Vikan


Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 10

Vikan - 19.12.1957, Blaðsíða 10
í'l’ stiijíi iit í n SUMIR leysa vandamál sín eins og menn. Aðrir leggjast í ofdrykkju eða flýja. Og einstaka fáráðlingur reynir að afgreiða þetta allt í eitt skipti fyrir öll með því að fremja sjálfsmorð. Og læst um leið vera að hefna sín á þeim, sem hann telur hafa beitt sig misrétti! Þetta er bamalegur hugsunarháttur. Og ég geri mér það engu síður ljóst í dag en þennan laugardag fyrir sex árum, þegar ég reyndi að stytta mér aldur. Allt var mér andsnúið, allt gekk á tréfótum fyrir mér. Hjónaband okkar Vincente Minnelli var að fara út um þúfur. Ég var taugaveikluð og uppstökk af svefnleysi. Mér leið illa fyrir framan kvikmyndavélamar; í síðustu myndinni minni hafði ég hreinlega gefist upp, gert verkfalþ og fyrir bragðið misst samning minn við kvikmyndafélagið. Ég sá ekkert framundan annað en meiri ógæfu og vildi fyrir fullt og allt slá hulu yfir framtíðina og reyndar fortíðina líka. Ég vildi særa þá sem höfðu sært mig. Mig langaði einfaldlega ekki að lifa lengur. Nú er mér ljóst, að hin heimskulega sjálfsmorðstilraun mín var í rauninni í og með örvæntingarfull tilraun til að fá þá, sem ég elskaði, til þess að votta mér ást sína á móti. Ég þarfn- aðist uppörfunar umfram allt annað. Jæja, þegar ég sá skelf- ingarsvipinn á Vincente og Tully einkaritara mínum, þá þurfti ég að minnsta kosti ekki lengur að efast um ást þeirra. Og ég vissi, að auðvitað hafði ég hagað mér eins og barn. Svo vissi ég, þegar Vincente tók mig í fangið, að mað- ur sigrast ekki á erfiðleikunum með því að leggja á flótta. Þetta var óskemmtileg reynsla, en hún kenndi mér sitt af hverju. Mér lærðist meðal annars að það er ekki hægt að flýja sjálfan sig og vandamál sín. Það er reyndar ævisaga mín í hnotskum — hvert vandamálið á fætur öðru. 1 fyrsta lagi átti ég í rauninni engin bemskuár — að minnsta kosti ekki þessháttar bernsku, sem flest böm eiga. Ég var þriggja ára þegar ég kom fyrst fram opinberlega, og vegna þess að við vomm farandsleikarar — öll fjölskyld- an — vildu aðrar mæður ekki leyfa börnunum sínum að leika við mig. Ég eignaðist enga nána vini og var þar af leiðandi alltaf einmana. Þegar ég hóf kvikmyndaferil minn, rak ég mig óþyrmilega á það, hve margt ég átti ólært. Ég fann sárt til þess, hve óframfærin ég var og óásjáleg. Samkeppnin hjá Metro-Goldwyn- Mayer var geysihörð. Hjá M-G-M var fríð- leikinn tekinn fram yfir hæfileikana — og ég var sannarlega engin fegurðardís. Og ein afleiðing þessa var sú að ég fór að fá óbeit á minni eigin spegilmynd, og þó sérstaklega þegar ég bar sjálfa mig saman við hinar raunverulegu feg- urðardísir kvikmyndaversins, éins og til dæmis Lana Tumer. Flestir eiga auðvelt með að megra sig, en ég er ekki í þeim flokki. Þegar ég kom til M-G-M beitti ég öllum brögðmn til þess að verða grennri, en með sára- litlum árangri. Auk þess var ég sólgin í sælgæti. Ég var feit og myndavélamar sýndu það. Frá því ég var þrettán ára, má segja að sífelld togstreita hafi verið milli mín og M-G-M. Togstreitan var um það, hvort ég ætti að borða, hve mikið ég ætti að borða og hvað ég ætti að borða. Flestum er víst kunnugt um, hvernig fyrstu tveimur hjónaböndunum mínum lyktaði. Hvort stöfuðu þessi vandræði nú af því, að ég hefði ekki gifst góðum mönn- um, eða var mér sjálfri eitthvað ábótavant í húsmóðurhlutverkinu ? Ég veit það ekki. Mamma og vinir mínir höfðu varað mig við því að giftast David Rose. Hann var fjölhæfur hljómlistarmaður. En vinir mínir litu svo á, að hjónaband okkar mundi aldrei endast. Bæði hann og annar maður minn, Vincente Minnelli, báru mig á höndum sér. Þeir voru góðir menn og góðir eiginmenn. En einhvemveginn var það ekki nóg. Mér hefur verið sagt, að þessi hjóna- bönd mín hafi farið út mn þúfur af því ég hafi í rauninni ekki verið að sækjast eftir eiginmanni heldur manni, sem gæti komið mér í föðurstað. Pabbi dó þegar ég var lítil telpa. Ég elskaði hann. Hann var dásamlegur maður. Hann gat orðið ofsalega reiður, en hann var gæddur mikilli kýmnigáfu og sérlega fagurri tenórrödd. Hann var tíu ára, þegar hann strauk að heiman og gerðist trúð- ur. Hann kynntist mömmu í Wisconsin, þar sem hún var píanóleikari. Ég var yngst þriggja systra. Pabba þótti alveg sérstaklega vænt um litla. barnið sitt. Hann söng mig oft í svefn. Þegar ég fæddist, var Suzy systir mín sjö ára og Jimmy systir fimm ára. Þær voru þegar byrjaðar að syngja og dansa opinberlega. Foreldrar mínir höfðu ósk- 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.