Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 7
aði Welles þá hlustendur, sem
ekki Voru komnir niður í kjall-
ara. Okkur langaði að gera dá-
litið at í ykkur, sagði hann.
„Við gátum ekki stolið garð-
hliðunum ykkar allra, svo að við
gerðum það næstbezta að okkar
dómi: við gereyddum jörðinni
fyrir augunum á ykkur . . . Eg
vona að það verði ykkur nokkur
léttir, að við meintum ekkert
með þessu.“
Fjöldi manna varð því óneit-
anlega sárfeginn að frétta, að
það væri „eintómt grín“ að hin-
ar hroðalegu ófreskjur frá Marz
hefðu lent geimfari sínu í New
Jersey; að ekkert, hreint ekk-
ert, væri hæft í því, að þær væru
vopnaðar dauðageislum og eit-
urgasi; að sömuleiðis væri alls
ekki búið að gjöreyða New
Jersey; að innrásarherinn hefði
ekki haldið yfir Hudson-fljót
og lagt New York í rústir; og
loks að hann hefði ekki næst
snúið sér að öðrum jarðarbúum
með þeim hroðalegu afleiðing-
um að naumast stæði steinn yfir
steini pólanna á milli. Já, það
gladdi óneitanlega marga, að
þetta skyldi reynast eintómt
gabb, þó að hinu væri ekki að
neita, að ýmsum þætti alveg nóg
um hugmyndaflug herra Welles.
Newark, sem er stærsta borg-
in í New Jersey, fékk sennileg-
ast verstu útreiðina eftir að
gjöreyðingarher Marzbúa hafði
lent í grend við Grovers Mill.
(Hér er rétt að skjóta því inn
í, að Welles notaði ósvikin stað-
arnöfn í hrollvekju sinni. Með
því hugðist hann gera frásögn-
ina áhrifaríkari — hvað hon-
um sannarlega tókst!).
Segja má að allt kæmist á
annan endann í Newark, þegar
útvarpið færði borgarbúum þær
ískyggilegu „fréttir“, að Marz-
mennirnir hefðu þegar strá-
fellt átta herdeildir úr heima-
varnaliði New Jersey, að af
rösklega 7,000 hermönnum
hefðu einungis 120 komist lífs
af.
Á lögreglustöðinni í Newark
heyrðist varla mannsins mál
fyrir símahringingum. Einn
borgarbúa spurðist fyrir um
hvort hann ætti að loka glugg-
unum; aðrir báðu um gasgrím-
ur.
í miðbænum varð lögreglan
að hirða 15 konur og karla, sem
orðið höfðu bókstaflega viti
sínu fjær af hræðslu. Við eina
götu þustu jrfir tuttugu fjöl-
skyldur út úr húsum sínum
með blautar tuskur fyrir vitun-
um. Sumstaðar byrjaði fólk að
bera út húsgögnin.
1 þættinum lék Orson Welles
sjálfur hlutverk prófessors
nokkurs við Princeton-háskóla.
í lok þáttarins lýsti hann því,
hvemig honum hefði auðnast
að smjúga úr greipum Marzbúa
og þeirri eyðileggingu, sem
hvarvetna blasti við augum
hans. Allt var brunnið og dautt.
Þó rakst hann á íkorna, sem
einhvernveginn hafði sloppið
lifandi, og seinna á mann, sem
stakk upp á því við prófessor-
inn, að þeir notuðu tækifærið
VEIZTU
ÞIÐ hafið vafalaust öll heyrt
um „GlfOOO dala spum-
ingaþáttinn“ í bandaríska
sjónvarpinu. Margir hafa náð
sér í dálaglegan skilding með
því að vinna í þessum spurn-
ingaþætti, og má þar nefna
Grœnlandsfarann Peter Freuc-
hen. Hér fara á eftir spuming-
ar, sem allar hafa verið lagðar
fyrir þátttakendur, sumar þó í
örlítið öðru formi. Dr. Bergen
Evans, formaður í stjórn þátt-
arins, kveður það vera spum-
ingar, sem „hver menntaður
maður œtti að geta svarað um
hœl.“ Hann segir ennfremur að
tilvonandi þátttakendur þurfi
að minnsta kosti að geta svar-
að 80% þessara spurninga eða
rúmlega 22.
LANDAFRÆÐI:
1. Nefnið þrjár lengstu ár
jarðarinnar ?
2. Hve margir hundraðshlut-
ar af yfirborði hnattarins
eru þaktir vatni?
3. Nefnið einhver átta lönd
eða eyjar, sem liggja á
miðjarðarlínunni (mjög
litlar eyjar ekki taldar
með).
til þess að leggja undir sig
heiminn.
