Vikan


Vikan - 19.12.1957, Page 25

Vikan - 19.12.1957, Page 25
ingi á meginlandinu. Nú barst þessi dæg- urvísa til Reykjavíkur, og fyrr en varði var Þórður orðinn ímynd hershöfðingjans, og alamala færðist yfir í malakoff. Nú er frá því að segja, sem minnzt var á í upphafi, að læknaskólanemendur renndu hýru auga til Þórðar, og svo fór, að þeir komust í tæri við hann og gerðu við hann kaup: Þeir útveguðu honum til- tekna fjárhæð til þess að kaupa brennivín fyrir, en í þess stað lofaði hann því í votta viðurvist, að læknaskólinn mætti eiga hans jarðnesku leifar til rannsóknar, þegar hann væri allur. Og Þórður fékk peningana og drakk út á skrokk sinn og hélt áfram að lifa. Einn árgangurinn eftir annan útskrífað- ist úr læknaskólanum, en ekki mætti Þórð- ur á þeim virðulega stað. Þá barst ein- hverju sinni sú saga um bæinn, að Þórður malakoff væri dáinn. Læknanemar brugðu þá við til þess að heimta það, sem skólans var, en brá nokkuð í brún, er þeir hittu gersemina bráðlifandi og vel hýra í einni verzluninni. Saga þessi vakti talsverða kátínu í bæn- um, en Björn M. Ólsen orti brag um at- burðinn, með hliðsjón af hinu danska dægurlagi: Malabroch er död i Krigen. Komst bragurinn brátt á kreik og varð aðalgleðisöngur bæjarbúa: 1. Þó deyi aðrir dánumenn. Loff! Malakoff! Hann Þórður gamli þraukar enn. Loff, Malakoff! Mala! Lifir enn hann Malakoff, . þótt læknar vilji flensa í Malakoff — koff, — koff, þá lifir Malakoff. 2. Hann drekkur alltaf eins og' svín, og aldrei nema brennivín. 3 Það segja rnenn einn sumardag, % að Þórður gamii fengi slag. 4. Hans lát barst út um allan bæ, og læknar sögðu: Hæ, hæ, hæ! 5. Þeir vildu fá að flá hans lík, því engin þeim var unun slík. ■6. Þeir fóiu að brýna busana og biðu uppi á spítala. '7. En einn af þeim fór út í bæ, að fá menn til að flytja hræ. 8. Hann gekk í búð. Að gömlum sið, þar hímdu dónar diskinn við. 9. Þar laut einn fram á búðarborð og mælti af vörum ekki orð. 10. Að honum læknir gengur greitt og leggur hönd á bakið breitt. 11. ,,Hann Þórður er dauður! Það fór vel. Við kryfjum hann þann húðarsel. 12. Ég góða borgun bítala, ef berðu líkið í spítala." 13. En dóninn leit á læknirinn, og það var þá einmitt hann Þórður minn. 14. ,,Ég sjálfur á mitt eigið lík. Og sízt ei' ég þín senditík." 15. Til höggs hann reiddi og hélt um stút. En læknir sneyptur labbaði út. 16. Af þessu læknir læra má —■ að kryfja aldrei kvikan ná. 17. Og brýndu ei fyrri busann þinn, Loff! Malakoff! en lík er borið í líkhús inn. Loff, Malakoff! Mala! Lifir enn hann * Malakoff, þótt læknar vilji flensa í Malakoff, — koff, ■— koff, þá lifir Malakoff. Þórður Árnason mun hafa verið fædd- ur laust eftir 1830. 1 manntali Reykja- víkur 1890 er hann skráður til heimilis í Hlíðarhúsum, 58 ára gamall, en hús- freyja hans, Guðlaug Einarsdóttir, 55 ára. En sá, sem manntalið tók, bætir við: „Þessi hjón vita eigi aldur sinn, sýnast um sextugt.“ Þórður lifði í nokkur ár eftir þetta og skipti um bústaði. Hann varð bráðkvadd- ur 10. maí 1897, og í kirkjubókina er hann skráður ,,sem niðursetningur í Halls- koti, 62 ára.“ Sú stund var þá runnin upp, er Þórður skyldi flytjast á hina virðulegu stofnun vísindamannanna. Einn læknanemanna, sem tóku þar á móti honum, er enn á lífi. Það er Jónas Kristjánsson læknir. En Ingólfur Gíslason læknir, er þá var í hópi læknanema, segir svo frá hinum síð- ustu viðskiptum samtíðarinnar við Þórð: „Mér er minnisstæðast, er okkur hlotn- aðist lík Þórðar alamala . . . Hver Reyk- víkingur þekkti hann, og ég held, að öll- um hafi verið hlýtt til hans, því þrátt fyrir vínhneigðina var hann gæfur og gegn . . . Var mér sagt, að kvæðið um hann hafi dr. Björn M. Ólsen og Hannes Hafstein ort á glaðværri stund, líklega meðfram til að stríða vini sínum dr. Jón- assen landlækni, sem var forstöðumaður læknaskólans í þá daga og kennari í líkamsbyggingarfræði. E:i svo var það, að Þórður dó skömmu eftir að við komum í læknaskólann. Var hann færður inn í líkhúsið, og var þá tekið til starfa, og höfðum við mjög mik- ið gagn af því að kryfja hann og krukka, og voru allir hans vefir og líkamshlutar dregnir fram í dagsljósið með mikilli vís- indalegri nákvæmni. öll bygging hans var traustleg og vönduð með afbrigðum, og þótt undarlegt megi virðast fundum við hvergi spor eftir allt það brennivín, sem hann hafði tekið inn um dagana. Guðmundur Magnússon