Vikan


Vikan - 19.12.2000, Qupperneq 18

Vikan - 19.12.2000, Qupperneq 18
Texti: Helga Agnars Jónsdóttir / H elga Agnars Jónsdóttir: Húsið er mikil ævintýra- höll. Framan við eldhúsið er verönd þar sem borðað er þegar vel viðrar. I vetur síðastliðin rakst ég á grein í norska Hjemmet, sem vakti forvitni mína. Það var grein um kokka- skóla í Suður-Frakklandi. Ég sendi fax út og óskaði eftir nánari upplýsingum, og fékk svar um hæl. Síð- an leiddi hvað af öðru og að lokum endaði ég sem nemandi á vikunámskeiði í La cuisine du jardin. Kokkaskólinn La cuisine du jardin er rekinn af Birthe Sandager og Árne Fusager. Þau eru gamalreynd í veitingarekstri, meðal annars ráku þau veitingastaðinn Gammel Aabyhoj í Árósum í mörg ár. Þau hafa einnig gefið út matreiðslubækur t.d. „Vor- es kokken í Provence" og starfa við innflutningáýmissi matvöru frá Frakklandi til Danmerkur. Árið 1989 seldu þau Gammel Áabyhoj og fluttu til Suður- Frakklands. Þar hafa þau rek- ið kokkaskóla síðan. ( skólanum eru haldin viku- námskeið fyrir leikmenn og lærða í franskri og ítalskri mat- argerð, farið er gegnum nokkur grunnatriði í matargerð, með- ferð matvæla, uppbyggingu matseðla og val á vínum. Árne fer með nemendur í skoðunar- ferðir á matvörumarkaði í ná- grenninu, matseði11inn sam- anstendur alltaf af fersku og nýju hráefni: kjöti, fiski, græn- meti og ávöxtum og að sjálf- sögðu hinum frægu frönsku ost- um og nýbökuðum brauðum. Nemendur eru aldrei fleiri en 10-14 svo að hópurinn nær vel saman. Nemendur eru að stór- um hluta Danir, en einnig eru Svíar og Norðmenn innan um. Ég er fyrsti (slendingurinn sem hefur tekið þátt í þessum nám- skeiðum. Námið fer fram á dönsku, en Árne og Birthe eru vel fær í ensku og frönsku. Námskeiðin byggjast upp á því að hópurinn eldar og borðar saman. Á morgnana mæta þátttakendur klukkan tíu og þá hefst undir- búningur dagsins, eldaður há- degismatur og borðað saman. Eftir það er hlé og nemendur geta farið í bæinn eða bara í góða gönguferð um skóginn. Um klukkan sex mæta allir aft- ur og elda fína þriggja eða fjög- urra rétta máltíð, síðan er sest að veisluborði, etið, drukkið, spjallað og hlegið til miðnættis. Skólinn er staðsettur í litlu fallegu fjal laþorpi, Tourettes sur loup, um 14 km fjarlægð frá ströndinni ogágóðum degi sést út á Miðjarðarhafið. Þarna er notalega heitt, þorpið er um 500 m yfir sjávarmáli, ég var þar í byrjun september og þá var hitinn um 24 °c yfir daginn. Tourettes sur loup er miðalda- þorp og ber þess glögg merki, það er byggt á hæð og er raun- ar bara bæjarkjarni umkringd- urveggjum. Gamli bærinn ligg- ur í skeifu og þar eru dæmigerð- ar þröngar suður-evrópskar göt- ur en út frá þeim eru hliðargöt- urfullaraf listaverkaverslunum. Flandverksmenn eru iðulega að störfum í búðunum. Andrúms- loftið er mjög hlýlegt og sér- stakt, fólkið er alveg yndislegt, hlýlegt og glaðvært og þótt að 18 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.