Vikan


Vikan - 19.12.2000, Page 18

Vikan - 19.12.2000, Page 18
Texti: Helga Agnars Jónsdóttir / H elga Agnars Jónsdóttir: Húsið er mikil ævintýra- höll. Framan við eldhúsið er verönd þar sem borðað er þegar vel viðrar. I vetur síðastliðin rakst ég á grein í norska Hjemmet, sem vakti forvitni mína. Það var grein um kokka- skóla í Suður-Frakklandi. Ég sendi fax út og óskaði eftir nánari upplýsingum, og fékk svar um hæl. Síð- an leiddi hvað af öðru og að lokum endaði ég sem nemandi á vikunámskeiði í La cuisine du jardin. Kokkaskólinn La cuisine du jardin er rekinn af Birthe Sandager og Árne Fusager. Þau eru gamalreynd í veitingarekstri, meðal annars ráku þau veitingastaðinn Gammel Aabyhoj í Árósum í mörg ár. Þau hafa einnig gefið út matreiðslubækur t.d. „Vor- es kokken í Provence" og starfa við innflutningáýmissi matvöru frá Frakklandi til Danmerkur. Árið 1989 seldu þau Gammel Áabyhoj og fluttu til Suður- Frakklands. Þar hafa þau rek- ið kokkaskóla síðan. ( skólanum eru haldin viku- námskeið fyrir leikmenn og lærða í franskri og ítalskri mat- argerð, farið er gegnum nokkur grunnatriði í matargerð, með- ferð matvæla, uppbyggingu matseðla og val á vínum. Árne fer með nemendur í skoðunar- ferðir á matvörumarkaði í ná- grenninu, matseði11inn sam- anstendur alltaf af fersku og nýju hráefni: kjöti, fiski, græn- meti og ávöxtum og að sjálf- sögðu hinum frægu frönsku ost- um og nýbökuðum brauðum. Nemendur eru aldrei fleiri en 10-14 svo að hópurinn nær vel saman. Nemendur eru að stór- um hluta Danir, en einnig eru Svíar og Norðmenn innan um. Ég er fyrsti (slendingurinn sem hefur tekið þátt í þessum nám- skeiðum. Námið fer fram á dönsku, en Árne og Birthe eru vel fær í ensku og frönsku. Námskeiðin byggjast upp á því að hópurinn eldar og borðar saman. Á morgnana mæta þátttakendur klukkan tíu og þá hefst undir- búningur dagsins, eldaður há- degismatur og borðað saman. Eftir það er hlé og nemendur geta farið í bæinn eða bara í góða gönguferð um skóginn. Um klukkan sex mæta allir aft- ur og elda fína þriggja eða fjög- urra rétta máltíð, síðan er sest að veisluborði, etið, drukkið, spjallað og hlegið til miðnættis. Skólinn er staðsettur í litlu fallegu fjal laþorpi, Tourettes sur loup, um 14 km fjarlægð frá ströndinni ogágóðum degi sést út á Miðjarðarhafið. Þarna er notalega heitt, þorpið er um 500 m yfir sjávarmáli, ég var þar í byrjun september og þá var hitinn um 24 °c yfir daginn. Tourettes sur loup er miðalda- þorp og ber þess glögg merki, það er byggt á hæð og er raun- ar bara bæjarkjarni umkringd- urveggjum. Gamli bærinn ligg- ur í skeifu og þar eru dæmigerð- ar þröngar suður-evrópskar göt- ur en út frá þeim eru hliðargöt- urfullaraf listaverkaverslunum. Flandverksmenn eru iðulega að störfum í búðunum. Andrúms- loftið er mjög hlýlegt og sér- stakt, fólkið er alveg yndislegt, hlýlegt og glaðvært og þótt að 18 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.