnt mig fyrir myndarlegum og huggulegum manni sem kom í heimsókn til mæðgnanna með- an ég var stödd hjá þeim. Dótt- ir mín var aldrei mikið fyrir það að fela ást sína, satt að segja varð maður stundum svolítið feiminn í návist hennar og mannsins sem var í lífi hennar það og það skiptið, og eftir framkomu hennar að dæma þessa kvöldstund var hún yfir sig ástfangin af þessum ágæta manni. Faxið kom því eins og köld vatnsgusa framan í mig. í því bað hún mig að hringja í prest og organista, panta Dóm- kirkjuna 10. júlí og smala sam- an vinum og vandamönnum til þess að skreyta kirkjuna. Þenn- an dag ætlaði hún nefnilega að giftast Kalla. Þarna við faxtæk- ið runnu tvær grímur á mig, móðurina. Hver skyldi hann vera þessi Kalli? Það var alls ekki maðurinn sem ég hafði ver- ið kynnt fyrir nokkrum vikum fyrr í útlöndum. Bréfið endaði á eftirskrift: Eftir brúðkaupið munum við flytja við S-Amer- íku. Varlega reif ég faxið í tætl- ur og ákvað að láta sem ég hefði aldrei fengið það í hendur. Ég ákvað að hlífa pabba hennar við þessum fréttum. Það kom líka í Ijós að ég heyrði aldrei meira um þetta fyrirhugaða brúðkaup. Á leið í kírkju Nokkrum árum seinna frétti ég á skotspónum að dóttir mín væri raunverulega að fara að gifta sig og ég, móðirin, var síð- ust til þess að frétta það. Ég skildi reyndar vel að dóttir mín þyrði ekki að segja mér tíðind- in, ég var búin að gefa henni rækilega til kynna með orðum og æði að ég vildi að mér yrði hlíft við að kynnast og heyra meira af karlmönnunum í lífi hennar. En fyrirhugað brúðkaup reyndist vera staðreynd. Ég 28 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.