Vikan


Vikan - 14.11.2000, Blaðsíða 61

Vikan - 14.11.2000, Blaðsíða 61
 The National Ballet of Canada, til dæmis í Hnotubrjótnum og Þyrnirós. Neve hefur leikið talsvert á sviði og hlotið lof fyrir en auk þess og sjónvarpsþáttanna er hún þekkt fyrir leik sinn í spennu- og hryllingsmyndum á borð við Scream 1-3, The Craft og Wild Things þar sem hún sýndi nokkuð djarfan leik með sílikonbombunni og Bondgell- unni Denise Richards. Neve gekk upp að altarinu í fyrsta skipti árið 1995 þegar hún giftist leikaranum Jeff Colt. Þau skildu tveimur árum síðar. Hún býr ein um þessar mundir í Iúxusvi11u sinni í Los Angel- es. Auk þess að sinna listagyðj- unni hefur Neve gaman af hestamennsku og sundi. Lacey Chabert leikur yngri Salinger-systurina, Claudiu, fjórtán ára gamlan fiðlusnilling sem veit ekki hvort hún er barn eða fullorðin kona. Lacey erfædd þann 30. sept- ember árið 1982 og er því ný- lega orðin átján ára. Hún er sviðsvön stúlka enda hefur hún leikið á sviði frá því hún var fimm ára gömul. Hún lék meðal annars í söngleikja- útgáfu af „Vesalingum" Vict- ors Hugos á Broadway og í tveimur uppfærslum á verkum Rogers og Hammersteins á Broadway. Fæstir vita að Lacey spilar sjálf á fiðluna í þáttunum ,,Ein á báti“ enda er hún metnaðar- fullur tónlistarmaður og hefur lært á fiðlu frá því að hún var fjögurra ára gömul. Hún hefur auk þess leikið í nokkrum sjónvarpsmyndum, framtíðarmyndinni ,,Lost in Space“, talað inn á frægar teiknimyndir frá Walt Disney, eins og Anastasia og Lion King og leikið í nokkrum sjónvarps- þáttum auk þáttanna ,,Ein á báti“. Lacey er fædd í bænum Rur- vis í Missippi en flutti nýverið til Los Angeles ásamt tveimur eldri systrum sínum og yngri bróður sínum svo hún gæti sinnt leiklistinni betur. Auk leiklistarinnar og tónlist- arinnar hefur Lacey gaman af því að fara á skauta og að mála. Hin sykursæta Sarah Síðast en ekki síst ber að nefna hina fallegu og hæfileika- ríku Jennifer Love Hewitt sem leikur hina skilningsríku Söruh sem á í nokkurs konar „haltu mér, slepptu mér“sambandi við Bailey (Scott Wolf). Jennifer Love Hewitt er ein af ,,heitu“ ungu leikkonunum í dag og er nú komin með sinn eigin sjónvarpsþátt sem fjallar um sömu persónu og hún leik- ur í „Ein á báti“. Jennifer er fædd þann 21. febrúar árið 1979 í Waco í Texas. Hún byrjaði ung í bransanum og var sett í leiklistarskóla fyrir börn aðeins fimm ára gömul. Hún vann fegurðarsamkeppni ungra Texasmeyja aðeins níu ára gömul og komst inn í stærsta dansflokk Texasfylkis sama ár. Hún ferðast og dans- aði með flokknum út um víða veröld, meðal annars í Rúss- landi, Danmörku og Japan. Samhliða dansinum lék Jennifer í mörgum auglýsingum og var meðal annars andlit LA Gear íþróttavöruframleiðandans og Mattel-leíkfangafyrirtækisins í nokkur ár. Hún lék í fjölda framhalds- þátta á unglingsárunum og nokkrum þekktum kvikmynd- um, meðal annars „Sister Act 2“ með Whoopi Goldberg og „House Arrest." Eftir að hún byrjaði að leika í þáttunum „Ein á báti“ árið 1996 hefur frægðarsól hennar risið hratt og hátt og hún með- al annars leikið í tveimur fræg- um hryllingsmyndum, „I know what you did last summer" og „I still know what you did last summer." Auk þess hefur hún gefið út einn geisladisk þar sem hún söng þekkta ástarsöngva enda þykir stúlkan hafa seiðandi og fallega rödd. Vikan 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.