Vikan


Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 47

Vikan - 30.04.1969, Blaðsíða 47
ert út á það að setia ef stemning- ing er í lagi. Þegar fólkið er kátt og ákveðið að skemmta sér, lyftir það manni ótrúlega upp. Hins veg- ar er það að sama skapi niðurdrep- andi ef menn eru þungir á bárunni þegar þeir koma á skemmtun og ætlast til að hljómsveitin porri þá upp. — En hvað kabarettana og revýurnar snertir, þá er ekki að sjá að það bóli neitt á nýrri blárri stjörnu, eða neinu af því tagi. Á STAÐ SEM ÉG /ETTI AÐ VERA Á . . . — Hefurðu einhver ákveðin fram- tíðarplön? — Nei, þau hef ég aldrei haft. Og svoleiðis getur ekki gerzt í dag. Rekstur flestra húsanna gengur ekki betur en svo, að það er full- erfitt fyrir eigendurna að halda þeim opnum. Nú er varla nokkurt hús opið nema þrjá og fjóra daga í viku. — Kæmi ef til vill til greina að leggja erlent land undir fót, einu sinni enn? — Mér hafa verið boðin störf í nágrannalöndunum, bara ef ég vildi koma og dveljast þar, þá myndu þeir koma mér á þann stað sem ég ætti að vera á. Bæði í Osló og Kaup- mannahöfn. Hér á ég við hljóm- plötusamning. Bæði Odeon og His Masters Voice í Kaupmannahöfn buðu mér það, og sömuleiðis RCA í Osló. En þessu hefði auðvitað fylgt að ég hefði orðið að flytja út. Fyrst og fremst hefði ég orðið að dveljast talsvert í Danmörku til að geta sungið á dönsku. I Noregi fannst þeim ég ágætur í norskunni. Og þar hefði ég gjarnan viljað vera. Nú, það er ekki öll nótt úti enn, sérstaklega þegar maður sér að söngur eins og ég hef áhuga fyrir virðist í góðu gildi í dag. Og það er að þakka mönnum eins og Tom Jones og Engilbert Humperdinck. Þeirra lög eru með þessu virkilega skemmtilega bíti, þar er meiri áherzla lögð á texta og melódíu. Og það hefði verið gaman að gera slíkt, að hverfa einhvern tíma. Það er að v(su nokkuð um liðið s(ðan þessi tilboð voru gerð, en ekki svo langt að ekki mætti taka upp þráð- inn aftur. Hitt er svo annað mál, að ég þarf ekkert að vera óánægður með það sem ég hef fengið. Ég er hjartanlega þakklátur þeim, sem hlustað hafa á mig gegnum árin, fyrir þeirra undirtektir. — Þú ert þá, sem betur fer, ekk- ert á þeim buxunum að hætta? — Nei, meðan ég hef áhuga og ánægju af þessu og finn að þetta getur gengið, þá geri ég það. Við þurfum ekki nema að líta til Eng- lands í dag, sá sem hefur vinsælda- lagið númer eitt ! Englandi nú inn- an um alla bítlana er fimmtíu og átta ára, Donald Pears, sem var með hvert topplagið af öðru 1946—'58. Það er ekki aldurinn, sem er spurs- málið ( sjálfu sér, ekki svo lengi sem ánægjan er fyrir hendi að koma að hljóðnemanum. — Með beztu kveðju til ykkar allra. dþ. r 0 Plastáhöld rySja sér æ meir til rúms í sífellt fjölbreyttari gerðum. Þau hafa marga ótvlræða kosti: • Þau brotna ekki. • Þau eru létt og þægileg í meðförum, fara vel í skáp. • Auðvelt er að þrlfa þau. *Lokuð matarílát eru mjög vel þétt. Reykjalundur býður yður nú margvíslegar gerðir búsáhalda úr plasti I fjölmörgum litum: föt, lítil og stór; fötur, opnar og lokaðar; kassa og box (bitabox); skálar, könnur, glös o. fl. VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI AÐALSKRIFSTOFA REYKJALUNDI, Mosfellssveit — Sími 91-66200 SKRIFSTOFA I REYKJAVÍK Bræðraborgarstig 9 — Simi 22150 V 18. tM. VIKAN 47 ©AUGLÝSINGASTOFAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.