var tíður gest- ur hjá okkur í líkhúsinu, meðan á þessu stóð, bæði til að glöggva sig á ýmsu sjálf- ur, og svo var honum annt um, að við færum rétt að og lærðum sem mest. Við áttum náttúrlega allir að verða stórt eða lítið brot af skurðlækni, sú fræði var hans kennslugrein, og hann fann óspart að, ef eitthvað fór óhöndulega hjá okkur. Það kom náttúrlega fyrir, að fínar taug- ar hrukku í sundur, þegar við Vorum að einangra þær og losa af þeim fitu og bandvef, en þá var að reyna að tengja saman endana með hvítum tvinnaspotta, svo að sem minnst bæri á óhappinu. Þeg- ar við höfðum starfað á þennan hátt á aðra viku og ekki var hægt að gera Þórði betri skil, var búið um hann eftir föng- um, og með því að okkur fannst skylt að sýna þessum vini okkar og velunnara þann sóma, er kostur var á, þá sóttum við nokkrar flöskur af Gamla Carlsberg, fórum með þessi veizluföng upp í líkhús og framkvæmdum nokkurs konar kveðju- athöfn, fluttum sína ræðuna hver, vio vorum sjö talsins, og í skóla höfðum við lært graut í sjö tungumálum og töluðum nú á sínu málinu hver, samkvæmt hlut- kesti. Var skál gamla mannsins drukkin eftir hverja ræðu og einhverju af þessum heiðrúnardropum stökkt á hans jarðnesku leifar í hvert sinn. - Sumar ræðurnar voru náttúrlega ófullkomnar, en nú varð að taka viljann fyrir verkið. Við Jónas Kristjánsson kistulögðum svo leifar Þórð- ar malakoff og vonum, að hann rísi upp heill á himnum, þótt hann væri nokkuð laus í böndum, er við sáum hann síð- ast.“ Þannig endar saga Þórðar, en minning- in um hann lifir í söngnum, sem hefur verið lærður og kyrjaður í 60 ár. Stú- dentar sáu um það. S Y M ÞAÐ var dýrlegui' sumar- morgunn í Vestmannaeyj- um. „O.t við unnarstein lék aldan smá og sumarsólin skein á sundin blá,“ svo kvað Örn Arnarson. Það var safndagur, réttar- dagur. Árla morguns að venju var byrjað samtímis að „safna“ (reka saman féð á eftirtöldum stöðum og byrjað suður á Ey: Stórhöfða Sæfjalli (Háubúr- um), Haugum, Dalfjalli, Há, Eggjum, Kinn, Litlhöfða, Steinstaðaheiði, Hrauninu og víðar. Allt fé er rekið norður eftir og mætast allir rekstr- arnir á Eiðinu nyrzt á Heima- ey og réttað í Almenningnum. Bræður mínir Björn og Páll voru meðal safnmanna (leitar- manna) og ég sendur með bita og sopa handa þeim, eftir mikil hlaup og erfiðar göngur. En vel sást að heiman (frá Ofan- leiti) inn á Eiði og lagði ég af stað þegar ég sá að allt féð var komið inn að Almenning og fólk ,,að fara í vænginn“ sem lcallað var. Miðja vegu milli lcaupstaðarins og ofan- byggjara bæja er varða við veginn, sem ,,Hvild“ heitir. Þar er einnig haglega gert hægindi vallgróið — legubekk- ur, sem móðir náttúra smíðaði endur fyrir löngu og sem flest- ir vegfarendur notuðu til að tylla sér á til að kasta mæð- inni og láta líða úr lúnum beinum. lltsýn héðan er und- urfögur. Svo var þennan ynd- islega moi'gun: úr rjómahvít- um sæ rísa tvíburasysturnar fögru, Elliðaey og Bjarnarey, grózlcugrænar ofan, en berg lagt litslcrúði regnbogans, í balcsýn, við bláan himin, teyg- ir sig í háloft aldursforsetinn tignarlegi Mýrdalsjökull og faldar silfurhvitum kolli millj- óna ára. Ég settist á bekkinn, en hröklc brátt við sem snort- inn rafstraum. Ég gleymdi ein- hverju! ég gleymdi að fara austur fyrir „hús“, signa mig móti sólu og lesa bænina „Nú er ég klæddur og kominn á ról“ o. s. frv. eins og móðir mín elskuleg hafði kennt mér. Ég stóð nú upp og hélt ferð minni áfram inn í réttir. En hvað sé ég! Á að gizka 30—40 faðma austan vegarins i Æðahrauni sé ég að stúlka kemur á móti mér, gengur hægum skrefum, vaggandi sér mjúklega í lend- um og rekur á undan sér stór- an kindahóp, á að gizka 60— 100 fjár — í þveröfuga átt við aðalreksturinn. Ég ætlaði nú að hlaupa til hennar og spyrja hverju þetta sætti, að reka féð uppeftir i staðinn fyrir inn í réttir, en rek fót í nibbu og dett endilangur á hrammana. Þegar ég lít upp er þessi unga blómærós horfin ásamt öllum fjárhópnum! "Yfir þess- ari sýn hvildi fegurð og friður hins ósýnilega heims. Á mæli- kvarða tíma og rúms, er nú orðið spottakorn eða um hálf öld. Ég var þá á fermingar- aldri. Það vakti sérstaklega athygli mína hversu fé þetta var ullarhvítt, vænt og frítt. Og enn í dag, þegar ég hugsa um þetta fyrirbæri, sé ég i anda hina draumfögru mynd. Hrafnistu í nóv. 1957 Sig. Oddgeirsson. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.