Vikan


Vikan - 14.11.2000, Blaðsíða 16

Vikan - 14.11.2000, Blaðsíða 16
í töskunni hans Ingó leyndust fleiri hlutir en í töskum þeirra Hrafnhildar og Auðar samanlagt. Heimilis- hundurinn, Oliver, er greinilega steinhissa á draslinu. GSM- sími Gul minnisblöð Gleraugnaþurrkublöð Gamlir lyklar Filma Lyf gegn flensu og kvefi Segulbandsspólur Nokkur nafnspjöld Tímarit, gefið er út af Ferguson Heritage Club Lyklakippa Rúðuskafa Gamalt launaumslag Penni Plastpoki undir hundaskít Gamalt umslag frá skattstjóra Handrit að ræðu Dagbók Útprentað tölvubréf Bók um Svíþjóð í EB Lesendabréf í Vesturbæjarblaðið Vesturbæjarblaðið Atriðalisti og skipulags- pappírar frá morgunútvarpi Rásar 2 Okkurgrunaði að konur væru ekki einarum þaðaðgerasigsekarum að burðast um með búslóð f tösk- unni. Þess vegna fengum við Ingólf Margeirsson, rithöfund með meiru, til þess að leyfa okkur að kíkja ítöskunasína. Ogviti menn, það kom í Ijós aðtaskan hans Ingó innihélt fleiri hluti en töskur þeirra Hrafnhildar og Auðar sam- anlagt. Hvernig stendur á öllu þessu dóti, Ingó? ,,Hér kennir nú ýmissa grasa. Margt af þessu á uppruna sinn f pappírsríkinu; gulir minnismiðar sem ég hef alltaf við hendina ef eitthvað kemur upp á sem ég þarf að muna, gamalt launaumslagfrá RÚV, gamalt um- slag frá skattstjóra, en því miður man ég ekki skemmtanagildi inni- halds þess, það er greinilega af- greitt og týnt fyrir löngu. Hér er líka ræða sem leynist í töskunni frá því ég hélt erindi hjá rótarí- klúbbi um daginn, útprentun af bréfi sem ég fékk í tölvupósti frá Gilbert, vini mínum, sem er þekktur gítarleikari í Englandi, lesendabréf í Vesturbæjarblaðið, sem ég ritstýri í einum af mörgum hjáverkum mínum, atriðalisti og skipulagspappírar frá morgunút- varpinu og nokkur nafnspjöld. Annað má flokka undir smádrasl; þurrkur til þess að hreinsa gler- augu, gamlir lyklar sem ég veit ekki frá hvaða tímabili ævi minn- ar eru, filma sem ég fór með í framköllun um daginn og fékk endursenda, lyf gegn flensu og kvefi sem ég keypti í Englandi, gamlarsegulbandsspólur, óátekn- ar, ég hef greinilega haft of marg- ar spólur með mér einhvern tíma þegar ég var að taka upp viðtal og gleymt þeim í töskunni og ( þessum flokki er líka rúðuskafan sem Óli H. hjá Umferðarráði gaf mér og á eflaust eftir að koma sér vel í vetur. Hér leynist líka merki- legur hlutur, plastpoki undir hundaskít sem ég fékk í Bret- landi. Þar láta borgaryfirvöld framleiða þessa poka sem hægt er að fá í hverri einustu sjoppu og á bensínstöðvum og eru nauðsyn- legir fyrir þá sem vilja þrífa upp eftir hundana sína. Þetta fram- tak er mjög til fyrirmyndar og mæli ég með því að borgaryfirvöld í Reykjavík geri slíkt hið sama. Hér er dagbókin mín sem er al- veg ómissandi, hún er eiginlega heilinn minn og í hana skrifa ég allt sem ég þarf að gera. Hér er líka bók, Sverige i EU, sem ég fékk lánaða um daginn í Norræna húsinu. Ég er á leiðinni til Sví- þjóðar í boði sænska utanríkis- ráðuneytisins til þess að kynna mér hvern ig Svíþjóð vegnar í Ef na- hagsbandalaginu. Hér leynist einnig Ferguson tímaritið sem gefið er út af Ferguson Heritage Club í Coventry í Englandi. Ég er meðlimur í klúbbnum vegna þess að ég á gamlan traktor norður í Hrísey og hef verið beðinn að skrifa grein um traktoraeign þar. Hér er lyklakippan mín með öll- um lyklum sem ég þarf á að halda til þess að komast inn og út úr ýmsum byggingum. Já, og hér er líka eintak af Vesturbæjarblað- inu sem einhverra hluta vegna hefur aldrei komist upp úr tösk- unni minni, frekar en svo margt annað, eins og sjá má.“ Blaðamaðurgeturekki stilltsig um að benda á tilgangsleysi ým- issa hluta sem í töskunni leynast og spyr hvort það sé rétt til getið að Ingó taki sjaldan til ítöskunni. ,, Já, ég viðurkenni að það gerist allt of sjaldan. Það er aðallega þegar mér er farin að ofbjóða þyngdin sem ég fer í gegnum hana. Ég hreinsa sem sagt eftir þyngd fyrst og fremst, þegar axl- irnar og hnén eru farin aðgefa sig. Marga hlutina nota égdaglega, en svo er önnur deild í töskunni fyr- ir hluti sem lenda í töskunni og fara ekki þaðan fyrr en næst þeg- ar ég tek mig til og tæmi hana. Það má líkja þessari tösku við lest- arstöð, sumar lestirfara reglulega út og inn af stöðinni, aðrar koma mjög sjaldan inn og enn aðrar koma inn og fara ekki þaðan aft- ur. Ég vil þó fá að segja, sérstöðu karla til varnar þegar að töskum kemur, að ég veit nákvæmlega hvar hver hlutur er í töskunni og get teygt mig markvisst eftir hon- um.“ Taskan hans Ingó er stór, svört og virðuleg og keypt á Heathrow flugvelli. ,,Mig vantaði nokkurs konar blaðamannatösku og fannst þessi sniðug vegna þess að það er hægt að nota hana fyrir allt sem tilheyrir starfinu; fartölvu, far- síma, upptökutæki og Ijósmynda- vélar. Hún var keypt í þeim til- gangi en síðan hefur hún þurft að ,,gleypa“ eitt og annað sem ekki var ætlað að fara í hana." 16 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.