En hinn lýðræðissinnaði
prófessor neitaði. Hann hélt
fótgangandi til New York. Og
sem hann gekk inn í borgina,
gerði hann þá stórkostlegu upp-
götvun, að allir Marzbúarnir
voru dauðir. Það hafði riðið
þeim að fullu, að „líkamar
þeirra höfðu enga mótstöðu
gegn venjulegum sýklum og
sjúkdómum,“ eins og Welles
orðaði það. Kvefið, einhver
hvimleiðasti óvinur mannkyns-
ins, hafði semsagt bjargað því
frá algerri tortímingu.
Þetta var ágætur endir á
æfintýrinu, en meinið var bara,
að fæstir þeirra, sem þátturinn
hafði gert meira eða minna vit-
stola, voru nálægir til þess að
heyra gleðitíðindin. Þeir voru
roknir frá útvarpstækjum sín-
um, út í veður og vind — lagð-
ír á flótta.
Lögreglumenn við eftirlits-
störf á vegunum milli New York
og Philadelphiu trúðu ekki sín-
um eigin augum.
Það var engu líkara en all-
ar umferðarreglur hefðu
skyndilega verið felldar úr gildi.
Bílar sentust fram hjá þeim
með ofsahraða. Þegar lögreglu-
þjónn á mótorhjóli reyndi að
elta einn af þessum bílum uppi,
Frh. á bls. 47
ÓPERUR:
4. Hvaða ópera eftir Puccini
gerist í Latneska hverfinu
i París ?
5. Hvaða ópera Donizettis
gerist í Skotlandi?
6. Hvaða ópera eftir Verdi
gerist í Feneyjum?
7. I hvaða óperum eftir
Wagner kemur þetta fyrir:
a) Söngkeppni minni
söngvaranna í Wart-
burgarkastala ?
b) Helgisagan um heilaga
kaleikinn ?
c) Svanariddarinn ?
8. I hvaða óperum eru eftir-
farandi dansar:
a) Dans trúðanna?
b) Sjö slæðu dansinn?
c) Dans iðnsveinanna?
d) Dans máraþrælanna ?
e) Stundadansinn ?
GODAFRÆÐI:
9. Hver stjórnaði grísku her-
sveitunum gegn Tróju?
10. Hverjar voru Clotho,
Lachesis og Atropos?
11. Hvaða norrænn guð bar
hamar ?
12. Hvað var síðasta stóror-
ustan milli goða og jötna
kölluð ?
13. Eftir hvaða goðum voru
eftirfarandi vikudagar
kallaðir á ensku:
a) Tuesday
b) Wednesday
c) Thursday
c) Friday
e) Saturday
SAGA:
14. Hvað táknaði það þegar
Cesar fór yfir Rubicon?
15. Ráðgjafar hvaða þjóð-
höfðingja voru:
a) Ríehelieu kardináli
b) Disraeli
c) Burleigh lávarður
d) Potemkin fursti
e) Thomas Cromwell
16. Hvað voru stríðin þrjú
milli Rómverja og Karþa-
gómanna kölluð?
17. Hvaða borgar minnist þið
i sambandi við Sólon?
SVOR A
BLS. 47
18. Frá hvaða borg var Lyc-
urgus ?
19. Hér fer á eftir listi yfir
frægar orustur. Hverjir
börðust á þessum stöðum
og hvorir unnu?
a) Salamis t'
b) Hastings
c) Blenheim
d) Poltava
e) Waterloo
f) Sedan
g) Lepanto
20. Hvar fæddist heilög Jó-
hanna?
21. Hvaða konungi kom hún
til hjálpar?
22. Hvaða stórborg leysti hún
úr umsátri?
LISTIR:
23. Hver teiknaði miðhvelfing-
una í Péturskirkjunni í
Róm?
24. Hverjir máluðu eða teikn-
uðu eftirf arandi myndir ?
a) Dauðadansinn
b) Hendur í bæn
c) Morgunverður úti á
grasi
d> Sunnudagur í Grande
Jatte
e) Tobías og engillinn
f) Mynd af konu með
blævæng úr strútsfjöðr-
um
g) Matarhlé. (Hér spyrj-
um við um ísl. mynd í
staðinn fyrir amerlska)
h) Nakin kona á leið nið-
ur stiga
i) Síðasta kvöldmáltíðin
(frægasta myndin)
j) Transnonain gata
k) Uppgjöf Bredu
l) Hundrað gyllina seðill-
KLASSISK TÖNLIST:
25. Hve margur sinfónlur
samdi Beethoven?
26. 1 hverri þeirra er kór?
27. Hvaða nafn gaf Beethoven
6. öinfóníunni ?
28. Hvaða sinfónía var upp-
haflega tileinkuð Napo-
Hvað eru þessar konuhendur að gera?
VIKAN
7