Vikan


Vikan - 30.04.1969, Side 48

Vikan - 30.04.1969, Side 48
f-----------------\ „B 0 Z 0“ STALSTIGAR NAGLABYSSUR v._______________________________________/ Framhald af bls. 15 frá. Hann var líkastur veðhlaupahesti, sem beitt hefur verið fyrir kerru. Fjölskylda ykkar er mjög gömul, er það ekki, ungfrú Cherrell? — Ekki samt orðin elliær. Hún sá að augu hans hvíldu um stund á Adrian, síðan á Wiltnet og svo á Emily frænkum hennar. — Ég hefði gaman að því að tala við frænda yðar, safnvörðinn, um gamlar fjölskyldur, sagði hann. Haldið þér ekki að aðalvandamálið á milli ykkar Huberts hafi verið það að hann er Breti, en þér Ameríkani? Viðurkennið það, prófessor, að yður líkar ekki sem bezt við okkur Breta. Hallorsen hló. — Ég er mjög hrifinn af yður. — Þakka yður fyrir, en það er engin regla án. . . . Ja, svipur hans varð harður, — ég viðurkenni helzt ekki yfir- burði, sem ég trúi ekki á. Höfum við einkarétt á því? Hvað með Frakkana? — Ef ég væri orangutang, ungfrú Cherrell, þá væri mér fjandans sama þótt shimpansinn þættist vera mér meiri. — Ég skil. En þetta er of langsótt. En hvernig er það með ykkur sjálfa? Eruð þið ekki hið útvalda fólk? Vilduð þér skipta við nokk- urn annan í heimi? — Nei, það veit sá sem allt veit. — Ég skil, sagði Dinny. — Þetta er ákaflega athyglisvert. En nú er frænka mín að standa upp, svo ég verð að yfirgefa yður. Hún stóð upp og brosti til hans yfir öxlina. Þegar hún kom inn í dagstofuna, litaðist hún um eftir Jean Tas- burgh. Dinny var mjög hrifin af henni og furðaði sig á öryggi henn- ar. Jean var aðeins tuttugu og eins árs, en Dinny fannst hún vera eldri að reynslu og í fasi. Hún var viss um að Hubert yrði fljótt mjög hrifinn af henni, en var ekki viss um að hún sjálf væri ánægð með það. Ef Hubert kæmist strax í herþjónustu, þá þyrfti hann ekki á neinu að halda til að dreifa huganum. Og þó, var Jean ekki einmitt sú stúlka sem léti sér annt um frama eiginmanns síns og léti einskis ófrestað til að koma honum áfram? Allt í einu sagði Jean: Saxenden lávarður segir að þú ætlir að biðja hann um greiða. — Ó! — Hvað er það? Ég get fengið hann til þess. Dinny brosti. Hvernig? Jean leit á hana. — Það er auðvelt. Hvað viltu að hann geri? Dinny hafði það á tilfinningunni að innan stundar stæði hún nakin. - Ég vil að bróðir minn komist aftur í herdeild sína, eða ennþá betra, að hann hækki í tign. Hann er undir ákæru vegna Bolivfu- leiðangursins, sem hann fór í með Hallorsen prófessor. Stóra manninum? Er það þess vegna sem þú fékkst hann hing- að? — Ef satt skal segja, já. — Hann er glæsilegur maður. Það sagði bróðir þinn. — Alan er einlægasti maður í heimi. Hann er alveg vitlaus í þér. — Það sagði hann. — Hann er sakleysið sjálft. En í alvöru talað, á ég að leggja að Saxenden? — Hvers vegna ættir þú að gera þér ómak? — O, mér þykir gaman að því að skipta mér að hlutunum. Ef þú segir mér hvað þú vilt, kem ég með árangurinn á silfurbakka. — Mér er sagt, sagði Dinny, — að Saxenden sé nokkuð erfiður viðureignar. Jean rétti úr sér. — Er bróðir þinn líkur þér? Ekki það minnsta. Hann er dökkhærður og móeygður. — Einhvern tíma komu fjölskyldur okkar saman. Hefurðu gaman að erfðalögmáli? — Það getur verið. Faðir minn og bróðir eru mjög líkir. — Mér þætti gaman að hitta bróður þinn. — Ég skal biðja hann að koma hingað til að sækja þig. Það getur eins verið að hann falli þér ekki í geð. Þarna koma karlmennirnir, þeir eru skrítnir svona eftir miðdegisverðinn. Dinny sá Michael koma og flýtti sér til hans. HANN VAH ALLTAF SVO KIKXÐ A MÖTI ÞESSU BINDI.' 48 VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.