Vikan


Vikan - 14.11.2000, Blaðsíða 59

Vikan - 14.11.2000, Blaðsíða 59
 honum, sem mér hefur tekist að varðveita í gegnum öll þessi ár, gerir það mér lífið léttara um leið er ég viss um að handan við gröf og dauða munum við hittast. Á kvöldin horfi ég út um gluggann minn, út á flóann og fylgist með skipunum sem sigla þar um. Seglskúturnar á lygn- um sumarkvöldum vekja mér gleði ogsöknuð ísenn. Hermað- urinn minn sagði mér að hann ætti seglskútu í landinu sínu fagra sem hann hefði siglt á þegar hann var unglingur. um. Hún viðurkenndi að hann væri heillandi. DAGAR SAKNADAR OG KVÍÐA Hermaðurinn minn var kall- aður á vígstöðvarnar í maí, rétt um það leyti sem við vissum að ég var orðin ófrísk. Áður en hann var sendur í burtu fékk hann mér heimilisfang foreldra og systkina sinna í Bandaríkj- unum. Hann gaf mér líka mynd af fjölskyldunni og ýmislegt fleira sem hann bað mig að geyma þartil stríðinu væri lok- ið og hann kæmi að sækja mig og barnið. Sumarnóttin leið og bjartar nætur Jónsmessunnar fóru í taugarnar á mér. Ég kvaldist af ótta um að eitt- hvað kæmi fyrir hann. Mig dreymdi óhugnanlega drauma þarsem égsá hann liggja í skot- gröf alblóðugan. Það komu aðeins tvö bréf frá honum. f þeim báðum sagði hann að sér liði illa. Það eina sem héldi í sér líf- inu væri vonin um að hitta mig aftur og hugsunin um barnið sem við ættum í vændum. SEND HEIM Þegar fór að sjá á mér vildu foreldrar mínir að ég kæmi heim. Ég held líka að frænka mín hafi viljað losna við mig úr húsinu. Ólétt frænka eftir her- mann var ekkert til að vera stolt af. Seint í september rétt áður en ég fór heim kom skeyti um að unnusti minn væri horfinn og talið líklegt að hann hafi verið tekinn til fanga af Þjóðverjum. Ég bað frænku um að fá að vera áfram hjá henni og eign- ast barnið í Reykjavík. Einhvern veginn fannst mér ég vera nær honum þar og vissi að allar fréttir bárust fyrst til Reykja- víkur. En hvernigsem ég bað var ekki við það komandi að ég fengi að vera. Hún sagði að for- eldrarnir vildu fá mig heim þó að það væri ekki hægt að merkja það á þeim þegar ég kom. Ég var ekki boðin velkomin. Faðir minn yrti varla á mig, þramm- aði bara fram hjá mérsteinþegj- andi og þegar ég fæddi dóttur mína óskaði hann mér ekki til hamingju. Unnusti minn, fallegi oggóði hermaðurinn.fannstaldrei. Það hefur ekki komið nein vísbend- ing um hver urðu endalok jarð- vistar hans. Ári eftir að hann hvarf fékk ég bréf frá móður hans þar sem hún sagði að hann væri talinn af. Hún bað mig að segja sér frá barninu hans og helst að senda sér mynd. f myrkri sorgarinnar var bréfið svolítil Ijósglæta. í því sagði hún að hann hefði sent sér mynd af mér. Eftir þetta skrifuðumst við á og hún sendi okkur mæðgunum báðum mikið af gjöfum. Eftir að dóttir okkar varð full- orðin fór hún til ömmu sinnar í Bandaríkjunum og dvaldi hjá henni á meðan hún lauk há- skólanámi. SORGIN TEKUR Á SIG ÝMS- AR MYNDIR ( mörg ár varð ég oft fyrir því aðfinnastégsjá hann. Hugsan- lega hef ég verið orðin eitthvað rugluð. Þegar eftirfarandi atvik átti sér stað var stríðinu lokið. Einu sinni sem oftar átti ég er- indi í kaupfélagið. Þegar ég kom þaðan út sá ég á eftir manni semgekksuðurgötuna. Maður- inn var í fallegum taubuxum og brúnum leðurjakka. Ég greikk- aði sporið því að mér fannst maðurinn líkjast unnusta mín- um. Eftir því sem ég nálgaðist manninn varég næstum því viss um að þarna væri hann kom- inn að leita mín. Þegar ég laf- móð komst að hlið mannsins sá ég loks að þetta var ekki hann. Mér brá óskaplega því að ég ímyndaði mér að maðurinn hefði orðið var við einhver und- arlegheit hjá mér. Ég þekkti manninn ekkert og hef ekki séð hann síðan. Það var mikið gert til þess að koma mér saman við mann í sveitinni. Eftir sex ár má segja að mér hafði verið nauðugur einn sá kostur að fara af mínu gamla heimili ogégfórtil þessa manns sem ég giftist síðar. Hann var mér fremur góður en við áttum ekki vel saman þó að ég þraukaði í mörg löng ár. Ég átti þrjú börn með honum. Þarna var ég þar til hann dó og elsti sonur okkar tók við búinu. Þá flutti ég til Reykjavíkur. Þessi búskaparár mín voru döp- ur, ég var með stimpil á mér sem aldrei var máðuraf. „Kana- mella". Þaraf leiðandi hafði ég ekki rétt til þess að setja mig upp á móti neinu, var eins og utan við mannfélagið, að minnsta kosti í þessari sveit. Börnin mín öll hafa liðið fyrir æskuást móður sinnar en þau hafa öll sem eitt staðið með mér. Stundum hugsa ég um það af hverju ég þori ekki að fara í við- tal hjá blaði undir nafni. Ég held að það stafi mest af því að ég vil ekki að börnin mín líði meira fyrir móður sína en orðið er. Fordómarnir eru sterkir og fylgja fólki fram á grafarbakk- ann. Þegar ég horfi á myndina af Lesandi segir Freyju Jónsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomiö aö skrifa eöa hringja til okkar. Viö gætum fyllstu nafnleyndar. IlcimilisfiiiiKÍö er: Vikan - „Lífsreynslusaj»a“, Seljavcgur 2, 101 Reykjavík, Nelfanj*: vikan@frodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.